Enginn skóli í dag vegna ófærðar. Ég sit hér fyrir framan tölvuna og hugsa um námsmat og sitthvað fleira gáfulegt. Já og náttúrulega spinning svoldið líka 😉
Þetta sagði Baldur um spinningpúlsinn minn:
Þinn hámarkspúls er líklega ekki nema ca 160-70. Þá ertu líklega að fara of hátt upp í upphitun. Ættir að vera í kringum 100. Ef seinna settið á að vera erfiðara þá skaltu stefna í svona 130-140 í fyrra setti og svo 140-150 í seinna setti til að byrja með.
Ég veit nú ekkert hvort það er gott eða slæmt að vera með svo lágan hámarkspúls – held samt að það sé þetta þarna með að ég sé stór kona og því með stórt hjarta og það dæli því hægar en meira í hvert sinn. Hljómar sennilega.
Nú ég fór sem sagt í spinning í gær og var svona að skoða sviðið og spreyta mig um leið. Spinning reynir á mig að tvennu leyti – annars vegar því augljósa – þolið. Hitt er svo alls konar aumingjaskapur, illt í herðum og hálsi, úlnliðum, kálfum svo ekki sé minnst á ristarnar sem alveg klikkast hef ég gleymi að taka gigtarlyfið þann daginn (eins og í gær). Ég ætlaði því í gær að fara svoldið gáfulega í gegnum settin og sjá hvort ég næði að mynad mér einhverja skoðun á því hvernig væri best að fara í gegnum þetta – með púlsleiðbeiningarnar í huga.
Mér gekk vel að hita upp og vera bara í kringum 100 fyrstu lögin tvö og var komin í 120 undir lok þeirra – í fyrra settinu var ég gjarnan í kringum 130 og svo fór ég 140 undir lokin og stundum aðeins meira. Í miðsettinu var ég bara svipað nema þá fór ég ekki mikið undir 140 nema svona í upphafi laga. Nú í lokasettinu náði ég mér ekki á flug enda orðið meira en í meðallagi pirruð á naríunum sem voru á mjög vitlausum stað og vinstri ristin alveg að drepa mig en engu að síður tókst mér nú að geysast af stað og var í kringum 160 í nokkrar mínútur.
Meðalpúls með upphitun og teygjum var 125 sem ég held að sé gott í 80 mínútna lotu. Góðu féttirnar eru þær að ég svitnaði alveg ótrúlega þannig að þetta er að skila mér ágætu – en ég á alltaf í ákveðnum vandræðum með að svitna. En í gær láku nokkrir svitadropar niður ennið ;-). Þannig að ég er ánægð með tímann og sé að ég hef verið á nokkuð góðu róli miðað við leiðbeiningarnar. Það er mikið atriði að sprengja sig ekki og ná út úr þessu. Eg er mest hissa á því hvað þetta reynir á – hjólin eru ekki eins og þessu gömlu góðu, og ég er aum á ótrúlegustu stöðum – t.d. vinstri olnboga… já og svo er hnéð ekki alveg ánægt heldur.
En allt er þetta á réttri leið – ég er að létta mig, ég er að hreyfa mig helling og með góðu átaki í mataræðinu þá gengur þetta fínt.
Og nú fer bara að koma tími á að skiluleggja apríl partíiið 😉
Kveðjur frá Ingu sem ætlar að vinna í námsmati og taka til í húsinu sínu í dag.
Ps: Í dag er síðasta blakæfingin sem ég missi af – ef það verður þá blak vegna færðar – jah verður ekki allt gengið niður seinni partinn og allt mokað.