Það er svolítið gaman af Kimi í Formúlunni – stundum er bara alveg kristaltært að hann vinnur mót. Eða ég er bara svona ótrúlega klár í að spá í úrslit 😉 því stundum bara VEIT ég hver vinnur. Þegar ég verð farin að kaupa mér hjálm eftir í liðsstjóraleiknum á www.formula.is þá verð ég orðin fullnuma í að nýta mér snilli mína ;-).
Ég hef verið í nokkra daga í bústað – ásamt því að fara í vinnu á föstudag – í alveg frábært verkefni sem tengdist degi umhverfisins. Juuu hvað það var skemmtilegt:
4 stöðvar – 1 kokkað í kjarri – bakað brauð og grillaðar pulsur yfir opnum eldi á greinum, 2 Allt í drasli – tekið til á skólalóðinni, 3 Klippt og skorið, grisjaður og snyrtur skógurinn við göngustíginn og greinarnar kurlaðar og svo 4 Lost – ratleikur. Ji minn eini hvað þetta var skemmtilegt.
Og svo var bara slappað af alveg út í eitt með litlum hléum. Bjartur hafði það alveg óskapleg gott með okkur. Mikið naut hann sín.
Nú jæja hvað var það nú fleira. Bráðum kemur náttúrulega sumarið og það er nátturlega voða gaman líka ;-). En þangað til er best að reyna allt sem maður getur til þess að nýta tímann sem best.
Mataræðið var í voða og vitleysu og það er því full ástæða til þess að gera eitthvað í því. Það vantar svona eins og eina stóra og svera æfingu á viku en annars er ég bara góð hvað hana varðar – ja svona allt að því – huhumm.
Mig vantar samt taktinn og mér finnst ég vera svolítið ein í þessu þarna í Styrk en er ægilega ánægð með að Palli kemur með mér á morgnana. Það er frábært. Lappirnar eru þokkalegar, er enn hölt en er algjör hátíð miðað við síðasta árið held ég bara.