Svoldið spæld sko

….hélt það myndi rigna yfir mig hryggðarpóstunum yfir því hve lítið ég blogga! En þá er bara eins og allir séu fegnir 😉 Híhí – svona eru nú skipsbrotin margvísleg.

Nú er þriðji dagur nýja æfingaprógrammisins að kvöldi kominn – en þó er einn veigamikill þáttur eftir – SPINNING. Ég er annars mjög ánægð með hvernig hefur tekist til – staðið við allt – fór meira að segja að hjóla eftir vinnu á mánudaginn.

Og ég ÆTLA í spinning núna á eftir sko…

….eftir klukkutíma.

Ég veit ekki afhverju mér finnst það svona mikið mál en einhvern veginn hef ég algjörlega gengið fram af mér síðast – var illt í úlnliðum, hælum, ristum og hnjám og hreint alls staðar í tímanum sjálfum – en nú ætla ég á hina tegundina af hjólum og sjá hvort ekki verður auðveldara að eiga við þetta.

Ég ætla líka að fara í sandölunum og sjá hvort það er betra – þeir eru opnir og tærnar rekast þá ekki í eitthvað – það er nú meira hvað maður getur verið aumur alls staðar.

Fyrst og fremst ætla ég þó að láta drenginn vita að ég verði þarna bara upp á punt og hann megi ekki senda mér nein svona augnaráð sem fela í sér að ég eigi að gera meira eða betur ;-). Málið er að ganga ekki svo fram af sér að maður þori ekki aftur.

Þð er afskaplega mikill snjór og ég setti persónulegt met í snjóakstri í gær en ég er á ágætum bílaleigubíl – Toyotu með skriðvörn og firna góðum dekkjum – en ég hef aldrei á minni lífsfæddri æfi keyrt í eins miklum snjó- svona ein og sjálf . En við Toyotan komumst þetta nú – en það var nú meira fyrir heppni – nú eða undraverða aksturshæfileika en eitthvað annað. Það var t.d. eins gott að ég stoppaði hvergi á leiðinni – þá hefði ég aldrei komist af stað aftur. Mæta bílum og hleypa fram hjá var heldur ekki sérlega auðvelt – úff púff enda fór ég bara snemma heim í dag og hef verið að vinna hér heima. Já og undirbúið mig andlega fyrir þennan spinning tíma ;-).

Annars er ég bara góð. Ægilega mikið að kenna og vera gáfuleg auk þess sem fæturnir á mér eru allir aðrir og ég finn ekki svona viðbjóðslega til í vöðvunum mínum eins og áður. Þannig að so far so gúdd.

Hvort það eru gigtarlyfin (sem þó klárlega virka á helv… ristarverkina það er klárt), magnesíumið, eða eitthvað breytt áætlun – nú eða allt þetta þá er ljóst að eitthvað er að gerast í átt að því að ég losni út úr þessari sturlun sem ég var föst í. Ég get bara sagt ykkur það að ég afber ekki að finna til – það bara gerir mig brjálaða. Hálsverkir í fyrra í marga mánuði og svo fótaverkirnir núna – úffiti púff.

MUNA: Ekki keyra mig inn í svo svæsna verki að ég veit ekki hvort ég er appelsína eða hneta.

Hér er ágæt grein um að við eigum að þykja vænt um líkamann okkar.

Fjögurra barna móðir fyrrum nemenda minna lést nú í vikunni – varla orðin fertug. Mikið er lífið ósanngjarnt. Ég hitti manninn hennar á fimmtudaginn var og spurði hvernig konan hefði það og fékk þá fréttirnar að stutt væri eftir. Og fjórum dögum síðar er hún dáin blessunin.

Elskuleg fjölskylda þarf að kljást við ósanngjörn úrlausnarefni. Þau eru ekki öll jafn kræsileg spilin sem við fáum að spila úr. En ótrúlegt er hve vörnin skilar miklu.

Helgin mín

…og helgin þín!

Hvað tíminn líður hratt. Ég var að vinna í vefsíðumálum í dag og í gær – náði ansi góðu sambandi við mig þar. Komin á skrið verð ég að segja og vona. Þetta er náttúrulega áhugamennska og vitið ekki meira en guð gaf. Og klárt er að allt verkar tvímælis þá gert er.

Svo er náttúrulega búið að gera þessi venjulegu heimilisverk. Skúra, þvo þvotta – ganga frá jólaskrauti – ohyeah (það er nú svolítið afrek eins og er til af því hér í þessu húsi mínu ;-)).

Síðast en ekki sýst fór ég í sund bæði í gær og í dag og þó ekki væru teknir langir sprettir þá var nú samt verið að í 25 mínútur eða svo. Og það er töluvert betra en ekki neitt.

Hreyfing á morgun? Ekki gott að segja…..

Það er þó alveg víst að ég fer í sundleikfimi í fyrramálið – bolurinn og handklæðin komn á ofninn og taskan tilbúin.

Það er meiri spurning með spinningið… Ég held ég ákveði að fara í spinning á miðvikudögum þar til ég byrja aftur í blaki…

Mánudagur – sundleikfimi. Heim um 16:00. Bónus – 25 mín hjólasprettur eftir vinnu í Styrk eða úti eftir því hvernig veðrið og hálkumál standa. Hafa íþróttaföt tilbúin í bílnum – best að fara STRAX eftir vinnu.

Þriðjudagur – langur vinnudagur og engin hreyfing.

Miðvikudagur – sundleikfimi og spinning. Heim strax kl. 16

Fimmtudagur – langur vinnudagur og sund um kvöldið

Föstudagur – Sundleikfimi – stuttur vinnudagur. Hjólað í Styrk í 50 – 60 mínútur.

Laugardagur – hjólatúr hvort heldur er í Styrk eða úti (það fer að vora) – varaplan stuttur sundsprettur.

Sunnudagur – hvernig væri að fara í Styrk kl 10 að hjóla í smá morgunbrennslu (eða útihjól ef veðrið er gott??) slökun í lauginni og örstuttur sundsprettur.

Ekki veit ég hvernig þetta spilast og vísast er þetta nú eitthvað sérkennilega mikið eða lítið eða eitthvað….

Hreyfingin mín

Fór í sundleikfimi í morgun -búin að skrá mig í þrjá tíma á viku

Fór samt ekki að synda í 10 mín í lokin – get það líklega vel ef ég fer ekki pottinn…

Fór svo í Styrk því ég gat ekki hugsað mér að fara inn í helgina án þess. Hjólaði í 24 mín í fínum spretti og svo í Zetornum (sethjól ;-)) í 30. En ég fór ekkert að lyfta. Sjáum hvort það hefur auðveldað vöðvunum mínum svolítið.

Þarf að hugsa um stundaskrána mína í hreyfingunni svoldið lengur…. Þetta er svoldið flókið.

Þarf að sætta mig við að þurfa að breyta….

Ekkert að marka mig

Allar buxur eru að verða of litlar á mig – ég hef fitnað svo. Fer svo á vigtina í dag og er 400 gr léttari en 2. janúar.

Ég held það sé bara ekkert að marka mig varðandi svona eitthvað ;-).

Ég er alveg að fara að verða rosa dugleg. Fyrst er bara að finna svolítið minna til í fótunum mínum. Það er á góðri leið.

fór ekki í blak í dag – oh my god.

Mánarðarfrí hófst sem sagt 10 janúar og stendur til 8. febrúar. Stefni á að vera orðin góð í fótunum þá!

Hjól og sund:

Ég á víst að koma mér í sundleikfimi 3 x í viku.

Spinning 1 x í viku – á morgnana ef það byrjar á næstunni – annars bara á kvöldin (þarf að safna í mig kjarki – það var ógeðslega erfitt síðast!)

Sund 2 – 3 sinnum í viku

hmmm svoldið mörg ef og kannski í þessu hjá mér…

Já og hjóla í Styrk 2o + mínútur… nokkrum sinnnum 2 sinnum…

Hmmm ég þarf að setja þetta upp í eitthvað kerfi dugir – ekki að hafa þetta svona laust í reipunum..

Gengur ekki að synda of mikið það fer víst bara í hálsinn á mér…

Fer svo ekki bara að rigna og ég út að hjóla ótt og títt…?

já og eitt enn:

AGI

Ég held ég sé á leið til USA!

Í fjölskylduferð. Pælið í því! Ég held ég sé farin í að safna flöskum á næturna ;-).

Nánar um það síðar. Kannski get ég sett mér einhver markmið þar að lútandi. Koma sér í gott form og umbuna sér með ferðinni – kannski að komast niður um eina stærði í buxum svo maður geti keypt sér eins og einar brækur. Amk kaupi ég mér Asics skó það er klárt.

Amk eitt par….

En ég fór nú ekki að synda í dag en í sundleikfimi á morgun.

Sigh…

Þetta er allt að koma

Um upplifun

…raunveruleikinn kemur vonandi síðar.

Mér finnst ég vera svo ódugleg
Mér finnst ég vera svo feit að ég hafi aldrei á ævinni verið feitari
Hafi ég einhvern tímann lést þá hef ég áreiðanlega bætt því öllu á mig á síðustu viku eða svo.
Ég á svo bágt að mér liggur við köfnun og þyrfti teymi af fjórum til að vera með mér í að koma þeirri sjálfsvorkunn allri í lóg!

Það er líklega kominn tími til að hífa upp um sig brækurnar….

Stuttir dagar – langir dagar

Það er skrítið en stundum þegar maður vaknar þá bara veit maður að manni verður ekkert úr verki. Þó verkin bíði í löngum bunum! Svo eru aðrir dagar þar sem allt liggur marflatt fyrir framan mann og ekkert vex manni í augum. Frá morgni til kvölds er hamast og ekki slegið slöku við. Það er ekki svoleiðis dagur hjá minni í dag!

Ég get í fyrsta lagi sofið að því er virðist endalaust. Ég var heima í gær með þvílíkan hausverk og vitleysu sem svo bráði af mér er leið á daginn en ég er samt með einhvern ókennilegan hnullung ofan á hausnum á mér – vísast er það honum að kenna að ég virðist ekki vera með sprækara móti í augnablikinu!

Ég þarf að taka til í þessu húsi mínu, skúra, straua dúka og upphugsa eitthvað sniðugt handa börnunum mínu stóru í afmælisgjöf! En mér miðar nú ekki mikið í því – og hreint ekki neitt ef ég sit bara hér og blogga!

Dríf mig hér með út og lít í búðir ef það er þá ekki búið að loka þeim öllum! Oh my god

Markmið ársins 2008

Þar sem ég var ekki sem ánægðust með 12 kílóin mín þá held ég að ég verði að stefna á

350 gr á viku – 1,4 á mánuði 15,5 kg á komandi ári.

Þetta er sem sagt skjalfest.

Hreyfing inni ekki sjaldnar en 5 sinnum í viku. Helst sex sinnum.

Í upphafi árs er ég fótalaus. Að því gefnu ætla ég að synda og hjóla sem allra mest í upphafi og fram á vor.

Taka alvarlega á mataræði – hugsa um að léttast í gegnum mataræði með stuðningi hreyfingarinnar en ekki öfugt. Spurning um hugafar. Leita mér stuðnings – sálfræðings, OA eða hvers annars sem er í boði til þess að ná tökum á þessu.

Hætta að stjórna – heldur hafa stjórn

Hætta að þykjast bera ábyrgð á öðru og öðrum heldur axla ábyrgð á sjálfri mér.

Safna fyrir USA ferð – þurrkar og rúmi!

Gera handavinnu og finna mér farveg í námi.

Þarf að hugsa þetta betur! Meira hmmmm úff erfið þessi markmið.

Markmið fyrir liðið ár – mat

Stefnt er að því að léttast ekki minna en 250 gr. á viku á komandi ári.

Það þýðir að ég léttist um 1 kíló á mánuði að jafnaði – 12 kg alls. Ef ég léttist um 750 gr á viku þá verð ég 39 kg léttari í desember. Það er hins vegar ekki raunhæft og stefnt er að því að léttast um 20 – 22 kg á nýju ári. Það eru um 400 gr á viku.Ég hef gert ótrúlega magnað línurit yfir léttinginn og inn á það verður merkt einu sinni í mánuði – nú eða tvisvar eftir því hve góð ég verð á geði en það hefur ekki sérlega góð áhrif á mig að stíga á hana er mér sagt ;-).Sem sagt ég vonast til þess að hafa misst alls 40 kg í lok árs. Það er nú allnokkuð er mér sagt!Leiðir til þess að léttast? Þær sömu og hingað til.Hreyfa mig af fullri alvöru og á sem fjölbreytilegastan hátt.

Þetta gekk – rétt svo. 12 kíló á liðnu ári.

Búa til rými innan hversdagsleikans fyrir hreyfinguna – gera hana að sjálfsögðum hluta hvers dags.

Morgunbrennsla Göngur Hjólreiðar Sund Sundleikfimi Spinning Lyftingar og ræktin

Hreyfingin er inni – morgunbrennsla lítil og léleg eftir að ég fór á Ljósuborg. En fer þó í sundleikfimi tvisvar sinnum í viku. Hreyfingin er fjölbreytt og ég gerði þetta allt á liðnu ári.

Mataræði áfram í sífelldri endurskoðun!

Þar er sem sagt brekkan!

Bæta svefninn

Tókst fullkomlega

Annað:
Kaupa þurrkara Neibb vantar hann enn
Nýtt rúm! Neibb vantar það enn
Vera mikið í útilegum Tókst ágætlega
Vera dugleg í náminu mínu Hætt í því!!!!
Endurskoða vinnuna mína Hvort ég gerði – fékk mér nýja!
Mála húsið Tókst svona líka ágætlega
Setja króka fyrir jólaseríu á húsið í sumar en ekki í 20 stiga frosti um næstu jól! Ja sko… Krókarnir fór á – en í nóvember – ekki í kulda en nokkru myrkir.
Safna fyrir almennilegum jólaseríum á húsið! Tókst
Fara til Færeyja Ekki bara einu sinni heldur tvisvar – frábært reyndar.
Fá bætur fyrir augað hans Palla og athuga með nýtt bað og klósett! Vís send stefna 2. janúar 2008 – gekk sem sagt ekki
Koma sér út úr þessum eilífu blankheitum! Tókst að sum leyti
Halda áfram að búa um rúmið mitt 😉 Hefur gengið vel seinni part ársins – koma reglu á líf sitt – fyrsta atriði – búa um rúmið sitt
Bætist við eftir þörfum

Nú þetta getur bara ekki talist slæmt – hvað eru margt blátt 4? Og það er allt undir annað ;-). Sem sagt þrátt fyrir allt tókst mér það sem ég ætlaði mér að mestu leyti síðasta ár. Engin ástæða til að vera hundóánægð eller hvad?

Nú er bara að setja sér raunhæf markmið fyrir 2008

Kíló í plús

… eftir jólafríið. Það verður varla betur sloppið en það vænti ég.

Nú er bara að stunda heilsurækt og heilbrigt líferni (lesist mataræði). Blak á morgun og hvur veit hvað.

Engir stórir skandalar átt sér stað síðan ég fór í Styrk (úff erfitt).