Ekkert um að ske. Vorið læðist inn og endunum fjölgar á Ölfusá. Heyrst hefur af lóum en við heyrðum ekki í neinni í morgun en þrestirnir eru farnir að syngja sig hása og það er bara að gerast í dag og í gær.
Bjartur er alveg að verða búinn að átta sig á því að hann hvorki getur flogið né hlaupið eins hratt og fuglinn fljúgandi. Það minnkar asann á honum til muna.
Nú þarf ég ekki að átta mig á neinu öðru en því að húsið mitt er ekki búið þeim búnaði að taka til í sér sjálft. Enginn gerir það nema ég svo það er best að átta sig fullkomlega á því sem fyrst svo innivera verði bærilegri og heilsusamlegri á köflum. En það er nú að koma helgi og þar sem ég er svona hress orðin af morgungöngunum þá hlýtur einhver tiltektargjörningur að eiga sér stað á næstu dögum.
Ég labba sem sagt enn á morgnana og vakna korter í sex – er komin í skólann um hálf átta sem er dásamlegt.´
Ég ætla svo í sjúkraþjálfaralausan Styrk og lyfta pínu pons og hjóla – koma mér í gírinn í lyftingunum. Jamm – er hálf andlaus á því sviðinu sem og mataræðinu. Vantar herslumuninn og einhvern veginn er undanlátssemin of mikil.
En nú er ég komin með tvær dagsetningar sem ég á að stefna á – ægilega fín verðlaun í boði 😀
Vor og þrestir og drasl og dót. Fer allt vel saman. Taka til, lyfta og gannga passar líka vel fyrir suma.
Líkar viðLíkar við
tíhíhí og hver ert þú? Þín Inga
Líkar viðLíkar við
já er þetta svona í þínu húsi, ætli þetta sé að ganga á Selfossi þessa dagana, ef þú færð þér göngutúr kíktu þá á mig aldrei að vita nema ég skelli mér fáeina metra með þér:)
Líkar viðLíkar við
leiðinda hús! Kannski er þetta bara í okkar hverfi! Ég lít við. Skoða kerti þó ekki væri annað.
Líkar viðLíkar við
Vor og þrestir, drasl og dót það er Dísa systir…..nema hvað !
Líkar viðLíkar við