Ekki mjög smart!
Ég sem sagt litaði á mér hárið í gær – og ég er nú ekki frá því að það sé mjööööög svart – en allt í lagi. Það lýsist. Nú svo reyndi ég að panta mér tíma í augnabrúnalitun og það gekk nú ekki mjög vel -varð að hætta í miðju kafi því ég mætti fljúganda á ferð flutningabíl. Ég reyni aftur á morgun! Ég verð nefnilega að fara að gera þetta því… tratratra það eru ekki nema svona eins og 12 dagar þangað til mín er á leið til USA og þá þarf maður að eiga passa! Og þá þýðir ekki að vera með grátt í rót né gráar og ósýnilegar augabrúnir. Ó nei.
Nú vegna þess að ég er að fara til úttlanda þá er venju fremur mikilvægt að eiga föt og þó tvö kíló vanti upp á að ég hafi náð göfugu markmið mínu að verða 136 kíló þá fór ég nú samt og keypti mér föt. Og veistu hvað.
Ég keypti tvær flíkur sem voru í stærð 48. Oh yeah.
Frekar lítil kona sem þið þekkið!
Það verður nú að segjast eins og það er híhíhí!
Og það verða alls konar litir í tísku í sumar og það finnst minni nú ekki leiðinlegt!
Það lítur sem sagt ekki illa út með 136 kg fyrir USA – það er ekki nema þremur mánuðum á eftir áætlun – en það gerist samt! Auðvitað.
Þó ég hafi ekki verið sérlega efnilegur kandidat í að léttast um eins og helming líkamsþyngdar sinnar þá er ég nú að því bit by bit.
En nú fer ég að sinna vefsíðuvinnu – og á eftir kaupi ég mér lið í liðsstjóraleiknum á http://www.formula.is/ – já hver man nú ekki eftir þeirri síðu ;-).
Ykkar Inga sem á mjög litlar flíkur – verður gaman að þegar buxnastærðirnar fara að komast í svipaðar tölur en það er nú svoldið í það. Híhí Er ekki bara fínt að vera læragóð – þó maður sé ekki brjóstgóð?
Örugglega 😉

Hæ sæta, jii hvað mín verður fín og flott í usa>>kv. Steinunn Elsa
Líkar viðLíkar við
Hæ hæ þú ert náttúrulega bara flottust skvísa.>Góða ferð til USA.>Kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við