…og það eru ansi margir föstudagar síðan íþróttataskan hefur ekki verið í aftursætinu! Enginn Styrkur og ekki neitt á planinu í dag. Nenni ekki vantar 1200 hitaeiningar til að ná markmiðum vikunnar hjá Polla – sé til hvað ég geri í því! Líklega ekki neitt…
Eitt fatt:
Beinhimnubólga er að hluti af því sem er að hrjá mig í fótunum.
Flís um kálfa stórlagar ástandið. Hef ekki verið betri í næstum ár í löppunum hvað varðar verki. Er helaum undir hælnum samt og slæm í ökklanum. Ætla að prófa hlýja sokka og eitthvað um ristarnar og sjá hvað það gerir. Aum hásin er líka að plaga mig!
Annað fatt:
(eða lygi að sjálfri mér) Nú tek ég gönguna á morgnana föstum tökum bæti svo styrkferðum inn í – í næstu viku. 1 – 2.
Þriðja fattið:
Það er undursamlegt að ganga úti á morgnana
fjórða fattið:
Ég þarf að undirbúa ákveðin verkefni mun betur en ég hef gert.
Fimmta fattið:
7 vikur eftir af skólanum.
Mörg fött ;-).
Mikið er gott að hafa helgarfrí. Og ég hef ekki farið í sjúkraþjálfun í 5 vikur að verða og þá ekki hitt eða heyrt í sjúkraþjálfaranum mínum fyrrverandi. Viðbrigði það.
Veröld Ingveldar án sjúkraþjálfarans er staðreynd.
vorleg og fín veröld og fátt að henni ;-). En svoldið gasalegt að eiga eftir að losna við 70 kíló og vera á þeim stað sem ég er núna í því öllu saman. En ég krafsa mig áfram.
Bestu kveðjur frá Ingu pingu 43 ára 😀