Stundum bara er þetta ekki að gera sig

…þetta líf. Maður er alveg svellkaldur allt í þessu fína og svo bamm – tuskan kemur beint í trýnið á manni. Og þá þarf maður að rifja upp – bíddu afhverju á maður bara hreinlega að vera að því að standa í þessu öllu saman – því að vera til.

Afhverju ekki bara að setjast einhvers staðar og bara bíða. Bíða ekki neins, vænta ekki neins, hugsa ekki neitt.

Bara vona að það rekist ekki ein enn tuskuskrattinn framan í mann.

Stundum hljómar setan bara svo fjári vel…

Og það er ekki eins og maður hafi stjórn á hvorki tuskunni eða því hvernig maður bregst við…

En þar liggur líklega hundurinn grafinn. Lífið snýst um að bregðast við – æskilegast á sem þroskaðastan hátt. Og maður getur víst alltaf verið þroskaðari en maður er.

Sigh

Færðu inn athugasemd