Mission er málið

Hvert land, hvert fylki, hver borg, hvert hús, hver mannvera á sér sögu. Og það er því ekki að undra að California eigi sér sögu – þó saga Bandaríkjanna – hinna vestrænu sé ekki löng þá er það nú samt saga. Og Mission kemur mikið við sögu á þeim bænum.

Í Californiu eru 21 Spanish Mission-kirkjur og tengjast þær landnámi innflytjendanna til Californíu- þar voru fyrir fjöldi innfæddra af mexíkósku bergi brotnir. Líf þeirra varð aldrei samt. Mission-stöðvarnar risu allar meðfram ströndinn og nefnist vegurinn nú the Royal Highway á ensku en á spænsku El Camino Real (spænska er að sjálfsögðu gríðarlega fyrirferðarmikil í Californíu þar sem landnemarnir og þeir sem fyrir voru voru Mexíkóar og Spánverjar.

San Diego er elst þessara kirkna, enda næst mexíkósku landamærunum og var stofnuð 1769. Í gær fórum við og skoðuðum Old Town sem er endurgerð bæjarins. Það er mest ferðamannastaður en samt gaman að sjá hvernig þetta var gert – bærinn byggður í hring og eiginlega alveg eins og í kóvbojmyndunum í gamla daga. Innfæddu komust ekki yfir hesta fyrr en með komu Spánverjanna sem er hreint ekki það sem okkur var ,,kennt“ í þeim sömu myndum – reyndar er fátt rétt í þeim ef marka á guidinn í gær.

California var gríðarlega ólík því sem hún er í dag fyrir þessum 250 árum. Nýju íbúar hennar komu með búfénað, jurtir og tré – mörg frá Ástralíu og Afríku. Jurtirnar urðu að vera nytsamar – það varð að vera að vera hægt að nýta þær til a) átu; b) í klæðnað; c) gefa af sér ávexti og d) nýta þær til að búa til nytjahluti.

Lang mest af þeim gróðri sem við sjáum í dag hér er kominn annars staðar frá – og með umhirðu, vökvun og áburðu er hægt að stunda sér fjölbreyttan landbúnað – en um leið og umhirðu mannsins sleppir tekur við eyðimörkin.

Færðu inn athugasemd