…fyrir flækjufót eins og mig en þetta er allt voða ljúft! Maður fær bara svoldið skrítnar hugmyndir – sem væri vel hægt að gera t.d. í mars en ekki desember en svona er þetta. Þetta ljúfa jólaamstur.
Ég fattaði að ég er orðin gömul – amk eldri en þeir sem eru 35! Það er ekkert að marka Ástu Björk hún er svo gömul sál blessunin þannig að ég hef haft svolítið ranga viðmiðun í nokkurn tíma. Svo er náttúrulega Hlín svo extreme í þessu þannig að ég hef aldrei REYNT að miða mig við hana hún er svo ýkt mikil pæja :-).
Nú jæja
En sem sagt ég er ekki alveg nógu hrifin af nýjustu jólaóróunum frá Georg Jensen en unga fólkið sem ég umgengst núna er alveg dauðhrifið af þeim og finnst mínir uppáhalds púkó…
Sem þýðir bara það – ég er out of date og það er alveg hreint nýtt fyrir mér… Verð að endurskoða þetta svoldið.
En ég er nú amk komin með svart hár, svartar augabrúnir og búin að kaupa mér BRÚNKUKREM – eða sko amk brúnkuvatn! Já þetta átti ég eftir! Ég er ógeðsslega mikil pæja skal ég segja ykkur – var með maskara í dag og í gær – sem er náttúrulega MET!
Beware born 72 – 75 sko ég er að átta mig á þessu ;-).
En já – allt í voða og vitleysu með jólagjafir – er of sein með allt en það er ekkert verra en vant er en það sem meira er ég er að verða búin með öll jólakortin oh yeah. Og ekki Þorláksmessa eða neitt ;-).
Litlu jólin í skólanum á morgun, jólanudd og svo bara frí – föndur og handagangur. Húsi dásemdar fínt og maður er ekki nokkra stund að koma því í stand!
Er þetta ekki bara í lagi?
Ings