Dagurinn í dag

er sá sem maður fær og að mörgu leyti gekk hann vel – en það var líka eitt og annað sem bjátaði á – eins og gengur.

Ég komst inn í kennó í framhaldsnámið á ný. Það var nú svei mér gott og vonandi verður það gaman.

Ég fór á ART- videoskiladag í dag og það var frábært eins og allt í kringum ART. Er búin að læra að klippa og vinna með myndbönd og ég veit ekki hvað og hvað enda var ég í vinnunni frá því rúmlega sjö til 21 í gær. Margt og mikið á sig lagt. Morgundagurinn verður ekki mikið betri – stærðfræðipróf hjá krökkunum á föstudaginn og svoleiðis nokkuð.

Mataræði hefur verið með afbrigðum gott – þarf varla að borða og fyrir vikið er ég að borða of seint á kvöldin – bæði í gær og í dag en það verður lagað. Nýti mér reductilið og hugarorkuna – nei þú ert ekki svöng og þú ætlar ekki að borða bara til þess að gera eitthvað. Farður heldur að lesa, sauma, taka til vinna – bara ekki borða, því þú þarft ekkert á mat að halda.

Er samt ekki að svelta mig sem væri í sjálfu sér ágætt en vissulega er ég ekki að borða mikið. Morgungangan inni, vonandi blak á morgun og styrkur á föstudaginn.

Ég er farin að borða celebra aftur – var alveg handónýt í fótunum í gær og fyrradag. Get líklega ekki án þeirra verið þegar ég er komin í allt að því fulla hreyfingu.

See you all later. Vona að hausinn hangi á mér á morgun. Jamm

Ekki drepa tímann – tíminn er mælieining lífsins og því lífið sjálft. Förum vel með hann og þar með það ykkar Inga

Færðu inn athugasemd