Jahá! Mín fór nú bara í Borgarnesið í andlega upplyftingu og sörubakstur – svaf þar í nótt og allt! Páll og Ragnheiður keyptu jólatré og allt í þessu fína – alveg þar til ég sé jólatréð að minnsta kosti ;-).
Einu sinni fóru Ragnheiður og Páll að kaupa jólatré. Það eru 17 ár síðan. Síðan hefur þeim ekki verið treyst til þess arna.
Jólatréð var keypt í 19 stiga frosti þegar konan var að dást að litla drengnum sínu á fæðingardeildinni. Þegar tréð var tekið inn á Háeyrarvellina þá var það nákvæmlega eins og handsprengja. Alveg kringlótt með sprengjuþræði upp úr. Jamm og svona eins og 80 cm hátt ef honum var sleppt. Afskaplega lítið fallegt jólatré verð ég að segja. Það verður spennandi að sjá hvernig það verður í ár – kannski hafa þau eitthvað lært á þessum 17. árum 😉
Jólaglöggið fór afskaplega vel fram á föstudaginn fyrir Ljósuborginga – ægilega fínt of flott og prútt fólk í meira lagi náttúrulega – enda erum við búin að fatta að þar eru tómir snillingar á ferð ;-).
Nú er að taka á honum stóra sínum, ljúka jólagjöfum og jólakortum og vera svo hæfilega slök yfir öllu saman.
Það eru ekki nema fjórir dagar eftir af skólanum – og það þýðir að það eru ekki nema eitt – vika til jóla eða svo.
Úff púff
og 30 lauf komin á vegginn!
2 kg á þremur síðustu vikum
Konan getur víst lést eins og annað fólk
Já og ég keypti Bjögga alla jóladiskana -þeir voru allir orðnir ónýtir þeir gömlu og sá nýi er nú heldur hátíðlegur þykir mér og svo fékk ég mér líka Guðrúnu og Friðrik. En líklega ætti ég ekki að vera að kaupa þessa jóladiska – frekar einhverja aðra tónlist..
Ég er bara svo ótrúlega mikið jólafrík.