24 stundir í gær

er bara alveg stútfullt af góðum greinum. Ein sú besta þá og nú var grein Illuga um brjálaða hagræðinginn frá Yale. Ég get svarið að ég kannaðist við eitt og annað og byrjunin var algjör snilld:

,,Þegar ég heyrði í kvöldfréttum sjónvarpsins á fimmtudaginn viðtal við Gylfa Magnússon dósent í Hagfræði við Háskóla Íslands, þá hnykkti mér illa við. Því hvernig stóð á því að Háskóli Íslands hafði ráðið í svo virðulegt embætti þjóðhættulegan óeirðasegg? Var maðurinn kannski kommúnisti? Íslamskur hryðjuverkamaður? Náttuverndarsinni á vegum Saving Icelands? Eða jafnvel útsendari Baugsveldisins?

Hann hlaut að minnsta kosti að vera eitthvað skrítinn, því boðskapur Gylfa var hvorki meira né minna en sá að peningamálastjórn Seðlabanka Íslands væri ónýt.“

Svona einhvern veginn byrjaði hún. – Og boy do I know the feeling. Það er búið að kenna manni að halda að menn sem tali gegn Davíð og hans kumpánum séu bara hreinlega klikkaður og beri að loka inni eða amk forða því að þeir tali framar í fjölmiðla.

Það er sama hvort þeir eru frá Yale eða annars staðar – þeir eru ansar allir saman. Og þessi vill fá nýja menn í Seðlabankastjórn – skipta þeim Hannesi Hólmsteini (hvernig á hann nú þá að borga allar skuldirnar sínar?) og Halldóri Blöndal (jú jú hann er í stjórn Seðlabankans!!!) svo ekki sé minnst á einn bankastjórann sjálfa – Davíð Oddson sem hefur hærri laun en forsetinn sem slíkur að viðbættum lífeyrinum sem hann skammtaði sér sem ráðherra. Allt þetta fer Illugi í gegnum og gerir það listavel. Og Gylfi vill innlenda og erlenda menn sem hafa aflað sér trausts með störfum sínum – ja hérna hér. Það væri það að einhver með peningavit settist í Seðlabankann. Mér sýnist amk að Hannes blessaður eigi í nægum vandamálum með sín fjármál þó hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af þjóðarskútunni líka.

Annars var lika viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing sem kenndi mér stærðfræði í ML. Sá vildi að ég færi strax og samstundis að vinna í fiski því greind mín leyfði ekki önnur eða flóknari viðfangsefni. Ég sá þegar að maðurinn hafði ótrúlega lítið innsæi og vantaði verulega skilning á nemendum sínum – fannst hann fyndinn og kostulegur, fígúra. Eftir þetta hef ég haft gaman af að fylgjast með honum og heyra hvað hann segir. Í sumu hefur hann meira innsæi en á nemendum sínum og rétt eins og mér fannst þessi starfsráðgjöf hans vera fyndin og úr kortinu þá er svo um annað líka hjá honum. En það var svo sem rétt hjá honum að ég sýndi ekki neina snilldartakta í stærðfræðinni fyrr en ég uppgötvaði að vinkona mín lét mig ekki hafa glósurnar úr fyrsta formúlutímanum og ég hafði aldrei um formúlur, sannanir eða þetta merkilega blað heyrt fyrr en Ásmundur bað um að fá að sjá það á einu námskeiðinu hjá honum. Það var allt annað líf að hafa þessar formúlur fyrir framan sig – ég skyldi aldrei hvernig maðurinn gat fengið þessar talnarunur á töflunni til að virka svona fínt fyrr en ég fékk þær, lærði að sanna þær aftur á bak og áfram. Já það var nú meiri sælan. Það var dagurinn sem ég bara lærði að elska Algebru. En það var nú ekki honum Guðmundi mínum að þakka. Hann skrifaði á töfluna með annarri og strokaði út með hinni og skrækti svo fiskvinnslusögur að okkur er við dirfðumst að spyrja.

Já ég kunni bara vel við hann Guðmund og kann enn.

Hugdettur

-Mér dettur eitthvað alveg magnað í hug – ah verð að skrifa þetta hjá mér hugsa ég og svo bara hviss bang man ég það ekki lengur og veit allt í einu ekkert um hvað ég ætti að blogga. Merkilegt eins og ég hugsa ótrúlega margt magnað ;-).

En svo bara man ég ekki neitt!

Sigh – aumingja þið að missa af því! Ég upplifi það þó einu sinni í smá stund rétt á meðan ég hugsa það – þó ég gleymi því svo sem um leið, samstundis og strax. Híhí!

en nóg um það!

Mér finnst mjög asnalegt að það sé búið að framlengja umsóknarfrestinn í Khí – hrmpf – þá fæ ég svar kannski ægilega óskaplega seint…ah kannski ekkert seinna en ella – vonandi ekki.

Við sóttum um þróunarstyrk í skólanum fyrir námsmatsmöppurnar mínar – já og námsmat yfirleitt. Vonandi fáum við hann – og vonandi kemst ég í Kennó til að sinna þessu líka þar – fara til Meyvants í námsmatsáfanga ó já. Vonandi kemst ég inn.

En nóg að sinni

Föstudagur

…og það eru ansi margir föstudagar síðan íþróttataskan hefur ekki verið í aftursætinu! Enginn Styrkur og ekki neitt á planinu í dag. Nenni ekki vantar 1200 hitaeiningar til að ná markmiðum vikunnar hjá Polla – sé til hvað ég geri í því! Líklega ekki neitt…

Eitt fatt:

Beinhimnubólga er að hluti af því sem er að hrjá mig í fótunum.
Flís um kálfa stórlagar ástandið. Hef ekki verið betri í næstum ár í löppunum hvað varðar verki. Er helaum undir hælnum samt og slæm í ökklanum. Ætla að prófa hlýja sokka og eitthvað um ristarnar og sjá hvað það gerir. Aum hásin er líka að plaga mig!

Annað fatt:

(eða lygi að sjálfri mér) Nú tek ég gönguna á morgnana föstum tökum bæti svo styrkferðum inn í – í næstu viku. 1 – 2.

Þriðja fattið:

Það er undursamlegt að ganga úti á morgnana

fjórða fattið:

Ég þarf að undirbúa ákveðin verkefni mun betur en ég hef gert.

Fimmta fattið:

7 vikur eftir af skólanum.

Mörg fött ;-).

Mikið er gott að hafa helgarfrí. Og ég hef ekki farið í sjúkraþjálfun í 5 vikur að verða og þá ekki hitt eða heyrt í sjúkraþjálfaranum mínum fyrrverandi. Viðbrigði það.

Veröld Ingveldar án sjúkraþjálfarans er staðreynd.

vorleg og fín veröld og fátt að henni ;-). En svoldið gasalegt að eiga eftir að losna við 70 kíló og vera á þeim stað sem ég er núna í því öllu saman. En ég krafsa mig áfram.

Bestu kveðjur frá Ingu pingu 43 ára 😀

Eitt og annað um fatt

Þegar ég fatta eitthvað þá skil ég það mjöööög vel – alveg inn að innsta kjarna þess ;-). Nú það er sem sagt eitt að vita í mínu tilfelli en að fatta. FATT er mjög merkilegt og ég fatta allt mögulegt sem ég veit og þá verður virknin svona líklegri til að loða við mann ;-). Stundum þarf ég að fatta hlutina með reglulegu millibili – og stundum gleymast fött… Og þá þarf að byrja alveg upp á nýtt!

Hér eru nokkur nýleg fött:

Það er nokkuð vit í því sem Bandaríkjamenn nota sem slagorð gegn offitufaraldrinum þar, fitandi mat og skammtastærðunum – sem eru vel að merkja ROSALEGAR: Make the right choice – boy hvað þetta snýst um það alltaf hreint. Fækka hinum – útrýma erfitt ef raunsæið ríkir en fækka þeim verulega.

Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fara að sofa klukkan 10 og ekki seinna. Þá vakna ég eins og fjöður klukkan sex – get sprangað út með hundinn og átt svona líka ljómandi dag

ahhh nú datt ég út þar sem ég var trufluð og klukkustund leið. Öll fött gleymd…

Kannski man ég þau síðar 😉

Kveðja Inga sem er allt í einu fattlaus!

taka til taka til

Hér bjuggu Indjánar fyrir margt löngu. Gvöð þessi ferð var öll svo merkileg…
ég veit nú ekki hvernig mér dettur í hug að ég nenni ekki neinu ;-). Nú er ég í þessu ógnarinnar átaki í að taka til í Bandaríkjamyndunum – og það er mjööööööööög mikil vinna. híhíhí – og svo koma jafnvel myndatextar einhvern tímann líka.

Kveðja frá Ingu duglegu

huhummm

Formúla og letilíf

Ég nenni engu. Nenni ekki að gera NEITT og hef ekki uppi áform um að gera nokkurn skapaðan hlut í náinni framtíð.

Ég ætla samt í Styrk á morgun og kaupa mér árskort… Ekki annað í boði.

Hreyfiáætlun – orð eru til alls fyrst:

Mánudagur – föstudagur ganga í Hellisskógi 6:20, hafragrautur að henni lokinni – fer með Palla og Bjarti. Algjör skylda og must. I can do it!

Styrkur – lyftingar og brennsla í 20 plús mínútur.

Þriðjudagur – ganga
Miðvikudagur – ganga
Fimmtudagur – ganga og blak
Styrkur – lyftingar og brennsla 20+

Laugardagur og Sunnudagur – hjól og svo frídagur annar.

Þarf að fara að horfa á f1 aðeins meira

ReBoot

Ég er að komast af lirfutímabilinu. Ég ætla að verða fallegt svart og appelsínugult fiðrildi. …eða kannski fjólublátt.

Gæti ekki verið raunin að ég hafi bara hreyft mig allt of mikið og ætti bara að hætta því og hjóla bara svona eins og 20 mínútur þegar ég nenni því ;-).

Æ ég er svoldið uppgefin á þessu öllu saman og mér þar með talinni.

Umbreyting er að minnsta kosti alveg nauðsynleg.

Persónuleikaskipti kæmu sér ekki illa heldur…

híhí

Sofi sofi sof

Eða ekki…

Bara get ekki sofið -eins og ég er syfjuð á daginn! Úff…

Litla vesalings sjálfsmeðaumkunardramadrottningin er alveg að bugast yfir þessu. En ég ætla að gera ein tilraun enn… Svo verð ég náttúrulega að koma einhverju lagi á þetta hjá mér…

Lítur ekki vel út satt að segja…

en á morgun ætla ég að finna til dót í íþróttatöskuna mína – og gera eitthvað…

Ætti ég að kaupa mér árskort í styrk sem heitir toppsport?

Ég á engan sjúkraþjálfara lengur held ég…

Líklega orðinn óþarfur. Nú er þetta bara ég.

Og ég þarf að fara á vigtina. Ná tökum á tilverunni en til þess má ég ekki vera svona óskaplega syfjuð á daginn alltaf hreint…