Ekki alveg að hitta á þa’

Veit ekki alveg afhverju

– en svona getur þetta verið stundum.

Mig hefði nú langað á ball í kvöld – það er svona sveitaballaupprifjunarrómatík í Hvíta húsinu en ég hugsa að ég fari ekki – langar líklega ekki nógu mikið. Var nú engin smá sveitaballapía samt hér í eina tíð. Það var nú meiri sælan. Sigh

Það var aldrei að maður gat skemmt sér. Hálft fjörið var að undirbúa sig, oftast var farið með sætaferðum, stundum gat maður reddað sér fari – það var nú ekki oft held ég. Og næstum alltaf var óhuggulega gaman – ég dugði sjálfri mér svo fullkomlega sem skemmtun að ég minnist þess ekki einu sinni að hafa átt fasta félaga sem fóru með mér á böllin… Það fór svoldið eftir árum líklega.

Stundum var ægilegt ástardrama, stundum var maður upptekin af því hve glataður maður var – unglingsárin ekki alveg auðveld. ;-). Og svo kom Inghóll inn og ekki var nú minna djammað þar híhí.

En líklega verður lítið um djamm þessa helgina. Ég þarf að undirbúa mánudaginn en ég óttast að ég hafi komið samstarfsfólki mínu í þann bobba að vinna þann dag aukalega vegna námsmats og námsskrárgerðar hummmm… Verð eiginlega sjálfsvirðingarminnar vegna að koma með eitthvað innlegg og reyna að leggja til eitthvað vinnufyrirkomulag. Merkilega hvað námsmat og námskrárvinna loðir við mig eins og mér þótti og þykir þetta erfitt og snúið – já og stundum bara næstum leiðinlegt. En nei ekki leiðinlegt lengur – en hefði ég átt að veðja á eitthvað sem ég myndi aldrei vilja læra meira um eftir öll mín ár í khí þá var það námsmat óg námskrár. En here I am. Já og var ég búin að segja ykkur að ég komst inn í KHÍ en það er ekki komið út úr þróunarverkefnisbeiðninni enn þá.

Ég fór í Styrk í gær og nennti ekki að hjóla því ég renn einhvern veginn alltaf til á hnakknum og tómt vesen – fór því á göngubrettið og labbaði þar á feikna hraða og halla 😉 í 24 mínútur og svo tók ég æfingar fyrir fætur og maga. ÆGILEGA SKEMMTILEGT – nennti ekki en fór en merkilegt hvað ég á erfitt með að drífa mig og vera ekki að hugsa um hvort ég nenni eða ekki. Maður náttúrulega bara fer í Styrk á mánudögum og föstudögum. Líklega fer ég samt á þriðjudaginn í næstu viku – vegna starfsdagsins á mánudaginn. Ég hafði ekkert lést en vinn að því um helgina að borða grænmeti og þá veit ég að það kemur ný og lægri tala á vigtina á mánudaginn – ég bara finn það á kroppnum að hann er að minnka.

Labba enn alla virka morgna og hef gaman af – það skilar sér fínt og þó fæturnir séu ekki góðir og sá hægri mun verri undir hælnum og í ristinni þá sleppur þetta alveg í ekki lengri tíma.

Þetta er allt saman alveg ágætt bara.

Færðu inn athugasemd