…eða Toppsport. Finn mér allar afsaknir í heiminum til að fara ekki og allar ótrúlega góðar. Námsmat er t.d. frábær afsökun. Þið megið alveg nota hana! Svínvirkar.
Sendi þá fyrrverandi sjúkraþjálfanum mínum beiðni um að rifja upp fyrir mér hví ég skyldi fara tvisvar í viku á þann stað (meinti þá náttúrulega auk annars sem ég geri af miklum móð í hreyfingunni). Fékk ég þá ekki frá mínum pistil um gildi hreyfingar! Varð mjög móðguð og efaðist um að mínum kæra fyrrum sjúkraþjálfari væri sérlega mikið um mig gefið ;-). Ja amk að hann treysti því alls ekki að ég entist í líkamsræktarlífsstílnum mínum! Fuss og svei varð mjög móðguð!
Læt nú punktana fylgja mér með ykkur og mér til upprifjunar ef einhver okkar – einhvern tímann skyldi nú efast! Og minn hafið heimildaskrá og allt með – líklega vegna þess að einhvern tímann heimtaði ég slíkt – fannst það vissara ;-).
Um gildi hreyfingar
Hvers vegna skyldi fólk hreyfa sig reglulega?
Er það ekki bara erfitt, tímafrekt og leiðinlegt
(nema rétt á sumrin)
eða hangir eitthvað annað á spýtunni?
12 atriði er varða fyrrgreindar spurningar
sem vert er að íhuga:
Reynslan hefur sýnt að reglubundin hreyfing skilar eftirfarandi árangri:
1. Hjartað dælir betur.
Hjartað vinnur betur og þarf ekki að slá eins oft til að dæla reglubundnum skammti af blóði um líkamann. Hætta á hjartasjúkdómum minnkar. Of hár blóðþrýstingur getur lagast.
2. Góða kólesterólið vex.
Við reglubundna hreyfingu myndast af “slæma” kólesterólinu LDL sem getur leitt til kransæðasjúkdóma en framleiðsla á hinu “góða” HDL kólesteróli eykst. “Góða” kólesterólið flytur það “slæma” úr blóðinu yfir til lifrarinnar þar sem það eyðist.
3. Líkamlegur kraftur eykst.
Úthald batnar við alla líkamlega vinnu þar sem púlsinn lækkar. Þú verður ekki eins þreyttur á daginn.
4. Þú verðr sterkari og liðugari.
Vöðvarnir stækka og verða sterkari við þjálfun. Þeir vernda liðina betur þannig að líkur á bakeymslum minnka. Hreyfigeta og jafnvægi batnar, þú stjórnar líkamanum betur.
5. Kynorkan styrkist.
Röskur göngutúr eða önnur góð hreyfing á hverjum degi gerir að verkum að líkur á getuleysi minnkar um helming.
6. Lífslíkur aukast.
Sá sem hreyfir sig reglulega eykur lífslíkur sínar. Lífsgæðin aukast og vellíðan eykst.
7. Þú verður frískari.
Líkaminn verður úthaldsbetri og jafnar sig fljótar ef hann verður fyrir skaða. Ónæmiskerfið batnar og líkur minnka á kvefi.
8. Líkur á beinbroti minnka.
Reglubundin hreyfing hefur þau áhrif á beinin að þau verða sterkari. Niðurbrot á beinvefnum minnkar sem dregur úr beinþynningu.
9. Andlega hliðin verður sterkari.
Rannsóknir sýna að sá sem æfir sig reglulega tvisvar til þrisvar í viku er í betra andlegra jafnvægi og líkur á stressálagi minnkar.
10. Þú yngist.
Ekki er hægt að breyta staðreyndum um líkamlegan aldur. Andlegur aldur lækkar aftur á móti með því að sinna líkamanum vel.
11. Líkaminn brennir meira.
Útlit líkamans batnar og hann nýtir sér betur alla næringu í fæðunni. Líkamsfita minnkar, sykurbrennsla eykst og líkur minnka á að sykursýki 2.
12. Svefninn batnar.
Göngutúr, sund eða hjólreiðar í hálftíma seinni part dagsins gerir það að verkum að fólk sefur betur og hvílist þannig betur fyrir komandi dag. Varst skal þó að þjálfa stíft á kvöldin því erfitt getur verið að ná sér niður.
Heimildaskrá