Ys og þys út af engu

Það er nú svei mér mikið að gera hjá minni. En nú fer þessu nú að verða lokið. Það eru alls konar ferðir, uppákomur og stúss í skólanum og við þetta bætist að maður er á kafi í námsmati.

En það er nánast alveg að verða búið.

Um helgina þarf ég að læra á hvernig maður kemur vitinu fyrir jvc digital myndavél sem vill ekki hafa filana sína einfalda og fyrir microsoft – en skítt með það 😉

Svo þarf ég að drekka í mig Eurovison – ég er svo FEGIN að við erum komin áfram að ég ætla ekki að segja ykkur það!

Ég fór í rosalegasta hjólreiðatúr sem ég hef farið í á ævinni held ég bara – það er sem sagt ekki alveg flatt Grímsnesið og það er nánast brekka frá Ormsstöðum að Borg – bara svo þið vitið það. Í 2 tíma var meðalpúls 130 – og það var með nokkrum stoppum og einni kaffipásu þannig að þið sjáið fyrir ykkur hvað konan hefur rembst – enda er ég farin í heita pottinn að dást að því hve ég sé dugleg og hreint ekki af baki dottin því ég er bara þrælgóð í löppunum og skrokknum og GET ÞETTA BARA VEL!

En hællinn er að hrekkja mig og líklega hásinin.

Blessi ykkur – Inga

1 athugasemd á “Ys og þys út af engu

  1. Dugleg ertu vinkona! Hvernig er það – ætluðum við ekki að fara að hittast Ljósafoss-skvísurnar?kv. Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd