Ekkert og allt

Ekkert um að ske. Vorið læðist inn og endunum fjölgar á Ölfusá. Heyrst hefur af lóum en við heyrðum ekki í neinni í morgun en þrestirnir eru farnir að syngja sig hása og það er bara að gerast í dag og í gær.

Bjartur er alveg að verða búinn að átta sig á því að hann hvorki getur flogið né hlaupið eins hratt og fuglinn fljúgandi. Það minnkar asann á honum til muna.

Nú þarf ég ekki að átta mig á neinu öðru en því að húsið mitt er ekki búið þeim búnaði að taka til í sér sjálft. Enginn gerir það nema ég svo það er best að átta sig fullkomlega á því sem fyrst svo innivera verði bærilegri og heilsusamlegri á köflum. En það er nú að koma helgi og þar sem ég er svona hress orðin af morgungöngunum þá hlýtur einhver tiltektargjörningur að eiga sér stað á næstu dögum.

Ég labba sem sagt enn á morgnana og vakna korter í sex – er komin í skólann um hálf átta sem er dásamlegt.´

Ég ætla svo í sjúkraþjálfaralausan Styrk og lyfta pínu pons og hjóla – koma mér í gírinn í lyftingunum. Jamm – er hálf andlaus á því sviðinu sem og mataræðinu. Vantar herslumuninn og einhvern veginn er undanlátssemin of mikil.

En nú er ég komin með tvær dagsetningar sem ég á að stefna á – ægilega fín verðlaun í boði 😀

5 athugasemdir á “Ekkert og allt

  1. já er þetta svona í þínu húsi, ætli þetta sé að ganga á Selfossi þessa dagana, ef þú færð þér göngutúr kíktu þá á mig aldrei að vita nema ég skelli mér fáeina metra með þér:)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd