Jibbí frí á morgun

Ég held ég ætti að loka mig inni í sumar og skrifa bók. Svo þarf ég endilega að fara að fara í Styrk…

Jamm þyrfti þessss

Ég labba samt á morgnana…
Það er svo eiginlega alveg það eina sem ég geri rétt 😀

Vinn of mikið, hef skoðanir á of mörgu – verið nú fegin að ég helli þeim ekki öllum yfir ykkur. Veit samt að ég hef of oft rétt fyrir mér. Jamm margsannað mál 😉

Vorið er komð og grundirnar gróa

..frekar flott ljóð hjá honum Jóni verð ég að segja. Sigh…

Ég hef nú svolítið verið að velta því fyrir mér hvort ég sé lasin en ég kem því ekki með nokkru móti að! Í morgun lá ég lengi vel – ja svona í nokkrar mínútur og gáðu hvort ég væri lasin en niðurstaðan var að sú var ekki raunin og reyndist það rétt mat. En ég er svona svoldið tusukuleg…

Bakið aumt og hægri mjöðmin – stóra bakvöðvafestingin að stríða mér en allt lagaðist þetta nú í hálftíma göngunni – svona more or less. Svo fékk ég mér hafragraut og dreif mig í vinnuna og kom bara ýmsu í verk ;-). Ægilega gott að vera byrjuð að vinna svona rétt rúmlega hálf átta – voða gott – vildi alveg vera komin fyrr en þá þyrfti ég að vakna um fjögur og ég er ekki viss um að Páll minn tæki það í mál ;-).

Það er gaman í skólanum og krakkarnir eru bara næstum alveg eins og ég vil hafa þá – híhí! Og það er nú ekki amalegt.

Nýr kjarasamningur – ekki sýnist mér hann nú vera til þess að hrópa húrra fyrir – þeir tala um greiðslan sem komi 1 júní sé leiðrétting á yfirborgunum sem þegar eigi sér stað – ekki fengum við´neitt svoleiðis hér á Suðurlandi. Ég harma það. Slæmt að sveitarfélög meti ekki kennarana sína jafnt.

Og svo er ég óumræðilega leið vegna þessa máls í Austurríki. Oh my god hvernig getur svona lagað gerst?

Hællinn er aumur undir vinstra megin og aftan til vinstri líka. Ristin er miklu betri og verkirnir allir minni en ég er ekki góð og ég átti svolítið erfitt með gang í morgun útaf þessu og verkirnir orðnir verulegir í lok hálftímans. En ég ætla ekki að gefast upp og svo fer ég að hjóla á fullu – þegar hjólið mitt finnst.
Nóg að sinni – já enginn styrkur í dag því ég tók forföll. Hef fengið leyfi til þess að fara fyrr á morgun í staðinn og þá stefni ég á Styrkferð enda ekki annað inni í myndinni.

Eitt og annað

Það er svolítið gaman af Kimi í Formúlunni – stundum er bara alveg kristaltært að hann vinnur mót. Eða ég er bara svona ótrúlega klár í að spá í úrslit 😉 því stundum bara VEIT ég hver vinnur. Þegar ég verð farin að kaupa mér hjálm eftir í liðsstjóraleiknum á www.formula.is þá verð ég orðin fullnuma í að nýta mér snilli mína ;-).

Ég hef verið í nokkra daga í bústað – ásamt því að fara í vinnu á föstudag – í alveg frábært verkefni sem tengdist degi umhverfisins. Juuu hvað það var skemmtilegt:

4 stöðvar – 1 kokkað í kjarri – bakað brauð og grillaðar pulsur yfir opnum eldi á greinum, 2 Allt í drasli – tekið til á skólalóðinni, 3 Klippt og skorið, grisjaður og snyrtur skógurinn við göngustíginn og greinarnar kurlaðar og svo 4 Lost – ratleikur. Ji minn eini hvað þetta var skemmtilegt.

Og svo var bara slappað af alveg út í eitt með litlum hléum. Bjartur hafði það alveg óskapleg gott með okkur. Mikið naut hann sín.

Nú jæja hvað var það nú fleira. Bráðum kemur náttúrulega sumarið og það er nátturlega voða gaman líka ;-). En þangað til er best að reyna allt sem maður getur til þess að nýta tímann sem best.

Mataræðið var í voða og vitleysu og það er því full ástæða til þess að gera eitthvað í því. Það vantar svona eins og eina stóra og svera æfingu á viku en annars er ég bara góð hvað hana varðar – ja svona allt að því – huhumm.

Mig vantar samt taktinn og mér finnst ég vera svolítið ein í þessu þarna í Styrk en er ægilega ánægð með að Palli kemur með mér á morgnana. Það er frábært. Lappirnar eru þokkalegar, er enn hölt en er algjör hátíð miðað við síðasta árið held ég bara.

Nei takk nú er ég gráti nær

…mér er sama hver missir af flugvél, eða verður seinn í vinnuna eða bara hvað sem er: ÉG VIL EKKI AÐ LÖGREGLAN HAGI SÉR EINS OG HÚN HEFUR HAGAÐ SÉR Í DAG!

Ég sit bara hér og fæ tár í augun – nei takk! Ég afber þetta ekki.

Hvað svo sem má segja um mótmæli almennt þá verðum við nú að fá að bera þau fram við og við – falún gong, Saving Iceland eða hvað eina. Fólk verður bara að fá að hafa skoðanir og stundum sýður upp úr og þá á löggan að vera fyrirmynd okkar og róa niður og fara með friði.

Ráðast á karlagreyin og draga þá með buxurnar niður um sig – brjótandi bíla og hvað eina. Nei takk. Ég á aldrei eftir að líta lögregluna sömu augum eftir það sem ég sá í sjónvarpinu í dag.

SVEI ATTAN Björn Bjarnason og fleiri

Gleði og beinhimnubólga

Ef ekki væri fyrir Nizza stykki hálfétið og ókjörin öll af súkkulaðihjúpuðum vínberjum þurrkuðum þá væri ég í firna góðum gír. En ég hef enn þá von að ég sleppi nammideginum á föstudaginn og láti þetta gott heita þessa vikuna! Já og ég nákvæmlega núna þar sem sykurinn vellur út um öll vit og ógleðin ræður ríkjum finnst mér hreint ekki ótrúlegt að ég snerti sælgæti aldrei framar 😉

Nú jæja en konan er nú samt í fínum gír:

Ég er búin að ná af mér kílóunum tveimur sem ég bætti á mig í USA eða kannski frekar vikunni þar á eftir – og hef því lést um 2 kg á síðustu viku.

Ég fer í Styrk og viti menn ég kann svona ægilega vel við mig og finnst ég svo miklu grennri betri og stórkostlegri eftir hverja ferð. Þið sem sagt megið minna mig á að þetta er mér mikils virði og gerir mér gott.

En þar sem ég er í Styrk – og ég hef jú farið 4 sinnum á síðustu 7 dögum þá bara svitna ég og svitna. Ég veit nú ekki hvursu kunnug þið eruð mínum svitakirtlum en þeir eru amk ekki mjög virkir og ég fyllist þvílíku stolti ánægju og heilagleika yfir eigin ágæti þegar einn svitadropi nær að renna niður enni mitt og ofan í auga á hverri 2 tíma æfingu. En núna – já núna – núna er öldin önnur. Mín bara svitnar og svitnar og svitnar og svitnar og þarf að hafa með sér handklæði næst því vökvatapið er slíkt útum þessar litlu holur svitans.

Nú og hvað veldur?!?

Það væri þó ekki að skila sér morgunröltið? á hverjum virkum degi í 25 – 30 mínútur stollar konan eftir Ölfusá með hund og mann – já eða mann og hund misjafnlega langt á undan sér eða til hliðar við sig, skoðar endur og syngur hamingjuóð til vorsins.

Ja það væri það? Ég náði amk fínum árangri þegar ég labbaði þarna um árið – eitt haust og vor ef ég man rétt og annað hálft haust 😉 og vonandi verður það bara raunin núna. Ef þið viljið bæta lífsgæði ykkar og gleði um 100 stig þá skuluð þið fara út að labba í morgunsárið. Þvílík byrjun á deginum. Ég hef bara verið glöð síðan ég segi það satt. Morgunmatur á eftir og komin í vinnuna klukkan hálf átta albúin að gera eitthvað smá af viti ;-). Jummi jumm

Nú annað… Beinhimnubólga. Úff PÚFF. Þið skuluð nú ekki vanmeta þann fjanda! Ég er áreiðanlega með þennan þarna síðasta og nú skunda ég til læknis og athuga hvort ég sé nokkuð í hætti með að fá drep! Nei nei ég hef nú ekki neinar áhyggjur af því en ég sem sagt fékk mér legghlífar og svo var ég nú pínu að versna í gær eftir styrk og göngurnar allar og þá svaf mín í lopasokkum í nótt að auki (er frekar sexy fyrir og svartar legghlífar og hvítir lopasokkar skemma náttúrulega ekki fyrir!). Ég er bara góð í dag og er ekki sérlega hölt og að mestu laus við þann viðbjóðslega sársauka sem fylgdi þessu helv…

Svoldið montin sko – þetta einkennir keppnisfólk í íþróttum og sú sem fann þetta svona greinilega hjá mér er nuddari og mikil frjálsíþróttakona og kannaðist við lýsinguna hjá mér – ojá. Gott að eiga góða að þegar maður á eiginlega engan sjúkraþjálfara lengur.

Fatt – endurtekið

Sum fött þurfa að verða oftar en önnur. Þau einhvern veginn gleymast svo auðveldlega – eða þá að það er sérlega erfitt að tileinka sér þau!

Ég held ég ætti að hætta að vesenast svona mikið… Try to keep it simple…

That will be the day – híhí

Hvað ætli númerið hjá sála sé…

Nú jæja! Kannist þið við fyrstu mínútur dagsins: ..Þetta þarf ég að gera í dag“ og jafnvel ef það er frídagur ,,…ummmm þetta get ég gert í dag!“

Ég get horft á góða mynd!
Víhí það er þurrkur – hengi út á snúru
…svo gæti ég jafnvel tekið til – svoldið ,í vinnuherberginu oh það væri alveg dásamlega kærkomið!

æ svo nenni ég kannski ekki bara neinu! Læt bara lítið fyrir mér fara! Á það skilið.









hmmm… Polli og æfingarnar – sigh!
Skulda víst svoldið í hreyfingunni. Ganga? nah nenni því ekki! Dj ég verð að fara að fara í Styrk, ég verð að brjóta múrinn mar… Gengur ekki að láta þetta vaxa sér svona í augum…

Ætli ég komist í buxurnar sem ég keypti fyrir USA ferðina, ennþá… Klárlega ekki og ég ætla ekki að gá að því!

Svo fæ ég bara bikar í næstu viku frá Polla – skiptir ekkert öllu máli að fá þennan bikar – annasöm vika að baki og svo datt blakið nú út – það er ekki við allt ráðið svo sem…

Niðurstaðan var sem sagt sú að gera helst ekki neitt – alveg eins og sunnudagar eiga að vera!

En Inga litla er nú svoldið seig og dreif sig í buxurnar og þær passa enn og eru svo sem ekki mikið þrengri – nú og svo geystist hún í Styrk og æfði smá og ponsu efri hluta líkamann auk smá brennslu. Engin dúnduræfing en mín fór og tók hana alla – gleymdi að teygja. Fæ klárlega strengi á morgun. Sigh

Svo er bara að byrja á matardagbókinni á morgun og breyta lífi sínu hægt og bítandi til hins betra á ný.

I can do it – svo ég tali meiri úttlensku!

Ekkert og allt

Ekkert um að ske. Vorið læðist inn og endunum fjölgar á Ölfusá. Heyrst hefur af lóum en við heyrðum ekki í neinni í morgun en þrestirnir eru farnir að syngja sig hása og það er bara að gerast í dag og í gær.

Bjartur er alveg að verða búinn að átta sig á því að hann hvorki getur flogið né hlaupið eins hratt og fuglinn fljúgandi. Það minnkar asann á honum til muna.

Nú þarf ég ekki að átta mig á neinu öðru en því að húsið mitt er ekki búið þeim búnaði að taka til í sér sjálft. Enginn gerir það nema ég svo það er best að átta sig fullkomlega á því sem fyrst svo innivera verði bærilegri og heilsusamlegri á köflum. En það er nú að koma helgi og þar sem ég er svona hress orðin af morgungöngunum þá hlýtur einhver tiltektargjörningur að eiga sér stað á næstu dögum.

Ég labba sem sagt enn á morgnana og vakna korter í sex – er komin í skólann um hálf átta sem er dásamlegt.´

Ég ætla svo í sjúkraþjálfaralausan Styrk og lyfta pínu pons og hjóla – koma mér í gírinn í lyftingunum. Jamm – er hálf andlaus á því sviðinu sem og mataræðinu. Vantar herslumuninn og einhvern veginn er undanlátssemin of mikil.

En nú er ég komin með tvær dagsetningar sem ég á að stefna á – ægilega fín verðlaun í boði 😀

Allt í góðu bara

Mín með besta móti 😉

Gengið á hverjum morgni – my god hvað það er undursamlegt þó það sé stundum 11 stiga frost já eða sex – þá fer þetta nú allt að koma – og ekki er Ölfusáin síðri í kuldanum en vindbelgingnum og rigningarsuddanum 😉 -Get ekki sagt ég sakni hans.

Búin að kaupa kort í styrk í 3 mánuði – ætla svona aðeins að sjá hvernig þetta þróast. En ég er voða glöð með að hafa gert það.

Þarf svo bara að muna það að nú er ég að hefja átakið – hálft kíló á viku! Muna það alltaf – ekki bara eftir að ég át kexið!

Sigh