…og allt er í þessu fína. Nema ég er alveg sannfærð um það að vilja vera annars staðar en heima hjá mér. Svaf þess vegna í vagninum í nótt og var fegin því það var ansi hreint fjörugt á skjálftavaktinni. Hélt nú að einn hefði verið rúmir fjórir hér í nótt en mér sýnist hann hafa væri 3,5 ahmmm ekki alveg orðin klár á kvarðanum.
Bjartur er orðinn miklu rólegri en það var eftirtektarvert að þegar skjálftarnir byrjuðu aftur í gærkveldi með einum þéttum var eins og það væri kveikt á stereotæki – allir hundar hverfisins byrjuðu að gelta. Aumingja greyin.
Ég fór til Hildar systur í gær og það var allt á rúi og stúi þar – enda fer það náttúrulega eftir því hvað er mikið inní skápum og á borðum og veggjum hve mikið getur dottið. Elhúsið slapp þó eiginlega alveg en skápurinn hennar með fína dótinu fór á hliðina með öllu sem í honum var. Svo er ástandið í hinum herbergjunum eins og hér hjá mér í geymslunni og vinnuherginu – allt á rúi og stúi. En það er ekki eins slæmt og ég hélt samt. Þetta er tiltekt og skrásetningarvinna hjá henni. Margt af þessu fæst enn en annað er ómetanlegt – bæði tilfinningalega og safngripir. En þetta eru bara hlutir.
Fyrir nokkru síðan var ég að nöldra í Palla mínum að hann væri ekki nógu duglegur að taka til. Hann svaraði því til að í þessu húsi væri allt fullt af dóti og drasli sem hann vissi ekkert hvernig hann ætti að haga sér í kringum. Þetta voru styttur og stjakar og eitthvað puntu,,dras“. Ég sagði að það væri nú auðvelt að bregðast við því – keypti mér plastkassa í Europris og pakkaði öllu niður. Henti sumu. Það er svo sem ekkert gaman að eiga punt ef enginn kann að meta það og það bara þvælist fyrir hinum tveimur heimilismeðlimunum. Það var svo á fimmtudaginn sem kom í ljós hvað það er gjörsamlega tilgangslaust að eiga dót. Það bara brotnar og verður ónýtt og állir eru á fullu í þvi að komast að því að í raun er þetta allt gjörsamlega tilgangslaust og bara hlutir. Það sem var hér uppi við það datt og fór í gólfið en magn þess var minna en víðast hvar svo það slapp til.
Það er annars merkilegt með þennan hristing hér´í húsinu. Allt sem er austan megin við þverveggina fór af stað en það sem stóð við sama vegg bara vestan megin haggaðist minna. Það fór bara nánast ekkert úr eldhússkápunum þó glerhurðirnar opnuðust og allar skúffurnar á þverveggnum (stór búrskápurinn stendur við norður vegg og þar fór bara allt á hvolf innan í honum en hann opnaðist ekki) en það fór nánast allt úr vaskahússkápunum. Og eins var þetta í svefniherbergjunum.
Stóru skáparnir mínir tveir með öllu góssinu mínu – jólastellinu og einhverjum skálum og glösum voru lokaðir með hespum og opnuðust ekki þó þeir færu einhverj sentimetra til á gólfinu. Það brotnaði bara eitt glas í þeim báðum. Þungir og miklir skápar. Ég hefði orðið svolítið leið ef það hefði eyðilaggst sem var í þeim – sérstaklega jólastellið en það slapp allt. Eins sýnist mér geymslan hafa sloppið vel þar sem jóladótið er geymt en stóra geymslan fór verr. Við eigum eftir að fara í gegnum hana. Eins eigum við eftir að fara í gegnum vinnuherbergið mitt.
Í gær kom Ragnheiður mín að austan og hjálpaði mér við að þrífa eldhúsinnréttinguna því ég ákvað að nýtta þennan drasl og dót hrysting til þess að gera vorhreingerningu bara. Hún þreif með mér alsæl með að vera búin að læra svona margt um þrif í hótelvinnunni. Hún kemur aftur í dag og þá höldum við áfram. Bræður mínir utan Jón komu í gær og það var voða notalegt, skoðuðu húsin og hvort það væri ekki í lagi með þau hjá okkur HIldi og buðu fram aðstoð sína. Fallegt af þeim. Þeir komu líka með mat og Ási og Palli grilluðu þessa líka yndislegu máltíð. – KOmu með ávexti sem var kærkomið því aþð einhvern veginn er engin stemnning fyrir því að versla mikið þegar húsið er á hvolfi og næstum allar búðir lokaðar líka…
Ég gerðist svo fræg að ná í vatn í Vallaskóla – og ósköp er nú sopinn góður. Smám saman færist lífíð í sant lag og kippunum er vel hægt að venjast hvort sem maður er hundur eða maður – en ég vil ekki annan stóran. Og kannski langar mig mest að vera annars staðar en heima hjá mér… En ég veit lika að það á eftir að breytast.
átakið ingveldur er hætt að borða mat gengur ekki sem best og sannast hefur að matur huggar vissulega. Að minnsta kosti í kollinum. En ég hef bara staðið mig vel – en óþarflega mikið brauð farið inn fyrir mínar varir enda fátt annað í boði.
Fór í golf í vikunni og mikið langar mig aftur. Renni kannski við á Kiðjabergi í næstu viku og spila litla völlinn. Það er voða skemmtilegt.
Kveðja af skjálftavaktinni, ykkar Inga