Helgin mín

…og helgin þín!

Hvað tíminn líður hratt. Ég var að vinna í vefsíðumálum í dag og í gær – náði ansi góðu sambandi við mig þar. Komin á skrið verð ég að segja og vona. Þetta er náttúrulega áhugamennska og vitið ekki meira en guð gaf. Og klárt er að allt verkar tvímælis þá gert er.

Svo er náttúrulega búið að gera þessi venjulegu heimilisverk. Skúra, þvo þvotta – ganga frá jólaskrauti – ohyeah (það er nú svolítið afrek eins og er til af því hér í þessu húsi mínu ;-)).

Síðast en ekki sýst fór ég í sund bæði í gær og í dag og þó ekki væru teknir langir sprettir þá var nú samt verið að í 25 mínútur eða svo. Og það er töluvert betra en ekki neitt.

Hreyfing á morgun? Ekki gott að segja…..

Það er þó alveg víst að ég fer í sundleikfimi í fyrramálið – bolurinn og handklæðin komn á ofninn og taskan tilbúin.

Það er meiri spurning með spinningið… Ég held ég ákveði að fara í spinning á miðvikudögum þar til ég byrja aftur í blaki…

Mánudagur – sundleikfimi. Heim um 16:00. Bónus – 25 mín hjólasprettur eftir vinnu í Styrk eða úti eftir því hvernig veðrið og hálkumál standa. Hafa íþróttaföt tilbúin í bílnum – best að fara STRAX eftir vinnu.

Þriðjudagur – langur vinnudagur og engin hreyfing.

Miðvikudagur – sundleikfimi og spinning. Heim strax kl. 16

Fimmtudagur – langur vinnudagur og sund um kvöldið

Föstudagur – Sundleikfimi – stuttur vinnudagur. Hjólað í Styrk í 50 – 60 mínútur.

Laugardagur – hjólatúr hvort heldur er í Styrk eða úti (það fer að vora) – varaplan stuttur sundsprettur.

Sunnudagur – hvernig væri að fara í Styrk kl 10 að hjóla í smá morgunbrennslu (eða útihjól ef veðrið er gott??) slökun í lauginni og örstuttur sundsprettur.

Ekki veit ég hvernig þetta spilast og vísast er þetta nú eitthvað sérkennilega mikið eða lítið eða eitthvað….

Færðu inn athugasemd