Það er margt merkilegt hér og saga borgarinnar byggingarlega séð er svolítið merkileg en ég er of uppgefin að fara í útskýringar – svei mér þá.
Um hádegið fórum við í Sea World og þar var gengið, gengið og gengið. Og gengið svoldið meira. Ég og minn hæll erum alveg uppgefin og trust me hann er ekki einn um það. Fólk er alveg uppgefið. Nema Gulli hann geysist um allt með þeim sem getur mögulega haldið í við hann! Í kvöld held ég að hann og Aðalsteinn – sem er vel að merkja algjörlega ódrepandi manninn. Úff hvað er mikið álag að eiga svona hraustan bróðir á þessum aldrei – maður fær svoooo mikið samviskubit.
Ég held við séum öll svolítið þreytt satt að segja og morgundagurinn verður kærkomin hvíld frá ati.
-Við komumst loksins í búð í dag – pælið í því – fyrsta skipti sem við komumst í búið til að kaupa til dæmis hárnæringu já eða tannkrem. Úff púff þétt dagskrá!
Við erum með 50 manna rútu eða svo undir okkur 14 – það dugir fínt!
Á morgun er stóri dagurinn – við förum og hittum ættingjana. Þeir láta bíla frá Cloud Nine sækja okkur – þetta er alltof mikil fyrirhöfn hjá þeim held ég. En þetta verður áreiðanlega mjög gaman og ótrúlegt ævintýri! Verðum hjá þeim í nokkra klukkutíma.
Engar myndir í dag – hér er hlekkur á þær myndir sem eru komnar.
Sem sagt hér eru allir hressir og bíða spenntir þess sem framundan er.