Markmið fyrir liðið ár – mat

Stefnt er að því að léttast ekki minna en 250 gr. á viku á komandi ári.

Það þýðir að ég léttist um 1 kíló á mánuði að jafnaði – 12 kg alls. Ef ég léttist um 750 gr á viku þá verð ég 39 kg léttari í desember. Það er hins vegar ekki raunhæft og stefnt er að því að léttast um 20 – 22 kg á nýju ári. Það eru um 400 gr á viku.Ég hef gert ótrúlega magnað línurit yfir léttinginn og inn á það verður merkt einu sinni í mánuði – nú eða tvisvar eftir því hve góð ég verð á geði en það hefur ekki sérlega góð áhrif á mig að stíga á hana er mér sagt ;-).Sem sagt ég vonast til þess að hafa misst alls 40 kg í lok árs. Það er nú allnokkuð er mér sagt!Leiðir til þess að léttast? Þær sömu og hingað til.Hreyfa mig af fullri alvöru og á sem fjölbreytilegastan hátt.

Þetta gekk – rétt svo. 12 kíló á liðnu ári.

Búa til rými innan hversdagsleikans fyrir hreyfinguna – gera hana að sjálfsögðum hluta hvers dags.

Morgunbrennsla Göngur Hjólreiðar Sund Sundleikfimi Spinning Lyftingar og ræktin

Hreyfingin er inni – morgunbrennsla lítil og léleg eftir að ég fór á Ljósuborg. En fer þó í sundleikfimi tvisvar sinnum í viku. Hreyfingin er fjölbreytt og ég gerði þetta allt á liðnu ári.

Mataræði áfram í sífelldri endurskoðun!

Þar er sem sagt brekkan!

Bæta svefninn

Tókst fullkomlega

Annað:
Kaupa þurrkara Neibb vantar hann enn
Nýtt rúm! Neibb vantar það enn
Vera mikið í útilegum Tókst ágætlega
Vera dugleg í náminu mínu Hætt í því!!!!
Endurskoða vinnuna mína Hvort ég gerði – fékk mér nýja!
Mála húsið Tókst svona líka ágætlega
Setja króka fyrir jólaseríu á húsið í sumar en ekki í 20 stiga frosti um næstu jól! Ja sko… Krókarnir fór á – en í nóvember – ekki í kulda en nokkru myrkir.
Safna fyrir almennilegum jólaseríum á húsið! Tókst
Fara til Færeyja Ekki bara einu sinni heldur tvisvar – frábært reyndar.
Fá bætur fyrir augað hans Palla og athuga með nýtt bað og klósett! Vís send stefna 2. janúar 2008 – gekk sem sagt ekki
Koma sér út úr þessum eilífu blankheitum! Tókst að sum leyti
Halda áfram að búa um rúmið mitt 😉 Hefur gengið vel seinni part ársins – koma reglu á líf sitt – fyrsta atriði – búa um rúmið sitt
Bætist við eftir þörfum

Nú þetta getur bara ekki talist slæmt – hvað eru margt blátt 4? Og það er allt undir annað ;-). Sem sagt þrátt fyrir allt tókst mér það sem ég ætlaði mér að mestu leyti síðasta ár. Engin ástæða til að vera hundóánægð eller hvad?

Nú er bara að setja sér raunhæf markmið fyrir 2008

2 athugasemdir á “Markmið fyrir liðið ár – mat

  1. Frábært hjá þér dúllan mín, goður árangur og mikið að gerast.Flott að geta sett upp svona markmið og farið efitr þeim. Eitthvað sem ég þarf að læra, ég geri eitthvða og hugsa svo,sjáumst sem fyrstkv. Sædís

    Líkar við

  2. Takk Sædís – kannski ekki frábært en sleppur… En ekki nærri eins slæmt og mér fannst ;-). Gangi þér vel í þínu – það er nú enginn smá árangur hjá þér kella mín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd