…það er líklega hægt að sofa endalaust. Ég hef komist að því í dag. Hef sofið nánast sleitulaust í dag – fór í búð og hafði það upp úr krafsinu að ég er alveg í messi.
Og ég var að frétta að sundlaugin er lokuð alla helgina – og á morgun. Og verður kannski ekki opin á mánudag.
Úffitipúff – á eftir 2000 kaloríur svo ég nái því sem polli vill. Hjól á morgun skilar mér 1000. Þarf að hugsa eitthvað rosa sniðugt til að losa mig við hinar 1000.
Vigtun á morgun. Gleymdi að kaupa mér laxerolíu 😉 en mundi eftir naglaklippum sem er afar mikið fagnaðarefni.