Hvað er með þennan 29. febrúar?

Ægilega eru mikil læti yfir þessum hlaupa-ársdegi.Það er eins og það sé það merkilegast í heimi að það sé einhver dagur á fjögurra ára fresti – en kannski er það merkilegt – það er amk gert nóg úr kosningum og þær eru á fjögurra ára fresti.

það verður líklega merkilegt það sem gerist nógu sjaldan ;-). En þessi dagur er nú bara eins og allir aðrir dagar hjá mér. Sniðugt hjá RÚV að víxla dagskrárgerðarfólki! Híhí

En annars hefði maður átt að taka þetta rækilega fyrir í stærðfræðinni. Útskýrir ýmislegt.

En sem sagt

Ný tala á vigtinni. Það er nú meira sem þessi kíló geta hrunið af manni allt í einu – nú eru mjög mörg ár – síðan ég hef verið eins ,,létt“ og ég er núna. Og það besta er að það að hafa verið stopp í marga mánuði – eða svona næstum því – því eitthvað miðaði jú niður á við – sem sagt það að ég vera stopp í nokkrar vikur, mánuði jafnvel gerði mig ekki vitlausa. Ég hélt stundum að ég myndi missa vitið þegar ég var alltaf í sömu tölunni – og þá meina ég alltaf. Þó var það nú leikur einn miðað við þegar ég þyngdist um hálft kíló á viku í fjórar vikur eða svo! Og þá varð Baldri nú bara að orði að það væri bara ekki í lagi með þessa vigt – já og þegar meira að segja honum fannst það hljóma ósennilega þá voru það bara vöðvar sem hrúguðust á mig ;-). Sigh

En nú er ég sem sagt farin af stað niður og þá er bara að borða grænmetið áfram og áfram og endalaust og vera áfram dugleg að hreyfa sig. Ég hef tekið þrjár langar æfingar þessa vikuna og hef náð markmiðum Polla og á ég þó eftir að fara eina ferð og hjóla eða synda. Mér finnst svo gott að vera laus við að fara á morgnana í sundleikfimi að ég kemst ekki yfir það! Eins og það er nú góð og skemmtileg leikfimi þá var hún í það mesta við annasamt líf – því það var líka allt upp á mínútu og prik. Of mikil regla fyrir minn smekk ;-).

En ég þarf að koma einhverri morgunbrennslu inn. Jamm. Bráðum 😉

Við fengum þjálfara í blakið í gær og hann kenndi okkur fullt fullt af nýjum æfingum. Og mikið hrikalega var gaman. JUUUU það var svo skemmtilegt. Verst að ég get ekki neitt…

En til þess þarf maður að æfa sig. Ég er að hugsa um að fara í salinn og spila við vegginn – æfa fingurslag sem ég bara kann ekki.

Margt sem ég kann ekki og get ekki – ég er náttúrulega óttaleg skessa og ekki mjög fim. Þarf sem sagt að léttast ;-).

Og ég er skoho að því – loksins ;-).

Ég er búin að ákveða að vera á Ljósuborg áfram, sækja um í KHÍ í framhaldsnám og koma 10 einingunum mínum í hús en það vantar smávægilegt upp á tíu. Það er svo ýmislegt í boði í náminu og kannski verður hægt að taka sagnfræði áfanga þegar HÍ og KHÍ sameinast. Spennandi. Svo þegar ég er búin að læra fullt fullt og fullt þá spilast kannski eitthvað gott uppí hendurnar á manni. Margt sem kemur til greina svo sem.

Ég er mjög fegin að vera búin að ákveða þetta og líður betur, hvað sem ég svo verð þegar ég er orðin stór. Klára master fyrir fimmtugt – gott plan held ég bara :D. Dugir ekki að slóra. Já og svo þarf ég að sækja um námsleyfi á launum alveg þangað til ég fæ það.

Þegar ég verð stór?

Hvað á ég að verða þegar ég er orðin stór?

Allar ábendingar um starfs og hæfileikavettvang vel þegnar. Mjög vel þegnar.

Annars gott – farin að léttast á ný. Tek vel á í ræktinni – vantar morgunbrennsluna.

En mikið er gott að vera laus við hana í nokkra daga. Hreinlega frelsandi 😀

Af Facebook og fleiru

Ég get eiginlega ekki bloggað neitt orðið því það fer allur minn blogg tími í Facebook. Það er nú meira fyrirbærið. Ég segi það satt. Úff.

En nú er tekin ný stefna í lífinu. Ég hef ákveðið að prófa nammidaginn aftur. Hann virkaði fínt hér um árið – en ef hann virkar ekki aftur þá tek ég hann af. Hann á að hjálpa mér með að fókusa á að neita mér um hlutina – þar til skilgreindur tími þeirra rennur upp.

Ég er aftur farin að lyfta og ég get svarið það að mér fannst ég vera komin heim á föstudaginn þar sem ég skondraðist um með æfingabókina mína og pennann. Sigh mikið hef ég saknað þess að lyfta og miðað við þyngdina sem ég var að taka mátti ekki bíða miklu lengur með það. Ég er bara orðin auli ;-).

Nú svo er sundleikfimin farin út og mikið er mér létt – hún eykur svo á stressið – verð að vera mætt – verð að vera komin ofaní – verð að vera komin uppúr – allt á ákveðnum tíma og bara hviss bang ég ræð ekki við svona nákvæmni í tímasetningum fyrir svo utan það að vera alltaf of sein í vinnuna – geta aldrei sest niður og komið sér af stað inn í daginn í rólegheitum. Úff púff.

Það er því nýtt æfingaprógramm á morgun – þarf að leggjast yfir það. Ég hugsa að það hljóði upp á hjól 6:20 og svo morgunmat heima klukkan sjö og svo brunað uppúr ekki seinna en hálf átta. best að vera komin í vinnuna um átta. Kannski get ég svo farið að labba með Bjarti og Palla uppi í skógi um svipað leyti. Það yrði allra best. -Já eða hjólað svolítið. Vorið og snjóleysið bíður upp á svo marga möguleika í hreyfingu.

Mér hefur reynst best að fara á hverjum degi þegar ég hef farið út að ganga – en ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu. Ég þarf aðeins að finna taktinn.

Eins gæti ég tekið með mér nesti og borðað uppfrá eftir hjólatúrinn og sparað mér að koma heim aftur. Skyrdrykk eða eitthvað svoleiðis og ávöxt.

Nú jæja svo verða það lyftingar á mánudögum og föstudögum og svo er það Blakið – auk morgunhreyfingar. Þetta getur verið æfingaprógramm upp á kannski svona 7000 kal sem er heldur betra en ég er að gera í dag. Sundleikfimin skilar mér ekki miklu í kaloríum – þó ég taki með í reikninginn lægri púls í vatni. Enda er hún líka styrktarprógramm og hefur sannarlega skilað sínu. Ég byrja áreiðanlega aftur í haust.

En í dag bakaði ég fjórar vöfflur og fékk mér tvær þeirra með jarðarberjum agave sírópi og frosnum bláberjum. Já og smá rjóma. Svoldið sniðugt að baka bara fyrir manninn, og þeyta bara lítinn rjóma. Það var eins og það væru jól að fá þessa dýrð. Nammi namm.

Nú samviskubitið var að drepa mig svo ég fór í styrk að hjóla (enda skuldaði ég hreyfingu vegna tveggja skrópa í morgunhreyfinguna) og þaðan í pottana og synti og hljóp í 20 mínútur. Þannig að ég skilaði mínu í hreyfingunni í dag. Barasta fínt.

Og nú þarf að fara að huga að líkamsræktarpartíinu – tveggja ára hátíðarhöldin nálgast óðum 😀

Ameríka

Ég er að fara til Ameríku. Hér verðurm við í tvær nætur -(tengill) tjú tjú – haldið þið að við fáum svona fínt herbergi? Vá og það er sundlaug og líkamsræktarstöð. Vitið þið ég held ég gæti nú alveg farið að láta mig hlakka til!!!

Eina sem er að ég héld við verðum næstum sólarhring á ferðinni – fljúgum eitthvert og svo til san fransisco og komum leiðinlega seint þannig að þó við verðum tvær nætur er þetta bara einn dagur. Og ætli maður tými að fara útaf hótelinu?

Nú svo verðum við hér á Pismo Beach í eina nótt og á hverju herbergi er þetta hér:

All Guest Suites Include:
Separate Living Room Area
Full-Size Sleeper Sofa
Dinette / Work Table
Microwave
Refrigerator
Two Televisions
Complimentary Wireless & Hard wire Internet
Voice Mail
Full Size Iron & Ironing Board
Hair Dryer
Air Conditioning
Coffee Maker
Alarm Clock Radio

Nú svo verðum við í San Diego í þrjár nætur – það er líka fínt hótel sýnist mér. Og mér sýnist vera líkamsræktaraðstaða og net og sundlaugar og hvur veit hvað alls staðar.

En sem sagt allt ægilega fínt. Ferðaáætlun kemur síðar híhí

já og var ég búin að segja ykkur – ég er hætt að þyngjast – það voru vöðvar munið þið! Orðin svipuð og ég var fyrir jólin. Guð sjáum bara til hvað gerist svo.

Ykkar Inga usababe

Góðan og blessaðan daginn

Ég er hætt í sundleikfimi í bili – svona fram á haust. Ekki orð um það meira.

En fyrir vikið er ég komin í vinnuna fyrir átta og næ að átta mig á hlutunum í ró og næði – setja mig inn í daginn og vera tilbúinn þegar krakkarnir ganga til stofu. ALLT ANNAÐ LÍF!

Planið er að fara í Styrk og hjóla og/eða labba með Bjart upp í skóla og þá getur maður jafnvel verið fyrr á ferðinni – farið um sex til dæmis. – Morgunmatur klukkan 7 og lögð af stað um hálf átta og þá nær maður þessari yndislegu stund í stofunni áður en dagurinn byrjar.

Og svo er alltaf sundið og það er ekki amaleg iðja á vordögum. Jumm það er að koma vor og mikið er ég fegin glöð og sæl.

En þangað til veðrið og vindar blása mér frekari morgunhreyfingu í brjóst ætla ég að hvíla mig og hreyfa mig meira seinni partinn. Það þýðir ekki að láta deigan síga.

Ég fór á oa fund á miðvikudaginn og er að stilla hlutunum upp í kollinum á mér. Mér hugnast pro-active skrefin vel sem ég fann á netinu og þau eru sannarlega mannrækt. Ég á eftir að staðsetja mig í þessari fíknarpælingu – á hversu mikinn bömmer þarf maður að fara ef maður borðar 2 prinspólu sitt hvorn daginn og 18 súkkulaðirúsinur seinni part þess annars?

Kannski er ég kolfallin og ætti að vera á miklu meiri bömmer… og veit bara ekki af því.

Það er hins vegar klárt að ég léttist síður, minna og ekki neitt – ef ég ét sælgæti en svona heilt yfir þá kannski ruglaði þetta ekki kaloríufjölda dagsins umtalsvert. Hin leiðin væri að fara og hjóla af sér stykkið tvöfalt. Það er ráð sem ég hef oft notað.

En amk vil ég geta sleppt mér því að fá mér rúsínurnar ef ég í raun og sanni vil ekki fá mér þær og þarf að vera að hugsa um þær í 4 daga eftir að ég át þær – þá eru þær sannarlega vandamál – sem ég gæti vel verið án.

Ég er að velta fyrir mér ýmsu og kannski fæ ég niðurstöðu í það meira að segja einhvern tímann ;-).

Ég fór í Blak í gær og við vorum 8 – vantar enn þessar fjórar alltaf hreint – það gengur seint að smala þeim. nöfnin eru til staðar en mætingin svona minni en skemmtunin – holy moly þetta er óborganlega skemmtilegt.

Til að líkamlegt atgervi mitt sé nú fært til bókar er ég bara góð – fín í hálsi og herðum að mestu enda hef ég farið einu sinni í viku í nudd – á herðar og kálfa. Ég er viss um að kálfanuddið skilar mér miklu. Ristarnar eru ágætar og celebra virðist ná að halda þeim niður – ég ætla að taka það í nokkurn tíma enn – og sjá svo hvað gerist – best væri náttúrulega að vera laus við það. Hægri hællinn á mér er alveg drep og verkurinn flakkar um – einu sinni var hann bara undir hælnum rétt við ilina en nú er hann aftan í honum undir og til hliðar – mismikið á hverjum stað á stundum en oftar bara alveg jafn vont alls staðar ;-). Draghölt. Ökklinn sömumeginn er að hrekkja mig í álagi og nú ætla ég að fara að ganga í teygjusokk – vafði á mér ökklann í blakinu í gær og það kom mjög vel út – líka fyrir ristina sem er aumari þeim megin.

Það er gott að skrifa þetta niður svo maður hafi heildarmyndina – afhverju er ég slæm og afhverju ætli ég sé ekki verri en ég er.

Over and out – farin að lesa um kennslufyrirkomulag í landafræðikennslu.

Ykkar Inga sem vantar 4 fastar og einarðar í blakliðið sitt.

Ræktið vini ykkar

Er langt síðan þú hefur farið og hitt vin þinn eða vinu? Finnst þér eins og þú ættir að hitta þá oftar.

Við því er einfalt ráð. Hættu í vinnunni á réttum tíma, sestu upp í bílinn, segðu maka þínum að þú verðir ekki í kvöldmat og boðaðu komu þína til hlutaðeigandi.

Eigðu svo frábæra kvöldstund með manneskjunni sem hefur gefið þér svo mikið og margt. Og þú finnur hve mikls virði þú ert henni.

Og þá verður dagurinn svo ljómandi yndislegur – þó þú hafir bara borðað 400 grömm af grænmeti 😉

Sem sagt – ræktaðu vináttuna.

Bloggfíkill ;-)

ég held ég sé svoleiðis.

Ég held nú bara áfram að bæta á mig ýmsum grömmum…. Síst að léttast. En nú er ég sem sagt að borða 600 gr á grænmeti á dag og drekka 2 lítra af vatni. Við skulum ekki fyllast örvæntingu fyrr ;-). Svoldið leiðinlegt að vera að gera allt sem ég get til að léttast og léttast ekki neitt…

En það sem sagt kemur að því.

Ég meina maður getur ekki staðið endalaust í stað?

Undur og stórmerki að gerast í eldamennskunni. Mín bara eldaði fisk eftir uppskrift í kvöld – oh yeah – og ægilega merkilegan rétt á laugardagskvöld.

Ég er sko pæja í innkaupum og eldamennsku.

Og nú er ég á beinu brautinni hvað sem þessi vigt segir.

Ég og Baldur eigum afmæli

Eða ég á afmæli. Tvö ár síðan ég hitti Baldur fyrst.

Það var óneitanlega stór dagur í mínu lífi.

Skrítið en ég bloggaði ekkert um þennan dag í fyrra – ég held ég hafi lagt meiri áherslu á líkamsræktarafmælið í apríl

…sem nú fer að styttast í. Þeir muna sem mættu að þeir eiga að mæta aftur. Það verður ógó skemmtilegt þó léttingurinn sé nú ekki sérlega mikill.

En góð tíðindi:

Síðan ég hef sáralítið lést síðan í okbóber en það eru 17 sm farnir af mér engu að síður.

Það er til 17 cm í ummáli minna til af mér en áður.

Flott ekki satt?

Vigtin segir sannanlega ekki allt.

og ekki léttist konan

Önnur en ég var eða?span>

…en það er nú ekki eins og himnarnir sjö hrynji við það þó ég sé í sömu þyngdinni- en þangað upp klifraði ég eftir blakið í gær jafn fótafúin og ég þó var 😉 Það er svo gaman í blaki.

Nú jæja en sem sagt – áform um 600 gr af grænmeti á dag stóðust EKKI í síðustu viku svo það er þá að þau standist í þessari. – Sem þau gera.

Ég er bara á góðu róli – er 7 cm minni yfir brjóstin en ég var í október og sentimetri rúmlega farinn af öllum öðrum mælistöðum – hendurnar hafa misst eina fjóra fimm held hvor svo þetta er allt á réttri leið.

Með yfirvegun og vilja, athygli og meðvitund vík ég af braut ofátsins og hverf á slóð skipulags og reglufestu í því – sem vel að merkja ræður oftast ríkjum.

Og ég verð að hætta að vera svona þreytt… Veit bara ekki alveg hvernig…

Fyrr að sofa kannski híhíhí það væri þó ekki að það skipti máli.

Nú jæja

Námsmatið búið og húrra fyrir því. Þá er bara að semja leikrit og æfa fyrir árshátíðina…

Hlýt að komast léttilega frá því.

sigh eitt tekur við af öðru. Og ég þarf að vera búin að missa 4 kíló eftir mánuð.

Guð gefi mér styrk til þess að amk missa 500 gr…

Og þar hafið þið það – Guð kominn til sögunnar líka.

Ja hérna hér!