Hver hefði nú trúað því?

Hyldjúp gljúfur. Ljósasjó sem eru ekki af þessum heimi. Eyðimerkur og meiri eyðimerkur. Dauði dalur og svo allt í einu eru við komin í land Del Monte og Sun quick – allt grænt og blómstrandi. Þetta er ótrúlegt land.

Við fórum úr Indjánadansi í Grand Canyon í úrkynjun Las Vegas. Þar var hótelið þannig að það tók 10 mínútur að taka lyftuna upp og aðrar 10 í labba á næsta viðkomustað – mæ oh mæ. Ég hef aldrei vitað annað eins.

Við erum nú í Bakersfield sem er í miðjum Big Valley – vísast heitir hann eitthvað annað en hér er sem sagt allt grænt og fallegt. Við fórum yfir Sierra Nevada fjöllin og 80 metra niður fyrir sjávarmál í Death Valley – nú og svo upp og meira upp – ótrúlegt land.

Ég hef ekki fengið amerískar pönnukökur í nokkra morgna og er alveg að fá fráhvarfseinkenni en Snickersið bætir það upp.

Er búin að vera hundveik, hósta og vorkenni mér óskapleg – auk þess sem ég er ekki sem best í fótunum – þetta er nefnilega alveg maraþon ferð en ótrúlega skemmtileg og mikil upplifun. En nú læt ég duga að sinni – verð að fara að sofa eftir 9 tíma ferðalag í dag.

Allir hressir og kátir og engin alvarleg rifrildi átt sér stað í hópnum 😉 Þroskað fólk þessi systkini mín. Ég svona síst held ég enda yngst 😉

Ef ég lifi af morgundaginn upp í Yosamite þjóðgarðinn sem er víst óskaplegasti vegur sem til er þá blogga ég betur á morgun. Og svo er bara ferðin eiginlega alveg að verða búin bara.

5 athugasemdir á “Hver hefði nú trúað því?

  1. Inga mín ég hlakka til að heyra life frásögn af öllum þessum ævintýrum 🙂 Ja það er ekki seinna vænna en að venja sig af þessum helv… pönnukökum 😀 skil vel að það séu fráhvarfs einkenni því þær eru svo sætar og góðar mmmmm…..Bestu kveðjur Villa

    Líkar við

  2. Kærar kveðjur til Elínar, Mumma, Söndru, Einars Ágúts, Lilju og Hugrúnar frá pabba, Hreggviði Stefni og Hildi. Það er búið að vera meiri háttar hérna í Kaliforníu – sól og hiti meiri hluta ferðarinnar og stórkostlegir staðir hafa verið skoðaðir – aldrei höfum við séð annað eins. Nú erum við komin til San Francisco og höfum verið að rölta um strætin frá hádegi. Í nótt kl. 5 höldum við að stað út á flugvöll. Þaðan fljúgum við til Miniappolis og bíðum þar í 3 tíma eftir flugi til Íslands. Væntanleg lending á Keflavíkurflugvelli kl. 9 á sunnudagsmorgun. 🙂 🙂 :). Á þessari stundu er klukkarn 19:10 og við erum átta klst á undan ykkur. Þið eruð í fasta svefni væntanlega 2:10. Hlökkum til að sjá ykkur…….

    Líkar við

Færðu inn athugasemd