Það er svo mikið að gera

…að því viðbættu að ég er algjörlega miður mín útaf þessum handbolta. Og rétt eins og alltaf þegar illa lætur þá bara hugsa ég ekki meira um það! Nema í undirmeðvitundinni sem svo aftur gerir mig alveg galna. En sem sagt ekki meira um handbolta.

Ég bara blogga ekki neitt. En það þýðir nú ekki að sú stutta sé ekki að sýsla eitt og annað. Það er búið að vera svolítið tölvuvesen á mér undanfarna daga þannig að ég hef ekki alveg náð mér á strik þar en það kemur. Bíðið þið bara.

Já og hvað er með þennan fíflagang í borginni. Mér bara verður óglatt og ég held satt að segja að nú sé nóg komið af ruglinu og fíflaganginum og mér finnst að sjálfstæðismenn ættu að skammast sín að bjóða manni upp á þann málflutning sem hafður er í frammi núna. Nei nei ekkert veikur meirihluti. Og afhverju er ekki talað um það upphátt hvað var að Ólafi? Það skyldi þó ekki vera að maðurinn hafi orðið þunglyndur, manískur eða geðveikur á einhvern hátt? Það gæti amk útskýrt afhverju ekkert er talað um sjúkdóminn. Það veit sá sem allt veit að hann hefði borið á góma væri hann tengdur hjarta eða verið krabbi. Það fer ekki fram hjá manni en geðsjúkdóma má ekki ræða og væntanlega þá alls ekki ef sá sem þjáist af honum hefur verið dubbaður upp sem borgarstjóri – sem ég svo veit svo sem ekkert um! En sá grunur læðist að manni.

En sem sagt. Polli gaf mér bikar fyrir síðustu viku – sveik mig um eina sundferð – stendur til bóta því ég fór óvænt í Styrk í dag og hjólaði þar af mér 1000 kaloríur eða svo. Það var nefnilega ekki skóli vegna veðurs og færðar. Ég hef verið að sýsla hér heima og ná áttum. ÉG nefnilega týni þeim við og við og þá er gott að vera í rólegheitum að finna þær ;-).

Á morgun er það svo sundleikfimi og spinning – auk ART námskeiðs – en þá rætist ósk sumra drengja í Sunnulæk sem fannst ég ætti að fara á slíkt námskeið – en þetta er námskeið í því að vinna með nemendum varðandi reiðistjórnun og tilfinningar.

Þetta er þriggja daga námskeið svo ég verð ekki í upp á Ljósuborg næstu daga.

Vona bara að það verði skemmtilegt og ekki mjög erfitt.

Þykist vera byrjuð að halda matardagbók – og miiiiiiiklar pælingar í gangi við matarhliðina á lífsstílsbreytingunni minni. Nánari fréttir af því koma síðar ;-).

Áfram Ísland.

Færðu inn athugasemd