Ég er hætt í sundleikfimi í bili – svona fram á haust. Ekki orð um það meira.
En fyrir vikið er ég komin í vinnuna fyrir átta og næ að átta mig á hlutunum í ró og næði – setja mig inn í daginn og vera tilbúinn þegar krakkarnir ganga til stofu. ALLT ANNAÐ LÍF!
Planið er að fara í Styrk og hjóla og/eða labba með Bjart upp í skóla og þá getur maður jafnvel verið fyrr á ferðinni – farið um sex til dæmis. – Morgunmatur klukkan 7 og lögð af stað um hálf átta og þá nær maður þessari yndislegu stund í stofunni áður en dagurinn byrjar.
Og svo er alltaf sundið og það er ekki amaleg iðja á vordögum. Jumm það er að koma vor og mikið er ég fegin glöð og sæl.
En þangað til veðrið og vindar blása mér frekari morgunhreyfingu í brjóst ætla ég að hvíla mig og hreyfa mig meira seinni partinn. Það þýðir ekki að láta deigan síga.
Ég fór á oa fund á miðvikudaginn og er að stilla hlutunum upp í kollinum á mér. Mér hugnast pro-active skrefin vel sem ég fann á netinu og þau eru sannarlega mannrækt. Ég á eftir að staðsetja mig í þessari fíknarpælingu – á hversu mikinn bömmer þarf maður að fara ef maður borðar 2 prinspólu sitt hvorn daginn og 18 súkkulaðirúsinur seinni part þess annars?
Kannski er ég kolfallin og ætti að vera á miklu meiri bömmer… og veit bara ekki af því.
Það er hins vegar klárt að ég léttist síður, minna og ekki neitt – ef ég ét sælgæti en svona heilt yfir þá kannski ruglaði þetta ekki kaloríufjölda dagsins umtalsvert. Hin leiðin væri að fara og hjóla af sér stykkið tvöfalt. Það er ráð sem ég hef oft notað.
En amk vil ég geta sleppt mér því að fá mér rúsínurnar ef ég í raun og sanni vil ekki fá mér þær og þarf að vera að hugsa um þær í 4 daga eftir að ég át þær – þá eru þær sannarlega vandamál – sem ég gæti vel verið án.
Ég er að velta fyrir mér ýmsu og kannski fæ ég niðurstöðu í það meira að segja einhvern tímann ;-).
Ég fór í Blak í gær og við vorum 8 – vantar enn þessar fjórar alltaf hreint – það gengur seint að smala þeim. nöfnin eru til staðar en mætingin svona minni en skemmtunin – holy moly þetta er óborganlega skemmtilegt.
Til að líkamlegt atgervi mitt sé nú fært til bókar er ég bara góð – fín í hálsi og herðum að mestu enda hef ég farið einu sinni í viku í nudd – á herðar og kálfa. Ég er viss um að kálfanuddið skilar mér miklu. Ristarnar eru ágætar og celebra virðist ná að halda þeim niður – ég ætla að taka það í nokkurn tíma enn – og sjá svo hvað gerist – best væri náttúrulega að vera laus við það. Hægri hællinn á mér er alveg drep og verkurinn flakkar um – einu sinni var hann bara undir hælnum rétt við ilina en nú er hann aftan í honum undir og til hliðar – mismikið á hverjum stað á stundum en oftar bara alveg jafn vont alls staðar ;-). Draghölt. Ökklinn sömumeginn er að hrekkja mig í álagi og nú ætla ég að fara að ganga í teygjusokk – vafði á mér ökklann í blakinu í gær og það kom mjög vel út – líka fyrir ristina sem er aumari þeim megin.
Það er gott að skrifa þetta niður svo maður hafi heildarmyndina – afhverju er ég slæm og afhverju ætli ég sé ekki verri en ég er.
Over and out – farin að lesa um kennslufyrirkomulag í landafræðikennslu.
Ykkar Inga sem vantar 4 fastar og einarðar í blakliðið sitt.