Undursamlegt jólafrí

ji minn eini hvað er gaman að vera í jólafríi. Úffiti púff bara. Ég hef að vísu borðað óhóflega mikið af sælgæti og á því er ekki nokkur afsökun en vonandi einhver bragarbót. Ég hef hafið mandarínukúrinn að nýju en hann felst í því að hafa mandarínur í öllum hornum, eta þær hvenær sem því verður við komið. Jummi jumm og þá minnkar sælgætisátíð umtalsvert. Páll hefur tekið allt nammi af heimilunu og pakkað því niður til gamlárskvölds en sá galli er að í öðrum húsi er einnig nammi og þar hef ég verið töluvert undanfarið.

Fór í frábært jólaboð hjá Ása og Jónu í gær og þar komum við systininin og afk0mendur saman alls rúmlega 50 manns. Hver kom með kjöt og sumir með meðlæti og aðrir gos og eftirrétti og ég veit ekki hvað og hvað. Úr varð firnagóð veisla og svínabógurinn minn vakti bara lukku enda puran og kjötið alveg alfbragð – ég er sko ótrúlega góð í að elda purusteik skal ég segja ykkur!

Við komum fyrst og fórum síðust – það var svo skemmtilegt og notalegt og allt! Jamm

Af hreyfingu er það að segja að á fimmtudag skundaði mín í sund alveg ákveðin í því að bæta fyrir mataræðið um jólin og ég synti 1000 metra í gær synti ég 600 og í dag synti ég aðra 1000. Á morgun ætla ég svo að synda líka og á gamlársdag sömuleiðis. Svo opnar ekki sundlaugin aftur fyrr en þann þriðja janúar. Ég veit ekki hvort ég fer í Styrk þann annan en það væri náttúruelga afskaplega gáfulegt.

Palli gaf mér inniskó frá Ecco í jólagjöf og viti menn ég er bara öll önnur í fótunum – ótrúlega miklu auðveldara að ganga á mínum aumu iljum og hælum og sundið gerir fótunum mínum frá ökkla og ofar mjög gott. En ég finn aðeins fyrir hálsinum.

Þetta er sem sagt allt á réttir leið. Áramótauppgjörið í farvatninu og áramótaheitin að mótast. Stefni annars á að vera í miklum rólegheitum á gamlárskvöld. Mér finnst það best – verst hvað Palla finnst það firna leiðinlegt… að vera ekki á skralli.

En nú er ég að fara í matarboð þar sem fiskur verður í matinn. Og áðan skúraði ég allt húsið, Páll tók til í eldhúsinu og ég í stofunni og hér er allt ægilega jólalegt og fínt. Aðalsteinn í Borgarfirði og við bara gamla settið að vafra hér um. Ósköp notalegt allt saman.

Bestu kveðjur til ykkar allra frá Ingu sem er bara virkilega að hvílast.

1 athugasemd á “Undursamlegt jólafrí

  1. Frábært að heyra að þú hafir það gott og náir að hvílast:)Hafðu það sem best um áramotin.Gleðilegt ár til þín og þinna og megi Guð færa ykkur blessun á nýju ári.knus Sædís

    Líkar við

Færðu inn athugasemd