Hvar hefur bloggarinn Ingveldur haldið sig. Þið munið kenninguna um að þegar konan hættir að blogga þá er hún einhvern fj… að syndga og ekki að gera baun af því sem hún ætti að vera að gera ;-). En það er nú ekki aldeilis svo – sú stutta er svona ægilega lífleg og dugleg og síðast en ekki síst dauðfegin að vera laus við þennan leiðinda nóvember sem er by far the worst month of the year! I kid you not!
Það hefur verið svo mikið að gera í jólaskreytingum og tiltekt að það hálfa væri nóg fyrir svo utan ýmis dramaköst sem tengjast því að vera ægilega óskaplega illt í fótunum og þó sú hugsun hefði ekki flögrað að mér þá stakk hún mig illilega þegar Baldur spurði hvort ég væri hreinlega á leið í hjólastól…. Líklega hefur þó hæðnin verið þar við völd hjá þeim góða manni en allt umburðarlyndi og aumingjagæska hefur gufað upp úr hans stuttklippta kolli og harkan ein er eftir. Hann nennir ekkert við mig að tala fyrr en ég hef misst 40 kíló og með sama hraða eru einhver fjögur ár í það eða svo ;-). Meðvirknin entist ekki lengur en þetta hjá honum blessuðum. Híhí…
En svo fattaði ég að ég þarf bara að hvíla mig og slappa af það er smá að skipulegga heilan mánuð í skólanum og hendast svo í þessa og hina hreyfinguna, skreyta hús og þrífa hágt og lágt. Sauma gardínur og rífast í búaliði sínu öllu. Tíhíhí Já að því ógleymdu að mála litla forstofu og jafnlítið salernisherbergi.
Nú mataræði er með ágætum þó ég hafi grun um að ég hafi verið að stinga upp í mig tveimur konfektmolum þó ég minnist þess hvorki að hafa étið þá né hvernig þeir voru á bragðið. Fuss og svei og eitthvað er hér sérkennilega mikið af smákökum sem rata einnig inn fyrir mínar varir! En svona að öðru leyti gengur þetta bærilega. Fáránlegt að halda að maður léttist í desember – verð bara að sætta mig við að halda fengnum hlut og sækja svo í mig veðrið um leið…
Hreyfingin er svona: Sundleikfimi á mánudag og miðvikudag (og föstudag því ég á tvö skipti inni). Spinning á mánudegi og ef ég er góð í fótunum á þriðjudegi sem er hvíldardagur þá fer ég einnig í spinning á miðvikudegi. Nú síðan er einn blaktími eftir fram að jólum – eða þann 13. des (afmælisdagur hans Aðalsteins míns) á föstudag gæti ég farið í styrk eða synt – ég gæti líka gert ekki neitt annað en sundleikfimina…. nú og á sunnudag tek ég síðan 1000 metrana eða svo.
Ég fór og synti í gær og gat notað blöðkurnar sem eru góðar fréttir en ég hef verið svo aum í ristunum lengi að ég hef ekkert getað notað þær – það er smá tilbreyting í því. Í morgun var Sigrún sundleikfimisdrottning veik og ég fór því og synti í 35 mínútur og náði mér vel á strik. Nú og svo á eftir fer ég í spinning.
Ég fór ekkert í Styrk á föstudaginn enda var ég þá á fullu að undirbúa jólaglögg – og ekki sérlega góð í fótunum – var alveg ónýt eftir blakið en á laugardag var ég miklu skárri, enn skárri í gær og bara þokkaleg í dag. Þannig að hjólastóllinn bíður eitthvað enn…
Meira himpigimpið þessi sjúkraþjálfari minn að vera að stríða mér svona – sigh… Hörmungarhyggjudrottningunni.
En nú ætla ég að líta á jólakort og sitthvað föndurtengt – ég á eftir að gera allnokkrar jólagjafir og síðast en ekki síst kemur hún Ragnheiður mín heim í nótt blessuð litla dúllan mín. Herbergið hennar er fullt af föndurdóti en ég er að vona að henni finnist bara notalegt að koma í ruslaríið hennar mömmu sinnar. Mikið hlakka ég til að fá ungu konuna mína heim.
Aðalsteinn fer síðan í verklega prófið á morgun ef hann kemst þá uppeftir en spáin er eitthvað meira en lítið sérkennileg…
Jólaglögg fyrstuársinga í Sunnulæk tókst frábærlega og ég held ég hljóti að endurtaka leikinn á næsta ári – þessi hópur býr yfir einstakri lífsreynslu og upplifunum sem enginn tekur frá okkur.
Kveðja ykkar Inga sem er alveg að reyna að standa sig í ýmsu ;-).
Jiiii hvað það er alltaf frábært að koma heim til þín fyrir jólin svo flott skreytt. Takk fyrir frábært kvöld (þrátt fyrir stutt stopp fór ég endurnærð heim!!)>>Bestu kv. Villa
Líkar viðLíkar við