jæja þá ganga lægðirnar yfir hver af annarri og sú sem heimsótti okkur í nótt virðist hafa gert mikinn usla. Hún bræddi snjóinn í kringum mig og hellti úr sér hagléljum í nótt þannig að ég var ekki viss um nema rúðurnar myndu brotna þvílíkur var djöfulgangurinn. En þær héldu og ég sofnaði aftur.
Ég veit ekki hvað Magnesíum gerir fyrir mig, hef ekki tekið það í viku og veit ekki hvort ég er nokkuð verri – enda situr það kannski í skrokknum. Ætla að klára dolluna. Astazen er andoxunarefni sem ég tek og á að hjálpa til við að losa vöðvana við sýrurnar – ég veit ekki hvort það er rétt en það er frábært fyrir húðina – mæli með því við alla sem eru að eldast ;-).
Omega-3 breytti nú bara lífi mínu varðandi svefninn og nú þegar ég hef ekki tekið það reglulega í svolítinn tíma er svefninn að stríða mér – hvort sem það er vegna omega eður ei. En amk ætla ég að taka góðan skurk í því.
Nú svo er ég byrjuð að taka colon eins og ég nefndi áður, ét gigtartöflur útaf ristunum og svo 1 blóðþrýstingstöflu. Það eru því nokkrar pillurnar sem fara ofan í konuna á morgnana ;-).
Ég næ hreyfingaráformum mínum þessa vikuna þó ég hafi ekki farið neitt í sundleifkimi. -Ah en ég fór í Styrk í staðinn í tvígang….
Ég man nú ekki afhverju ég fór ekki á miðvikudaginn – ah jú það var vegna þess að ég þurfti að fara í grímubúninginn sem má sjá hér með. Leiðinlegt að klæða sig svoleiðis upp í þrengslunum í Sundlauginni.
Á föstudaginn fór ég hvorki í Styrk eða sundleikfimi því mín var svo uppgefin eftir heimferðina á fimmtudagskvöldið – en hún tók nú ekki nema 2 tíma því ég komst ekki yfir skafl við gatnamótin Biskupstungnabraut – Suðurlandsvegur. Bæði vegagerðin og björgunarsveit þurfti til að koma mér heim ;-). Vegagerðin ruddi – ég varð rafmagnslaus því ég var næstum bensínlaus – reiknaði ekki með tveggja tímaferðalagi heim um morguninn þegar ég nennti ekki að taka bensín – lesson to be learned. Maður veit aldrei hvað maður verður lengi á leiðinni heim.
En þetta var nú bara skemmtilegt ferðalag. Ævintýri fyrst allt fór vel.
En í dag ætla ég að borða á þriggja tíma fresti – ekki oftar og svo ætla ég ekki að borða neitt nema grænemti eftir 8 í kvöld. Og vinna við vefsíðurnar.
Prófagerð og námsmat á morgun. Kannski dröslast ég til að gera eitthvað.

Oh my god hvað ég sakna þín!!! Vááááá….glæsileg norn! Hva… ekki bleik!!??? Ég held það sé að fara að vora ég er farin að sjá í gangstéttina yeh right hahaha……..>>Bestu kveðjur Villa
Líkar viðLíkar við