Mánudagur
Vaknað um hálf sjö, brunað í skólann. Farin snemma úr vinnunni samkvæmt vinnuramma og í Styrk í rúma tvo tíma. Bónusferð, eldamennska og klippivinna vegna páskaleiks til 00:30. Beið til að verða 2 eftir AP kæmi heim.
Þriðjudagur
Vaknað á sama tíma, henst af stað og hafðar nokkrar áhyggjur af vegabréfsmálum (svoldið spes að geta aldrei gert neitt í tíma – verð að vera í dauðans angist að gera hlutina) en sem sagt slapp. Mæti á miðvikudagsmorgun – það er nóg segir afgreiðsludaman. Fundur eftir hádegið, að loknum fyrsta ART tímanum, augnabrúnalitun klukkan þrjú, styrkur – varð að hjóla því nú er Lífshlaupið byrjað. Eldað og farið í sund til mýkja bak og fætur. Eitt brjálæðiskast um kvöldið vegna þess að lífið bara gerir ekki alltaf eins og ég vil. Nú það fór nú allt vel. Samviskubit af stærðargráðunni 70/100
Miðvikudagur
Vaknað á sama tíma nema heldur latari… Vann til 18 og fór þá í Styrk að hjóla hálftímann sem Lífshlaupið skikkar mann í. Kom heim hálf átta og fékk smá gest, fór svo á OA fund. Tókst að fara sæmilega snemma að sofa. Já og annar ART tíminn búinn – eftir hann fór ég aftur á Selfoss að bíða eftir að starfsfólk Sýsló gæti komist inn á PASSAkerfið.
Fimmtudagur – úff hvað ég var sybbin…
Fullt að gera í vinnunni – undirbjó ART og gerði allt mögulegt áður en skólilnn byrjaði. Vann svo við að halda utan um krakkana í Lífshlaupinu – skráði þau og svoleiðis nokkuð og tók dagbækurnar þeirra og skoðaði og svoddan noget 😀 Fór í blak og gerði það bara gott. Við vorum 12 í fyrsta skipti og bara farnar að spila svoldið kerlurnar. Brenndi ekki áður og er ekki frá því að ég hafi verið betri í fótunum fyrir vikið. Fór svo í pottinn og skældist heim helaum í hælnum en ánægð með að ég gat meira hreyft mig en síðustu 4 mánðu held ég.
Á morgun er svo bara vinna, Styrkur, tiltekt og stuð ;-). Laugardagur, myndvinnsla fyrir USA ferðina, og svo fundur hjá Ása á sunnudaginn um ferðina ;-). Og ég er sannarlega að fara til USA. Ja hérna hér.
Og ég skil ekkert hvað ég get haft mikið að gera og lítið úr verki samt. Sigh…
Þess vegna er nú gott að setja þetta niður og sjá ;-). Svo tekur nú tíma að elda og eitthvað en ég hef lítið gert af því – góða rennslið á mér í síðustu viku hefur ekki verið á mér í þessari viku og mér finnst ég hafa þyngst um 10 kg. Býst ekki við góðri tölu á morgun – það er eins og ég léttist helling, fari aðeins upp, sé þart til eilífðar og pompi svo. En ég verð að vera dugleg ég var búin að lofa mér að verað 136 þegar ég færi út og það er ekki of seint enn…
Go Inga 😉