Hausverkur dauðans

…það er líklega hægt að sofa endalaust. Ég hef komist að því í dag. Hef sofið nánast sleitulaust í dag – fór í búð og hafði það upp úr krafsinu að ég er alveg í messi.

Og ég var að frétta að sundlaugin er lokuð alla helgina – og á morgun. Og verður kannski ekki opin á mánudag.

Úffitipúff – á eftir 2000 kaloríur svo ég nái því sem polli vill. Hjól á morgun skilar mér 1000. Þarf að hugsa eitthvað rosa sniðugt til að losa mig við hinar 1000.

Vigtun á morgun. Gleymdi að kaupa mér laxerolíu 😉 en mundi eftir naglaklippum sem er afar mikið fagnaðarefni.

Spinning og heima

Enginn skóli í dag vegna ófærðar. Ég sit hér fyrir framan tölvuna og hugsa um námsmat og sitthvað fleira gáfulegt. Já og náttúrulega spinning svoldið líka 😉

Þetta sagði Baldur um spinningpúlsinn minn:

Þinn hámarkspúls er líklega ekki nema ca 160-70. Þá ertu líklega að fara of hátt upp í upphitun. Ættir að vera í kringum 100. Ef seinna settið á að vera erfiðara þá skaltu stefna í svona 130-140 í fyrra setti og svo 140-150 í seinna setti til að byrja með.

Ég veit nú ekkert hvort það er gott eða slæmt að vera með svo lágan hámarkspúls – held samt að það sé þetta þarna með að ég sé stór kona og því með stórt hjarta og það dæli því hægar en meira í hvert sinn. Hljómar sennilega.

Nú ég fór sem sagt í spinning í gær og var svona að skoða sviðið og spreyta mig um leið. Spinning reynir á mig að tvennu leyti – annars vegar því augljósa – þolið. Hitt er svo alls konar aumingjaskapur, illt í herðum og hálsi, úlnliðum, kálfum svo ekki sé minnst á ristarnar sem alveg klikkast hef ég gleymi að taka gigtarlyfið þann daginn (eins og í gær). Ég ætlaði því í gær að fara svoldið gáfulega í gegnum settin og sjá hvort ég næði að mynad mér einhverja skoðun á því hvernig væri best að fara í gegnum þetta – með púlsleiðbeiningarnar í huga.

Mér gekk vel að hita upp og vera bara í kringum 100 fyrstu lögin tvö og var komin í 120 undir lok þeirra – í fyrra settinu var ég gjarnan í kringum 130 og svo fór ég 140 undir lokin og stundum aðeins meira. Í miðsettinu var ég bara svipað nema þá fór ég ekki mikið undir 140 nema svona í upphafi laga. Nú í lokasettinu náði ég mér ekki á flug enda orðið meira en í meðallagi pirruð á naríunum sem voru á mjög vitlausum stað og vinstri ristin alveg að drepa mig en engu að síður tókst mér nú að geysast af stað og var í kringum 160 í nokkrar mínútur.

Meðalpúls með upphitun og teygjum var 125 sem ég held að sé gott í 80 mínútna lotu. Góðu féttirnar eru þær að ég svitnaði alveg ótrúlega þannig að þetta er að skila mér ágætu – en ég á alltaf í ákveðnum vandræðum með að svitna. En í gær láku nokkrir svitadropar niður ennið ;-). Þannig að ég er ánægð með tímann og sé að ég hef verið á nokkuð góðu róli miðað við leiðbeiningarnar. Það er mikið atriði að sprengja sig ekki og ná út úr þessu. Eg er mest hissa á því hvað þetta reynir á – hjólin eru ekki eins og þessu gömlu góðu, og ég er aum á ótrúlegustu stöðum – t.d. vinstri olnboga… já og svo er hnéð ekki alveg ánægt heldur.

En allt er þetta á réttri leið – ég er að létta mig, ég er að hreyfa mig helling og með góðu átaki í mataræðinu þá gengur þetta fínt.

Og nú fer bara að koma tími á að skiluleggja apríl partíiið 😉

Kveðjur frá Ingu sem ætlar að vinna í námsmati og taka til í húsinu sínu í dag.

Ps: Í dag er síðasta blakæfingin sem ég missi af – ef það verður þá blak vegna færðar – jah verður ekki allt gengið niður seinni partinn og allt mokað.

Ekki neitt

…og minna en það jafnvel. Svona ef hvunndagurinn er einskis virði að minnsta kosti sem er náttúrulega alls ekki svo því hann er það besta við þetta allt saman.

Ég breyti því titlinum í ALLT og EITTHVAÐ tíhíhí

En sem sagt hér er allt með venjubundnum hætti – ég slysast til að undirbúa kennsluna mína og mæti hana.

Hreyfingin lítur svona út:

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 6:45 sundleikfimi auk 300 metra í viðbót af sundi til að komast í 550 kalóríur ;-). Rétt næ í vinnuna á réttum tíma maður minn úff púff mikið að gera í því að vera morgunsunddrottning ;-).

Þriðjudaga síðustu tvo hef ég farið og hjólað í 60 mín og brennt við það 1000 kaloríum.

Miðvikudaga fer ég í spinning oh yeah og er búin að fá nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig púlsinn skuli vera – þarf umtalsvert að hægja á mér og hemja mig þar – fer svolítið geyst af stað svo ekki sé meira sagt.

Svo er ég löt…

Á fimmtudögum hef ég ekki gert neitt. Hvílt mig eftir spinning og ekki veitt af skal ég segja þér! Þar kemur blakið inn þannig að líklega þarf ég að færa spinning á mánudag og hvíla á þriðjudegi. Get það áreiðanlega ;-).

Á föstudögum er hjólað í 60 mínútur.

Á laugardag og sunnudag hef ég bara ekki gert neitt síðustu vikurnar en engu að síður hefur Polli nú gefið mér bikar og ég náð hreyfimarkmiðum hans. En einn sundsprettur væri vel þeginn annan hvorn daginn – eða báða – en það er nú ekkert búið að vera venjulega leiðinlegt og kenjótt veðrið. En sem sagt allt í þessu fína í hreyfingunni – vantar kannski eins og 30 – 40 mínútur af sprikli inn í þetta – en ég bæti það svolítið upp með sundinu eftir leikfimina.

Nú…

Mataræði gengur vel. Enn eru skammtarnir of stórir og enn er ég að láta ofan í mig við og við eitthvað sem ég ætti frekar að sleppa. en ekkert af því er sælgæti eða slíkt svo þetta sleppur nú til. Og gott ef ég er ekki að fara í Bónus núna á eftir – ÞÓ ÉG NENNI ÞVÍ ALLS EKKI!

Dásemd finnst mér þessi snjór og mikið hef ég saknað hans öll þessi ár sem við höfum verið snjólaus – I love it.

Bestu kveðjur frá Ingu heiðskíru

Aum nagla-bönd?

Ah vitið þið hvað er svo óþægilegt? Þegar nöglin á puttanum einhvern veginn fer að rekast í hliðarnar á honum. Oh það er svo sárt! Svona aumingjalegur verkur – sem ekkert er en pirrandi samt. Ég er með svollis.

Ég hugsa svolítið um hana Siggu sem er ein af samferðarkonum mínum og dó fertug frá fjórum börnum og manni. Og nóg hafði gengið á áður en hún dó. Krabbinn uppgötvaðist þegar hún var komin 24 vikur á leið og síðan eru liðin tvö ár.Barnið tekið og þar gekk nú ýmislegt á, og við tók tveggja ára stríð sem tapast en vinnst samt einhvern veginn um leið því hún var svo mikil hetja og þau öll. Lífið heldur sinn vanagang. En mikið er sá vanagangur margbreytilegur.

Sigga bloggaði og ég vissi ekki af því og mér finnst það svo leiðinlegt því ég hefði svo gjarnan viljað senda henni kveðjur mínar og svo bara verður ein bloggfærslan sú síðasta. Ji minn eini.

www.123.is/lindarbaer

En af mér og mínu stússi er það að frétta að það er vel hægt að eyða deginum á facebook.com endilega komið þar inn og verið með í vitleysunni ;-). Gaman gaman bara. Og algjörlega fullt hægt að gera þar af einskisnýtum hlutum. If you have the time þá er vel hægt að eyða honum þar oh já.

Ég á meira að segja orðið norskt gæludýr sem heitir erlend.

Mér gengur illa að vinna og vera markviss. Hvað ætla ég t.d. að gera í skólanum á morgun? Það veit ég ekki alveg.

En ég er alveg að fara í það að búa til matseðla fyrir næstu viku og þá verður nú gaman og skynsamlegt að vera til í Heimahaganum híhíhí.

Innkaupaferð verður farin á …. hummmm svoldið mikið að gera. Þetta er nú bara svolítið púsl ég verð að segja það!

Þarf að hugsa þetta. Held ég sé að léttast – vigtun á föstudaginn. Það verður nú svei mér spennandi.

Ykkar Inga Facebook pæja

Hvunndagurinn er sossum ágætur

Mig vantar lím – get því ekki scrappað. Held mig hafi aldrei á ævinni vantað límstifti… En svona getur þetta verið og ekki nenni ég út að kaupa eitt lífmstifti. Onei.

Allt í dótaríi – ekkki kannski drasli en svona dóterí sem á eftir að ganga frá – já og eldamennskudrasl í eldhúsinu. Og ekki nenni ég að taka til. Onei!

Brennslumarkmið hafa gengið fínt þessa vikuna. Ég hreyfði mig ekki á fimmtudaginn. Og ekki hreyfði ég mig í dag. Og ekki er ég viss um að ég nenni því á morgun. Engu að síður nást markmið Polla og mér finnst næstum ég eigi það skilið að eiga tvo daga með engri hreyfingu – en ég er ekki viss um að Balli myndi samþykkja það … og þá ekki þrjá…….!!!!

Ah enda fer ég og syndi smá á morgun det er klart.

Ég er sem sagt með latasta móti. Andlaus svolítið – en enn upprifin vegna þess hve gaman vær á námsskeiðinu. Juuuu það var svo skemmtilegt ;-).

Hressar konur og Bjarni hress líka ;-).

Komið svar frá USA – þar vill fólk fá okkur heimsókn – allur munur það :-).

Er mjög hundfúl yfir þessu í Borginni og mér finnst eiginlega allt mjög heimskulegt. Hrmpf…

Og ég er algjörlega búin að fá nóg af Villa.

Heilahvelin

Take this test!

Most left-brained people like you feel at ease in situations requiring verbal ability, attention to detail, and linear, analytical ability. Whether you know it or not, you are a much stronger written communicator than many, able to get your ideas across better than others.

It’s also likely that you are methodical and efficient at many things that you do. You could also be good at math, particularly algebra, which is based on very strict rules that make sense to your logical mind.

Á góðu róli

…hið sama verður nú ekki sagt um þessa borgarstjórn. Vitið þið það – það er bara komið nóg af þessu rugli. Þetta er bara fyrir neðan virðingu Sjálfstæðismanna – ég segi það satt!

En ég fór í spinning í gær – og ég er alveg að verða búin að kortleggja þetta. Það er hins vegar svo að þetta er álag. Ég verð að finna rétta stellingu á hjólinu – ég er einhvern veginn að drepast úr hliðarverkunum – illt í rassinum, stýrið of langt í burtu, meiði mig í iljunum – já og í gærkveldi fékk ég alveg dásemdar áminningu um það að kálfarnir geta sprungið og það yrði mjög sárt. Mér tókst þó að taka eftir álaginu í tíma – létta á hjólinu og gefa aðeins eftir – en þetta er heilmikið álag fyrir hana Ingu þungu.

Nú mataræði gengur vel – með smá slaufum sem verða klipptar af eftir helgina þegar ég mæti í skólann með fullt af nesti og góðum áformum og hér heima verður ekkert til nema hollustan ein. Og ég er ekki að tala út í loftið því ég kann og get þetta ágætlega. Stundaskrá er líka að myndast in the back of my head. Oh yeah – ég sé ég þarf að breyta ýmsi í hreyfingaáætlun því ég fer t.d. ekki í Bónus ef ég er í blaki og svo framvegis. Já og ég held varla að ég fari í blak daginn eftir spinning þó það geti kannski verið þegar ég hef náð enn betri tökum á þessu. Það er samt meira álag en ég gerði mér grein fyrir að fara í spinning fyrir skrokkinn – skrítið því mér finnst ekki erfitt að sitja lengi á venjulegu hjóli – og ég get auðveldlega hjólað í nokkurn tíma – tvo tíma til dæmis. En það er eitthvað við þessi spinning hjól sem ég þarf að læra. Og þá geri ég það bara.

Það var frábært á námskeiði í dag. Jeeeee og ég fer aftur á morgun.

En ég fer líka í jarðarför. Afskaplega sorglegt. Ung kona dáin frá fjórum börnum á aldreinum 2 – 16 ára. Hann er ekkert grín þessi krabbi.

Reynum að gleðjast yfir okkar hversdagslega lífi. Það er ekki svo slæmt eftir allt saman.

Ykkar Inga

ART er SMART

Art er klart í Svíþjóð. Ég er á ART námskeiði og oh my god hvað það er skemmtilegt. Þetta er skemmtilegasta námskeið sem ég hef á ævinni farið á! Við erum 9 – já eða 8 og það er svo skemmtilegar konur að það er yndislegt. Kennararnir eru líka dásamlegir.

Og ég hlakka ótrúlega til að mæta á morgun.

Ég var að borða svolítið sem ég átti alls ekki að borða.

Þarf að laga það. Það verður að vera eitthvað gáfulegt til í þessu húsi. Beware – mataráætlun kemur innan skamms með áætlun um hvenær ég elda og hvenær ég versla – ekki ,,bara“hvað ég borða.

En annars bara gott. Leiðinlegt að standast ekki freistingarnar en miðað við brennslu dagsins er þetta enginn stórskaði. En óþverrinn verður að fara út. Það er ekki annað í boði – nema þá til spari. 4 kg fyrir USA og helst sex.

Markmið eru yndisleg ekki satt?

Það er svo mikið að gera

…að því viðbættu að ég er algjörlega miður mín útaf þessum handbolta. Og rétt eins og alltaf þegar illa lætur þá bara hugsa ég ekki meira um það! Nema í undirmeðvitundinni sem svo aftur gerir mig alveg galna. En sem sagt ekki meira um handbolta.

Ég bara blogga ekki neitt. En það þýðir nú ekki að sú stutta sé ekki að sýsla eitt og annað. Það er búið að vera svolítið tölvuvesen á mér undanfarna daga þannig að ég hef ekki alveg náð mér á strik þar en það kemur. Bíðið þið bara.

Já og hvað er með þennan fíflagang í borginni. Mér bara verður óglatt og ég held satt að segja að nú sé nóg komið af ruglinu og fíflaganginum og mér finnst að sjálfstæðismenn ættu að skammast sín að bjóða manni upp á þann málflutning sem hafður er í frammi núna. Nei nei ekkert veikur meirihluti. Og afhverju er ekki talað um það upphátt hvað var að Ólafi? Það skyldi þó ekki vera að maðurinn hafi orðið þunglyndur, manískur eða geðveikur á einhvern hátt? Það gæti amk útskýrt afhverju ekkert er talað um sjúkdóminn. Það veit sá sem allt veit að hann hefði borið á góma væri hann tengdur hjarta eða verið krabbi. Það fer ekki fram hjá manni en geðsjúkdóma má ekki ræða og væntanlega þá alls ekki ef sá sem þjáist af honum hefur verið dubbaður upp sem borgarstjóri – sem ég svo veit svo sem ekkert um! En sá grunur læðist að manni.

En sem sagt. Polli gaf mér bikar fyrir síðustu viku – sveik mig um eina sundferð – stendur til bóta því ég fór óvænt í Styrk í dag og hjólaði þar af mér 1000 kaloríur eða svo. Það var nefnilega ekki skóli vegna veðurs og færðar. Ég hef verið að sýsla hér heima og ná áttum. ÉG nefnilega týni þeim við og við og þá er gott að vera í rólegheitum að finna þær ;-).

Á morgun er það svo sundleikfimi og spinning – auk ART námskeiðs – en þá rætist ósk sumra drengja í Sunnulæk sem fannst ég ætti að fara á slíkt námskeið – en þetta er námskeið í því að vinna með nemendum varðandi reiðistjórnun og tilfinningar.

Þetta er þriggja daga námskeið svo ég verð ekki í upp á Ljósuborg næstu daga.

Vona bara að það verði skemmtilegt og ekki mjög erfitt.

Þykist vera byrjuð að halda matardagbók – og miiiiiiiklar pælingar í gangi við matarhliðina á lífsstílsbreytingunni minni. Nánari fréttir af því koma síðar ;-).

Áfram Ísland.

Áfram Ísland

…eða þannig sko…

Ég man eftir móti í Japan einu sinni. Ætli ég hafi ekki verið 13-14 ára. Það var ekki ferð til fjár. Og ekki sóttum við fé í greipar Svía í kvöld. En þessi leikur er að minnsta kosti búinn og mér er til efs að annar lélegri verði leikinn í bráð. Það þyrfti amk alveg einstakt tilfelli af andleysi í hópnum til þess arna. Úff

En Áfram Ísland samt….

Og fyrir þennan leik fórnaði ég sundsprettiinum mínum í dag!

Úff

En það eru líka góðar fréttir:

Ég er komin á Súbbann minn. Mikið er nú auðveldara að vera á fjórhjóladrifnu í því færi sem nú er þó á low profile dekkjum sé (sem er náttúrulega absúrd hér á þessu Ísa kalda landi).

Nú og ég fór í Spinning í gær – á sandölunum mínum frá ecco og Palla og ég komst bara vel frá því en er þó þreytt í fótunum mínum og helaum í hælunum.

Ég er búin að komast að því að fínu skórnir mínir sem ég keypti í haust henta mér alls ekki. Skemmtilegt. En ég get áreiðanlega notað þá þegar ég verð orðin betri í fótunum.

Mataræði er ágætt – nema hvað ég borða of mikið. Þarf að kippa því í liðinn. Minnka líka smjörát en allt í einu er mér farið að finnast það svona ægilega gott.

Ég borða annars vel af grænmeti flesta daga og ácextir eru ágætlega inni líka. En þarf að minnka matarskammtana og bæta enn við grænmetið.

Svo þarf ég að hugsa hvernig ég bæti fyrir það að hafa ekki farið í sund í kvöld. En það finnst einhver botn í það.

Bless elskurnar og reynið að vera ekki eins leið og ég yfir þessum handbolta…