Þannig hefur mér liðið í dag – og svolítið við og við undanfarið.
Í fyrsta lagi sé ég nú eiginlea ekki neitt. Ég verð að fara að fá mér ný gleraugu – svona allavega. Þar sem ég sé nær og fjær ;-). Ég er með svo mikinn höfuðverk við og við og honum fylgir svona rugla – segi gult þegar ég meina svart og kalla fólk hinum og þessum nöfnum – verra en vant er jafnvel. Byrja í miðjum sögum og allt eftir þessu.
Svo er ég bara svo ljómandi hress inn á milli – meira út af kaffidrykkju kannski en einhverju öðru kannski….
En sem sagt – fer til læknis að láta mæla blóðþrýstinginn. Spyr Baldur um spennuna í hálsi og herðum – og kemst að niðurstöðunni. Fæ mér svo nýju gleraugun í fríhöfninni á leiðinni út ;-).
Nú jæja…
Já og svo vakna ég alltaf þreytt og ég er svona um klukkustund að koma mér fram úr ef ekki er sundleikfimi en þá er ég hálftíma að skreiðast framúr og það get ég sagt ykkur kæru lesendur að er EKKI líkt hinni morgunhressu og björtu Ingveldi. Oh nei!
Ömurlegt að vakna þreytt. Ömurlegt.
Og ég á eftir að finna grímubúning fyrir morgundaginn