Ræktið vini ykkar

Er langt síðan þú hefur farið og hitt vin þinn eða vinu? Finnst þér eins og þú ættir að hitta þá oftar.

Við því er einfalt ráð. Hættu í vinnunni á réttum tíma, sestu upp í bílinn, segðu maka þínum að þú verðir ekki í kvöldmat og boðaðu komu þína til hlutaðeigandi.

Eigðu svo frábæra kvöldstund með manneskjunni sem hefur gefið þér svo mikið og margt. Og þú finnur hve mikls virði þú ert henni.

Og þá verður dagurinn svo ljómandi yndislegur – þó þú hafir bara borðað 400 grömm af grænmeti 😉

Sem sagt – ræktaðu vináttuna.

1 athugasemd á “Ræktið vini ykkar

  1. Ég er hjartanlega sammála vinkona 🙂Varðandi Grey’s… ég er búin með alla þættina sem ég var með í láni og nú er ég Grey’s-laus 😦 en það stendur til bóta.Líklega verður maður að taka sér pásu hvort eð er, ég held að það séu engin föt í fataskápunum á þessu heimili í augnablikinu, þau virðast öll vera í hrúgunni inni í stofu,hehe.Ég verð víst líka að vera húsmóðir ekki bara slefandi aðdáandi Denny Duquette (svo dó hann líka blessaður,uhuhuhuhuuu…) en ég get horft á hann endalaust á myndunum á blogginu mínu.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd