Ekkert að marka mig

Allar buxur eru að verða of litlar á mig – ég hef fitnað svo. Fer svo á vigtina í dag og er 400 gr léttari en 2. janúar.

Ég held það sé bara ekkert að marka mig varðandi svona eitthvað ;-).

Ég er alveg að fara að verða rosa dugleg. Fyrst er bara að finna svolítið minna til í fótunum mínum. Það er á góðri leið.

fór ekki í blak í dag – oh my god.

Mánarðarfrí hófst sem sagt 10 janúar og stendur til 8. febrúar. Stefni á að vera orðin góð í fótunum þá!

Hjól og sund:

Ég á víst að koma mér í sundleikfimi 3 x í viku.

Spinning 1 x í viku – á morgnana ef það byrjar á næstunni – annars bara á kvöldin (þarf að safna í mig kjarki – það var ógeðslega erfitt síðast!)

Sund 2 – 3 sinnum í viku

hmmm svoldið mörg ef og kannski í þessu hjá mér…

Já og hjóla í Styrk 2o + mínútur… nokkrum sinnnum 2 sinnum…

Hmmm ég þarf að setja þetta upp í eitthvað kerfi dugir – ekki að hafa þetta svona laust í reipunum..

Gengur ekki að synda of mikið það fer víst bara í hálsinn á mér…

Fer svo ekki bara að rigna og ég út að hjóla ótt og títt…?

já og eitt enn:

AGI

Færðu inn athugasemd