Ægilega eru mikil læti yfir þessum hlaupa-ársdegi.Það er eins og það sé það merkilegast í heimi að það sé einhver dagur á fjögurra ára fresti – en kannski er það merkilegt – það er amk gert nóg úr kosningum og þær eru á fjögurra ára fresti.
það verður líklega merkilegt það sem gerist nógu sjaldan ;-). En þessi dagur er nú bara eins og allir aðrir dagar hjá mér. Sniðugt hjá RÚV að víxla dagskrárgerðarfólki! Híhí
En annars hefði maður átt að taka þetta rækilega fyrir í stærðfræðinni. Útskýrir ýmislegt.
En sem sagt
Ný tala á vigtinni. Það er nú meira sem þessi kíló geta hrunið af manni allt í einu – nú eru mjög mörg ár – síðan ég hef verið eins ,,létt“ og ég er núna. Og það besta er að það að hafa verið stopp í marga mánuði – eða svona næstum því – því eitthvað miðaði jú niður á við – sem sagt það að ég vera stopp í nokkrar vikur, mánuði jafnvel gerði mig ekki vitlausa. Ég hélt stundum að ég myndi missa vitið þegar ég var alltaf í sömu tölunni – og þá meina ég alltaf. Þó var það nú leikur einn miðað við þegar ég þyngdist um hálft kíló á viku í fjórar vikur eða svo! Og þá varð Baldri nú bara að orði að það væri bara ekki í lagi með þessa vigt – já og þegar meira að segja honum fannst það hljóma ósennilega þá voru það bara vöðvar sem hrúguðust á mig ;-). Sigh
En nú er ég sem sagt farin af stað niður og þá er bara að borða grænmetið áfram og áfram og endalaust og vera áfram dugleg að hreyfa sig. Ég hef tekið þrjár langar æfingar þessa vikuna og hef náð markmiðum Polla og á ég þó eftir að fara eina ferð og hjóla eða synda. Mér finnst svo gott að vera laus við að fara á morgnana í sundleikfimi að ég kemst ekki yfir það! Eins og það er nú góð og skemmtileg leikfimi þá var hún í það mesta við annasamt líf – því það var líka allt upp á mínútu og prik. Of mikil regla fyrir minn smekk ;-).
En ég þarf að koma einhverri morgunbrennslu inn. Jamm. Bráðum 😉
Við fengum þjálfara í blakið í gær og hann kenndi okkur fullt fullt af nýjum æfingum. Og mikið hrikalega var gaman. JUUUU það var svo skemmtilegt. Verst að ég get ekki neitt…
En til þess þarf maður að æfa sig. Ég er að hugsa um að fara í salinn og spila við vegginn – æfa fingurslag sem ég bara kann ekki.
Margt sem ég kann ekki og get ekki – ég er náttúrulega óttaleg skessa og ekki mjög fim. Þarf sem sagt að léttast ;-).
Og ég er skoho að því – loksins ;-).
Ég er búin að ákveða að vera á Ljósuborg áfram, sækja um í KHÍ í framhaldsnám og koma 10 einingunum mínum í hús en það vantar smávægilegt upp á tíu. Það er svo ýmislegt í boði í náminu og kannski verður hægt að taka sagnfræði áfanga þegar HÍ og KHÍ sameinast. Spennandi. Svo þegar ég er búin að læra fullt fullt og fullt þá spilast kannski eitthvað gott uppí hendurnar á manni. Margt sem kemur til greina svo sem.
Ég er mjög fegin að vera búin að ákveða þetta og líður betur, hvað sem ég svo verð þegar ég er orðin stór. Klára master fyrir fimmtugt – gott plan held ég bara :D. Dugir ekki að slóra. Já og svo þarf ég að sækja um námsleyfi á launum alveg þangað til ég fæ það.



