ég held ég sé svoleiðis.
Ég held nú bara áfram að bæta á mig ýmsum grömmum…. Síst að léttast. En nú er ég sem sagt að borða 600 gr á grænmeti á dag og drekka 2 lítra af vatni. Við skulum ekki fyllast örvæntingu fyrr ;-). Svoldið leiðinlegt að vera að gera allt sem ég get til að léttast og léttast ekki neitt…
En það sem sagt kemur að því.
Ég meina maður getur ekki staðið endalaust í stað?
Undur og stórmerki að gerast í eldamennskunni. Mín bara eldaði fisk eftir uppskrift í kvöld – oh yeah – og ægilega merkilegan rétt á laugardagskvöld.
Ég er sko pæja í innkaupum og eldamennsku.
Og nú er ég á beinu brautinni hvað sem þessi vigt segir.