Lífið heldur áfram

…og allt er í þessu fína. Nema ég er alveg sannfærð um það að vilja vera annars staðar en heima hjá mér. Svaf þess vegna í vagninum í nótt og var fegin því það var ansi hreint fjörugt á skjálftavaktinni. Hélt nú að einn hefði verið rúmir fjórir hér í nótt en mér sýnist hann hafa væri 3,5 ahmmm ekki alveg orðin klár á kvarðanum.

Bjartur er orðinn miklu rólegri en það var eftirtektarvert að þegar skjálftarnir byrjuðu aftur í gærkveldi með einum þéttum var eins og það væri kveikt á stereotæki – allir hundar hverfisins byrjuðu að gelta. Aumingja greyin.

Ég fór til Hildar systur í gær og það var allt á rúi og stúi þar – enda fer það náttúrulega eftir því hvað er mikið inní skápum og á borðum og veggjum hve mikið getur dottið. Elhúsið slapp þó eiginlega alveg en skápurinn hennar með fína dótinu fór á hliðina með öllu sem í honum var. Svo er ástandið í hinum herbergjunum eins og hér hjá mér í geymslunni og vinnuherginu – allt á rúi og stúi. En það er ekki eins slæmt og ég hélt samt. Þetta er tiltekt og skrásetningarvinna hjá henni. Margt af þessu fæst enn en annað er ómetanlegt – bæði tilfinningalega og safngripir. En þetta eru bara hlutir.

Fyrir nokkru síðan var ég að nöldra í Palla mínum að hann væri ekki nógu duglegur að taka til. Hann svaraði því til að í þessu húsi væri allt fullt af dóti og drasli sem hann vissi ekkert hvernig hann ætti að haga sér í kringum. Þetta voru styttur og stjakar og eitthvað puntu,,dras“. Ég sagði að það væri nú auðvelt að bregðast við því – keypti mér plastkassa í Europris og pakkaði öllu niður. Henti sumu. Það er svo sem ekkert gaman að eiga punt ef enginn kann að meta það og það bara þvælist fyrir hinum tveimur heimilismeðlimunum. Það var svo á fimmtudaginn sem kom í ljós hvað það er gjörsamlega tilgangslaust að eiga dót. Það bara brotnar og verður ónýtt og állir eru á fullu í þvi að komast að því að í raun er þetta allt gjörsamlega tilgangslaust og bara hlutir. Það sem var hér uppi við það datt og fór í gólfið en magn þess var minna en víðast hvar svo það slapp til.

Það er annars merkilegt með þennan hristing hér´í húsinu. Allt sem er austan megin við þverveggina fór af stað en það sem stóð við sama vegg bara vestan megin haggaðist minna. Það fór bara nánast ekkert úr eldhússkápunum þó glerhurðirnar opnuðust og allar skúffurnar á þverveggnum (stór búrskápurinn stendur við norður vegg og þar fór bara allt á hvolf innan í honum en hann opnaðist ekki) en það fór nánast allt úr vaskahússkápunum. Og eins var þetta í svefniherbergjunum.

Stóru skáparnir mínir tveir með öllu góssinu mínu – jólastellinu og einhverjum skálum og glösum voru lokaðir með hespum og opnuðust ekki þó þeir færu einhverj sentimetra til á gólfinu. Það brotnaði bara eitt glas í þeim báðum. Þungir og miklir skápar. Ég hefði orðið svolítið leið ef það hefði eyðilaggst sem var í þeim – sérstaklega jólastellið en það slapp allt. Eins sýnist mér geymslan hafa sloppið vel þar sem jóladótið er geymt en stóra geymslan fór verr. Við eigum eftir að fara í gegnum hana. Eins eigum við eftir að fara í gegnum vinnuherbergið mitt.

Í gær kom Ragnheiður mín að austan og hjálpaði mér við að þrífa eldhúsinnréttinguna því ég ákvað að nýtta þennan drasl og dót hrysting til þess að gera vorhreingerningu bara. Hún þreif með mér alsæl með að vera búin að læra svona margt um þrif í hótelvinnunni. Hún kemur aftur í dag og þá höldum við áfram. Bræður mínir utan Jón komu í gær og það var voða notalegt, skoðuðu húsin og hvort það væri ekki í lagi með þau hjá okkur HIldi og buðu fram aðstoð sína. Fallegt af þeim. Þeir komu líka með mat og Ási og Palli grilluðu þessa líka yndislegu máltíð. – KOmu með ávexti sem var kærkomið því aþð einhvern veginn er engin stemnning fyrir því að versla mikið þegar húsið er á hvolfi og næstum allar búðir lokaðar líka…

Ég gerðist svo fræg að ná í vatn í Vallaskóla – og ósköp er nú sopinn góður. Smám saman færist lífíð í sant lag og kippunum er vel hægt að venjast hvort sem maður er hundur eða maður – en ég vil ekki annan stóran. Og kannski langar mig mest að vera annars staðar en heima hjá mér… En ég veit lika að það á eftir að breytast.

átakið ingveldur er hætt að borða mat gengur ekki sem best og sannast hefur að matur huggar vissulega. Að minnsta kosti í kollinum. En ég hef bara staðið mig vel – en óþarflega mikið brauð farið inn fyrir mínar varir enda fátt annað í boði.

Fór í golf í vikunni og mikið langar mig aftur. Renni kannski við á Kiðjabergi í næstu viku og spila litla völlinn. Það er voða skemmtilegt.

Kveðja af skjálftavaktinni, ykkar Inga

jamm sex mínútum síðar

reið yfir þessi líka rosajarðskjálfti eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni hér á landi. Síðar en ég var að velta fyrir mér því hvað ég var að hugsa fyrir ári síðan.

Úff.

Hér á allt á hvolfi, brotið og úr hillum. Eldhúsið slapp þó að mestu.

Ég er í rússi og hef fengið nóg af því að sjá veggi þess húss sveiflast einhverja tugi sentimetra til og frá og sef því í tjaldvagninum í nótt.

Það er gott að eiga næstum ekki neitt. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að það eyðileggist. Maður á mann börn og hund og það erí lagi með þau öll ég bara í rússi og losti – hef aldei orðið eins hrædd á ævinni og á vonandi ekki oft eftir að lenda í slíka.

Ein að rolast hér heima og ég mundi ekki eitt númer eða annað og gleymdi svo meira að segja að hlusta á útvarpið. Ragnheiður mín hringdi nú við og við og kom fyrir mig vitinu.

Úff – myndir og meira á morgun.

Og svo svolítið meira úff!

víhí

námsmatið búið og allt í sóma! Búin að skila öllu af mér nú er bara að spila gólf – labba upp á eitt fjall og spila fótbolta þriðja daginn, slíta skólanum (tekur stutta stund) og svo bara pakka niður dóti flokka og sortera og vammmmm ganga frá námskrá næsta vetrar.

…. hmmmm já og gera eitt art myndband. Kemst nú í gegnum það á góða skapinu! Víhí tjú tjú trallala

Hef aldrei verið í annarri eins sælu og erfiði undanfarinna daga og vikna skilar sér í því að það er lausara um allt!

Átakið hætt að borða mat gekk samkvæmt áætlun í dag – áætlunin fólst að vísu í því að fá sér morgunkaffi í skólanum sem ég hef annars sleppt í 2 heila daga og eina krembollu eða hvað þetta heitir! Víhíhíhí en svo er ég líka bara góð og sæl og ánægð.

dead beaten

Ég sem tel mig andsk… ekkert vera að gera er gjörsamlega búin að vera. Helmingurinn af hausnum á mér er eins og deyfður – augnalokið gerir svona ekki meira en það að hýða mér og hausverkurinn eftir því. Held þetta sé vöðvabólga…

Búin að sitja við og ljúka við námsmatið – eins og mér finnst þetta skemmtilegt þá get ég verið ótrúlega lengi að koma mér að þessu.

Átakið – Inga er hætt að borða mat gengur vel. Hef einungis notað 8 línur í matardagbókinni minni í dag – og þar af er ein lína notuð í vatn en því miður slæddist nammi inn fyrir mínar varir í 400 hitaeininga-magni.

Ég er farin að fá stressköstin mín aftur – held ég sé að deyja úr þessu eða hinu á næturnar og ligg í dauðans angist yfir öllu saman. Róast svo þegar ég átta mig á því að það sé allt í lagi að deyja. Það sé ekki svo slæmt 😉 og sofna voða rótt þar til ég þarf að fara næst á klósettið!

Fór ekki út að labba í morgun því það rigndi svo mikið og ég er búin að vera svo mikið að vinna og lítið að sofa og ég svo aum í fótunum og ég ætlaði að hjóla í kvöld og bla bla bla bla. Ekkert nema afsakanir – meistari í þeim. Og flestar góðar.

Stefni á Styrk á morgun ef ég verð ekki örmagna sem ég á reyndar allt eins von á en þá hjóla ég líka seinni partinn þegar ég kem heim. Jamm.

Námsmat er líklega erfiðasti tíminn minn.

Þetta ku vera ástæðan frh. af pistlinum á undan

fyrir því að ég fer í Styrkj amm…

En sem sagt þar sem ég varð svona ægilega móðguð yfir því að fyrrum að verða sjúkraþjálfaranum mínum DYTTI í hug að ég nennti ekki almennt séð að vera í hreyfingu sendi ég harðort móðgunarbréf til hans og sagðist nú frekar hafa meint að mig vantaði upprifun á því HVERS VEGNA ég þyrfti að fara þangað þó ég nennti því ekki. Þeir sem sem sagt þekkja mig vita að ég geri eiginlega aldrei neitt sem ég nenni ekki. Og þar sem ég er farin að átta mig á því að flest það sem mér dettur í hug virkar ekki nema miðlungi vel eða ekki neitt (ja svona í sumu amk t.d. f1) þá er gott að kallast á við einhvern annan en ruglustampinn mann sjálfan.

Sem sagt fékk þá þessa punkta frá sjúkra:

Svoldið góðir punktar í þessari grein. (hlekkur) Rámar meira að segja í það hafa heyrt um sumt af þessu og jafnvel reynt það á eigin skinni.

Ég kaupi þetta nú alveg og fer því ægilega glöð í styrk á miðvikudaginn eftir foreldraviðtöl og svo aftur á föstudag, syngjandi sæl og glöð með lífið og tilveruna!

Annars er það að frétta að ég geng á hverjum morgni – hef ekki farið í styrk í viku, en hef hjólað heilmikið og mörgum sinnum á síðustu dögum. Náði hreyfimarkmiðum mínum tvöfalt í síðustu viku – líklega helst vegna þrekraunarinnar sem ég reyndi á föstudaginn.

Og enn eigið þið eftir að heyra söguna um ástina mína fyrstu og hvernig ég ,,fann“ hana á ný. Segi ykkur hana í góðu tómi. Svoldið fyndið

Ég nenni ekki í Styrk

…eða Toppsport. Finn mér allar afsaknir í heiminum til að fara ekki og allar ótrúlega góðar. Námsmat er t.d. frábær afsökun. Þið megið alveg nota hana! Svínvirkar.

Sendi þá fyrrverandi sjúkraþjálfanum mínum beiðni um að rifja upp fyrir mér hví ég skyldi fara tvisvar í viku á þann stað (meinti þá náttúrulega auk annars sem ég geri af miklum móð í hreyfingunni). Fékk ég þá ekki frá mínum pistil um gildi hreyfingar! Varð mjög móðguð og efaðist um að mínum kæra fyrrum sjúkraþjálfari væri sérlega mikið um mig gefið ;-). Ja amk að hann treysti því alls ekki að ég entist í líkamsræktarlífsstílnum mínum! Fuss og svei varð mjög móðguð!

Læt nú punktana fylgja mér með ykkur og mér til upprifjunar ef einhver okkar – einhvern tímann skyldi nú efast! Og minn hafið heimildaskrá og allt með – líklega vegna þess að einhvern tímann heimtaði ég slíkt – fannst það vissara ;-).

Um gildi hreyfingar
Hvers vegna skyldi fólk hreyfa sig reglulega?

Er það ekki bara erfitt, tímafrekt og leiðinlegt
(nema rétt á sumrin)
eða hangir eitthvað annað á spýtunni?

12 atriði er varða fyrrgreindar spurningar
sem vert er að íhuga:

Reynslan hefur sýnt að reglubundin hreyfing skilar eftirfarandi árangri:

1. Hjartað dælir betur.
Hjartað vinnur betur og þarf ekki að slá eins oft til að dæla reglubundnum skammti af blóði um líkamann. Hætta á hjartasjúkdómum minnkar. Of hár blóðþrýstingur getur lagast.

2. Góða kólesterólið vex.
Við reglubundna hreyfingu myndast af “slæma” kólesterólinu LDL sem getur leitt til kransæðasjúkdóma en framleiðsla á hinu “góða” HDL kólesteróli eykst. “Góða” kólesterólið flytur það “slæma” úr blóðinu yfir til lifrarinnar þar sem það eyðist.

3. Líkamlegur kraftur eykst.
Úthald batnar við alla líkamlega vinnu þar sem púlsinn lækkar. Þú verður ekki eins þreyttur á daginn.

4. Þú verðr sterkari og liðugari.
Vöðvarnir stækka og verða sterkari við þjálfun. Þeir vernda liðina betur þannig að líkur á bakeymslum minnka. Hreyfigeta og jafnvægi batnar, þú stjórnar líkamanum betur.

5. Kynorkan styrkist.
Röskur göngutúr eða önnur góð hreyfing á hverjum degi gerir að verkum að líkur á getuleysi minnkar um helming.

6. Lífslíkur aukast.
Sá sem hreyfir sig reglulega eykur lífslíkur sínar. Lífsgæðin aukast og vellíðan eykst.

7. Þú verður frískari.
Líkaminn verður úthaldsbetri og jafnar sig fljótar ef hann verður fyrir skaða. Ónæmiskerfið batnar og líkur minnka á kvefi.

8. Líkur á beinbroti minnka.
Reglubundin hreyfing hefur þau áhrif á beinin að þau verða sterkari. Niðurbrot á beinvefnum minnkar sem dregur úr beinþynningu.

9. Andlega hliðin verður sterkari.
Rannsóknir sýna að sá sem æfir sig reglulega tvisvar til þrisvar í viku er í betra andlegra jafnvægi og líkur á stressálagi minnkar.

10. Þú yngist.
Ekki er hægt að breyta staðreyndum um líkamlegan aldur. Andlegur aldur lækkar aftur á móti með því að sinna líkamanum vel.

11. Líkaminn brennir meira.
Útlit líkamans batnar og hann nýtir sér betur alla næringu í fæðunni. Líkamsfita minnkar, sykurbrennsla eykst og líkur minnka á að sykursýki 2.

12. Svefninn batnar.
Göngutúr, sund eða hjólreiðar í hálftíma seinni part dagsins gerir það að verkum að fólk sefur betur og hvílist þannig betur fyrir komandi dag. Varst skal þó að þjálfa stíft á kvöldin því erfitt getur verið að ná sér niður.

Heimildaskrá

http://hlaup.malbein.net/blog/?page_id=291

Hætt að borða verkefnið

Gengur vel þakka ykkur fyrir! Hef þó þurft að láta undan því að borða hádegismat, appelsínu og seríosdisk en annað hefur ekki inn fyrir mínar varir farið nema 1 kaffibolli og 1,5 l vatn. Og svo skal enn um sinn.

Grænmeti verður næsti fæðuflokkur sem fer inn fyrir mínar varir.

Smá setback – var að lesa að neysla engrar fæðu hægir á brennslu – svoldið leiðinlegt að heyra! verra þó að ég þarf að vera komin á Selfoss eftir nokkrar mínútur og ég eftir að gera allt þetta sem ég á eftir að gera!

Sigh- pigh og hallelúja er rokin.

P.s: Fann fyrstu árstína mína í sjönvarspfréttum í gær – mjög skemmtileg saga. Segi frá henni síðar – brosi að henni á heimleiðinni.

Í raunsæiskasti

Hef komist að þéirri niðurstöðu að flest það sem ég tek mér fyrir hendur og hef skoðun á skilar litlu sem engu. Kimi klúðrar formúlunni, ég léttist ekki neitt, drasla endalaust til í kringum mig, nenni ekki að taka til í garðinum og gleymi svo snúrinni að videovélinni sem þó átti að vera lykillinn að helgarvinnunni!

Sem sagt algjör!

Mitt í þessu raunsæiskasti hef ég því ákveðið að hætta að éta. Jamm. Þetta er hvort sem er allt spurning um ákvörðun. Og ákvörðunin er sem sagt þessi. HÆTTA AÐ BORÐA.

Það held ég að hljóti að vera leikur einn miðað við hitt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í mataræði. Þetta er svo miklu einfaldara. Borða bara ekki neitt.

Drekka vatn. Drekka svo meira vatn og eftir því sem örmögnunin nálgast, fá sér þá grænmeti. En það skal gjört í algjörri neyð.

Annað neyðarfæði verður skyr – er ekki til einhver svona skyrkúr? og svo ávextir. Að öðru leyti ætla ég að ganga út frá því að éta bara alls ekki neitt.

Drekka vatn!

Hið óumflýanlega mun þó gerast – matur fer inn fyrir mínar varir. En það verður hart barist á móti fæðuinntöku og henni frestað algjörlega út í hið endalausa.

Þetta á að skila einhvers konar meðvitund um það hvort ég sé að éta mér til dægrastyttingar eða jafnvel til þess að fresta því fjölmarga sem ég ætti að vera að gera – taka til – vinna í garðinu – sauma gardínur – já hvað sem er bara – nú eða hvort ég sé raunverulega glorsoltin.

Glorsoltin skal ég verða og kannski ég fái mér svona hnapp um hálsinn sem ég get þrýst í þann mund sem ég fell í yfirlið af hungri sulti og seyru. Ummmm það væri yndislegt. Og mér finnst danska eurovision lagið æði – og það er ekki bara af því þeir eru nágrannar og mér finnst það gott á Svía að hafa komist inn á dómaraatkvæðum og vera svo bara neðar en við! Og þó eru þeir líka nágrannar!

Og mér finnst russ-ÍA ekkert svo leiðinlegt lag.

Ég segi nú bara eins og Páll

…hvursu mörg eru eiginlega þessi -ía lönd? Úff! Fleiri en Danmörk og Noregur amk og á meðan svo er þá náum við ekki langt í þessari keppni! Við svona rétt slefuðum inn úr undankeppninni – vorum 8. inn – Svíþjóð og plastið þeirra var 10. Sigh…

En þetta var nú svo sem ekki sérlega gott lag – það var gert bókstaflega allt úr því sem hægt var og þessir flytjendur eru náttúrulega bara algjört æði. Þeim verður því ekki um kennt. Það gengur bara betur næst!

Ég er búin að borða vel af sælgæti þessa vikuna – jamm. Það svona bíður svoldið betri tíma að taka á því og að minnka matarskammtinn… Hann er óhóflega stór held ég. Borða oftar og minna í einu og bla bla bla – kann þetta allt. Geri þetta þegar námsmatið er búið. Og iss piss ég get alveg hætt að borða nammi sinkt og heilagt. Ég get eiginlega allt held ég eftir hjólatúrinn frá Ormsstöðum og ég hjólaði svo hratt svo ég héldi virðingu fisléttra og barnungra nemenda minna – vildi svona síður hægja mikið á þeim ;-). Ég tek hjólið með á Borg einu sinni í næstu viku og hjóla þetta aftur – það er alveg klárt og svo ætla ég að hjóla með Önnu Margréti einhvern morguninn í vinnuna. Það verður nú svei mér skemmtilegt.

Mér finnst frekar skemmtilegt að hjóla ég verð að segja það. Ekki er ég enn farin að taka fram golfkylurnar – verð að koma því að – en það er nú búið að vera svoldið mikið að gera undanfarið – og ég missi víst vitið í námsmati segja mér kunnigir…

Sigh…

Ég er smááááá þreytt á því að vera ég. Ég vildi að ég væri öðruvísi og gæti bara lést um 50 kíló á ári… já þó ekki væri nema 20. En það er víst ekki mín leið og því verð ég að vera glöð að þyngjast ekki – því það eru víst ekki margir sem halda því sem þeir hafa lést þegar þeir eru svona ægilega ægilega ægilega miklar fitubollur eins og ég… Reyna að horfa á björtu hliðarnar og vinna sig áfram með þær að vopni en ekki svipuna vondu – þú ert aumingi. Makalaust hvað mér finnst ég samt vera mikill auli, lin við sjálfa mig og svindlari af guðs náð.

En jamm Nokkur próf sem ég þarf að gera á morgun í enskunni og klippa eins og eina ART mynd frá nemendum mínum (Anger Replacement Thearapy). Sem sagt nóg að gera – og ég verð lengi í vinnunni á mánudag svo ekki fer ég í Styrk þá. Ég þarf að hafa tilbúin námsmatblöðin svo þau geti farið heim þann dag en obbinn fór nú heim í möppunni í gær. Svo er þetta nú bara að verða búið – vordagar á fimmtudag og föstudag, foreldradagur á miðvikudag, vorhátíð á mánudag, skólaslit á þriðjudag í næstu viku og svo 3 starfsdagar. Þeir fara í námskrárgerð, pakka niður drasli og rykverja það því það eru einhverjar framkvæmdir í skólanum í sumar vænti ég. Ég tek svo bara til í haust.

Ég þarf að muna að panta enskuefni…

En nú er ég hætt þessu masi! Góða nótt