Ég held ég þurfi að fara að pakka – seriously“.
ÉG er alveg að fara yfir um af því hvernig ég get látið – verð að gera allt á síðustu stundu annars bara er allt í voða. Sem það er náttúrulega hvort sem er.
En nú er ég farin í það að pakka.
Upprisa Ingveldar 2
Ég held ég þurfi að fara að pakka – seriously“.
ÉG er alveg að fara yfir um af því hvernig ég get látið – verð að gera allt á síðustu stundu annars bara er allt í voða. Sem það er náttúrulega hvort sem er.
En nú er ég farin í það að pakka.
Ég er kannski ekki alveg upp á mitt besta í lífinu og tilverunni. Ég þarf bara að sætta mig við að það sé partur af þessu öllu og hætta að pirra mig á þessu og bara hviss bang fljóta áfram og treysta því að allt verði betra ef ég leyfi því bara að gerast. Streitast ekki á móti.
En sem sagt – er að reyna að hafa tíma fyrir allt sem ég þarf að hafa tíma fyrir. Fór í sund en ekki Styrk.
Þarf að jafna mig á flutningi sjúkraþjálfanna úr Styrk… Sigh! Ég er munaðarlaust íþróttatröll! I kid you not!
Oh my god
…sem er á leiðinni til USA
Hittum Lynn Aldísardóttur í Pismo Beach
Þið skuluð nú ekki halda að það sé einhver brjáluð blíða í Californíu hrmpf… ekki í mars sem sagt.
Nú þarf ég að fara að leita mér að flíspeysu áður en ég fer út… Óvæntur kostnaður sem ég átti ekki von á ;-).
Ég missi af TVEIMUR f1 mótum…. sigh.
hafið þið séð Útsýnisaðstöðuna í GRAND CANYON? já já góðan daginn.

Ég er ekki að grínast. Þau labba á glerinu… Horfa niður… Og það er ,,bara“ bitinn sem heldur þeim uppi svölunum það er! Jájá góðan daginn. Ég á áreiðanlega eftir að fara út á þetta. Ekki spurning!
Það er spurning hvort það verði ekki bara ófært vegna snjóa?
Nei nei bara grín. Ægilega spennt – og ég þarf ekki að fara að Hoover stíflunni frekar en ég vil! ég er ekki sérlega hrifin af svona háu …
Svo missi ég kannski af eins og einu innflutningspartíi sigh – ef mér hefði þá verið boðið… Híhí. Nú en ég fæ svo svoldið í staðinn.
En ég bara verð að hugsa þetta með flíspeysuna.
Já já góðan daginn…
Maður bregður sér af bæ og þeim tekst að hafa TVÖ mót á meðan þessum andsk
Og ég missi af tveimur mótum þetta árið – og tímabilið byrjar varla hjá mér fyrr en í þriðja móti!
OH MY GOD
sPuRnInG UM að vera heima bara…
Mánudagur
Vaknað um hálf sjö, brunað í skólann. Farin snemma úr vinnunni samkvæmt vinnuramma og í Styrk í rúma tvo tíma. Bónusferð, eldamennska og klippivinna vegna páskaleiks til 00:30. Beið til að verða 2 eftir AP kæmi heim.
Þriðjudagur
Vaknað á sama tíma, henst af stað og hafðar nokkrar áhyggjur af vegabréfsmálum (svoldið spes að geta aldrei gert neitt í tíma – verð að vera í dauðans angist að gera hlutina) en sem sagt slapp. Mæti á miðvikudagsmorgun – það er nóg segir afgreiðsludaman. Fundur eftir hádegið, að loknum fyrsta ART tímanum, augnabrúnalitun klukkan þrjú, styrkur – varð að hjóla því nú er Lífshlaupið byrjað. Eldað og farið í sund til mýkja bak og fætur. Eitt brjálæðiskast um kvöldið vegna þess að lífið bara gerir ekki alltaf eins og ég vil. Nú það fór nú allt vel. Samviskubit af stærðargráðunni 70/100
Miðvikudagur
Vaknað á sama tíma nema heldur latari… Vann til 18 og fór þá í Styrk að hjóla hálftímann sem Lífshlaupið skikkar mann í. Kom heim hálf átta og fékk smá gest, fór svo á OA fund. Tókst að fara sæmilega snemma að sofa. Já og annar ART tíminn búinn – eftir hann fór ég aftur á Selfoss að bíða eftir að starfsfólk Sýsló gæti komist inn á PASSAkerfið.
Fimmtudagur – úff hvað ég var sybbin…
Fullt að gera í vinnunni – undirbjó ART og gerði allt mögulegt áður en skólilnn byrjaði. Vann svo við að halda utan um krakkana í Lífshlaupinu – skráði þau og svoleiðis nokkuð og tók dagbækurnar þeirra og skoðaði og svoddan noget 😀 Fór í blak og gerði það bara gott. Við vorum 12 í fyrsta skipti og bara farnar að spila svoldið kerlurnar. Brenndi ekki áður og er ekki frá því að ég hafi verið betri í fótunum fyrir vikið. Fór svo í pottinn og skældist heim helaum í hælnum en ánægð með að ég gat meira hreyft mig en síðustu 4 mánðu held ég.
Á morgun er svo bara vinna, Styrkur, tiltekt og stuð ;-). Laugardagur, myndvinnsla fyrir USA ferðina, og svo fundur hjá Ása á sunnudaginn um ferðina ;-). Og ég er sannarlega að fara til USA. Ja hérna hér.
Og ég skil ekkert hvað ég get haft mikið að gera og lítið úr verki samt. Sigh…
Þess vegna er nú gott að setja þetta niður og sjá ;-). Svo tekur nú tíma að elda og eitthvað en ég hef lítið gert af því – góða rennslið á mér í síðustu viku hefur ekki verið á mér í þessari viku og mér finnst ég hafa þyngst um 10 kg. Býst ekki við góðri tölu á morgun – það er eins og ég léttist helling, fari aðeins upp, sé þart til eilífðar og pompi svo. En ég verð að vera dugleg ég var búin að lofa mér að verað 136 þegar ég færi út og það er ekki of seint enn…
Go Inga 😉
…þetta líf. Maður er alveg svellkaldur allt í þessu fína og svo bamm – tuskan kemur beint í trýnið á manni. Og þá þarf maður að rifja upp – bíddu afhverju á maður bara hreinlega að vera að því að standa í þessu öllu saman – því að vera til.
Afhverju ekki bara að setjast einhvers staðar og bara bíða. Bíða ekki neins, vænta ekki neins, hugsa ekki neitt.
Bara vona að það rekist ekki ein enn tuskuskrattinn framan í mann.
Stundum hljómar setan bara svo fjári vel…
Og það er ekki eins og maður hafi stjórn á hvorki tuskunni eða því hvernig maður bregst við…
En þar liggur líklega hundurinn grafinn. Lífið snýst um að bregðast við – æskilegast á sem þroskaðastan hátt. Og maður getur víst alltaf verið þroskaðari en maður er.
Sigh
Og það verða alls konar litir í tísku í sumar og það finnst minni nú ekki leiðinlegt!