Hugdettur

-Mér dettur eitthvað alveg magnað í hug – ah verð að skrifa þetta hjá mér hugsa ég og svo bara hviss bang man ég það ekki lengur og veit allt í einu ekkert um hvað ég ætti að blogga. Merkilegt eins og ég hugsa ótrúlega margt magnað ;-).

En svo bara man ég ekki neitt!

Sigh – aumingja þið að missa af því! Ég upplifi það þó einu sinni í smá stund rétt á meðan ég hugsa það – þó ég gleymi því svo sem um leið, samstundis og strax. Híhí!

en nóg um það!

Mér finnst mjög asnalegt að það sé búið að framlengja umsóknarfrestinn í Khí – hrmpf – þá fæ ég svar kannski ægilega óskaplega seint…ah kannski ekkert seinna en ella – vonandi ekki.

Við sóttum um þróunarstyrk í skólanum fyrir námsmatsmöppurnar mínar – já og námsmat yfirleitt. Vonandi fáum við hann – og vonandi kemst ég í Kennó til að sinna þessu líka þar – fara til Meyvants í námsmatsáfanga ó já. Vonandi kemst ég inn.

En nóg að sinni

Færðu inn athugasemd