Hátt getur verið hátt eða hærra hæst

…eða bara hátt! Endalaust hátt!

Þannig er leiðin í Yosamite þjóðgarðinn – Sierra Nevada fjöllin eru sem sagt svolítið há. Svona eins og 3000 metrar og ég get sagt ykkur það alveg án þess að ýkja að stundum sáum við 800 – 1000 metra niðu hið minnsta – jafnvel meira. Og ég hef það sko frá mörgum. Við héngum utan í klettunum og ég var í rútunni. Stundum svoldið brött en á tíma var ég alveg við það að deyja bara. Volaði bara í lófann minn og reyndi bara að draga andann eftir mætti.

Eftir þetta er bara tvennt. Ég verð bara sami asninn eða heldur hugrakkari. – Fer svoldið eftir bílstjóranum líklega…. Við vorum með frábæran bílstjóra. Góða rútu. Já og sem betur fór var ekki hálka. Guð minn góður!

Við stóðum okkur vel Hildur og Gústa – við erum allar pínu lofthræddar skoho! Þetta er engu líkt. Það eru engir vegir á Íslandi sem komast í líkingu við þetta. Og við vorum góðum 1000 metrum hærra uppi en hann Hvannadalshnjúkur teygir sig.

Af þessum hetjudáðum mínum má sjá myndir hér neðar á síðunni – undir mínar myndir. Ég á eftir að flokka og henda út ruslmyndum en þar er samt eitt og annað að finna frá þessu frábærlega stórkostlega landi!

Þetta var frábærlega góð ferð og við sáum hæsta foss BNA og trén… Vantaði ekkert nema björn að vakna af vetrardvalanum. Einn al besti dagurinn að baki.

Í lauslegri könnun hefur komið í ljós að hjá fólki stendur náttúrlega ferðin til ættingjanna í San Diego hæst en af náttúrufyrirbærunum er það Grand Canyon og/eða þyrluflugið sem fólk dáðist að og svo Yosamite.

Kannski eru Grand Canyon og Las Vegas það sem situr í mér – fáránleiki Vegas og mikilfengleiki náttúrunnar sem tekur öllu öðru fram.

Ég held við verðum ekki söm eftir þessa ferð.

Víst vorum við á mikilli siglingu – 5700 kílómetrar að baki og hvert náttúrufyrirbærið öðru stórkostlegra. Samveran og upplifun næstum upp á hverja einustu mínútu.

Og nú erum við á leiðinni heim.

Við leggjum af stað fjögur í nótt (11 að ísl. tíma) og ég get vænst þess að vera komin heim á hádegi á sunnudag. Úff…

En ég veit núna að ég hef þetta ferðalag af.

Við erum öll hress og kát – komumst aðeins í búðir í dag og sáum San Fransisco þokuna.

Ást og friður úr hippa og hommabænum san fran!

Færðu inn athugasemd