..frekar flott ljóð hjá honum Jóni verð ég að segja. Sigh…
Ég hef nú svolítið verið að velta því fyrir mér hvort ég sé lasin en ég kem því ekki með nokkru móti að! Í morgun lá ég lengi vel – ja svona í nokkrar mínútur og gáðu hvort ég væri lasin en niðurstaðan var að sú var ekki raunin og reyndist það rétt mat. En ég er svona svoldið tusukuleg…
Bakið aumt og hægri mjöðmin – stóra bakvöðvafestingin að stríða mér en allt lagaðist þetta nú í hálftíma göngunni – svona more or less. Svo fékk ég mér hafragraut og dreif mig í vinnuna og kom bara ýmsu í verk ;-). Ægilega gott að vera byrjuð að vinna svona rétt rúmlega hálf átta – voða gott – vildi alveg vera komin fyrr en þá þyrfti ég að vakna um fjögur og ég er ekki viss um að Páll minn tæki það í mál ;-).
Það er gaman í skólanum og krakkarnir eru bara næstum alveg eins og ég vil hafa þá – híhí! Og það er nú ekki amalegt.
Nýr kjarasamningur – ekki sýnist mér hann nú vera til þess að hrópa húrra fyrir – þeir tala um greiðslan sem komi 1 júní sé leiðrétting á yfirborgunum sem þegar eigi sér stað – ekki fengum við´neitt svoleiðis hér á Suðurlandi. Ég harma það. Slæmt að sveitarfélög meti ekki kennarana sína jafnt.
Og svo er ég óumræðilega leið vegna þessa máls í Austurríki. Oh my god hvernig getur svona lagað gerst?
Hællinn er aumur undir vinstra megin og aftan til vinstri líka. Ristin er miklu betri og verkirnir allir minni en ég er ekki góð og ég átti svolítið erfitt með gang í morgun útaf þessu og verkirnir orðnir verulegir í lok hálftímans. En ég ætla ekki að gefast upp og svo fer ég að hjóla á fullu – þegar hjólið mitt finnst.
Nóg að sinni – já enginn styrkur í dag því ég tók forföll. Hef fengið leyfi til þess að fara fyrr á morgun í staðinn og þá stefni ég á Styrkferð enda ekki annað inni í myndinni.