Hús á hvolfi

…og þegar það hefur snúist heilan hring þá verður það orðið Jólahús! Og þetta hús er húsið mitt. Það er meira að segja verið hengja utan á það jólaseríu! Og það er 1. desember. Ohyeah fyrirhyggjan eykst með hverju árinu – og svo breytir það smá að Páll er heima en ekki í Færeyjum, á sjó eða uppi á fjöllum – já eða meiddur á einhvern hátt!!

En það verður að segjast að húsgagnaröðun hér í þessu húsi er með sérkennilegra móti um þessar mundir ;-). En það eru seríur komnar í alla glugga nema vaskahús og eldhús – sem minnir mig á það – ætli það sé til 20 ljósa útisería? Langar að setja svoleiðis inn á bað ;-). Og ég er búin að fatta ráð til þess að losa veggfóðursborðann inni á klósetti – bara rennbleyta hann góðan daginn og skafa svo af – ekki málið. Oh yeah – þá er hægt að mála það. Svona þegar forstofan er búin – híhí. Ys og þys útaf engu á vel við hér!

Ég fór á jólahlaðborð með Grímsnes og Grafningshreppi í gær í Valhöll – voða fínt og góður matur. Fékk blómvönd frá hreppnum – óverðskuldað verð ég nú að segja – ekki hefur vefumsjón mín verið það stórfengleg satt að segja – en ég svo sem tók það að mér sem er meira en margur hefur gert ;-). En það vinnst hægt – þessi klukkutími dugir skammt, ó my god. En blómin eru falleg og fólkið gott. Og ég fékk mér enga eftirrétti og gaf öðrum borðum nammið sem fylgdi blómunum :D. Borðaði ekki einn sjálf – svona er ég nú þessa dagana. Enda hef ég lést um 1 kíló síðan síðast og fer alveg að nálgast nýjan tug. En ég hugsa nú að ég nái ekki fimm kílóum af mér fyrir jól en hey – afhverju ekki að stefna að því – það var jú markmiðið og ég verð að léttast til að losna við þessa aukabyrði alla saman. Þá kannski fer mér að líða betur í líkamsræktinni.

Annars átti ég þvílíkan stjörnuleik í Styrk á föstudag – 60 mín í brennslu og lyfti eins og brjálæðingur – ekki leiðinlegt. Mjög góður tími – og nú er bara að endurtaka leikinn. Ég ætla síðan í spinning á mánudaginn því ég ætla að vera lengur í vinnunni og undirbúa jólaverkefni næstu vikna. Dásamlegt náttúrulega. Sé svo til hvort ég verð á lífi eftir spinningtímann – verður gaman að sjá hvað ég brenni þar – hvort það nálgist blakið – en þar er langmesta brennslan hjá mér. Nú þá ég inni tíma og gæti verið komin heim rúmlega hádegi á þriðjudag og ef ég verð göngufær þá get ég nú ýmislegt gert. Annars er prógrammið – styrkur á mánudegi og spinning á miðvikudegi…. Líklega er bara of snemmt að segja hvernig þetta verður – verð að finna hvernig ég verð eftir spinningtímana.

En nú held ég, ég líti á bólið og vakni svo bara snemma í fyrramálið og geri eitthvað gáfulegt þá – er eiginlega orðin of þreytt í að gera eitthvað sneðugt.
Og hún Ragnheiður mín kemur heim eftir eins og 10 daga! Ekki leiðinlegt.

2 athugasemdir á “Hús á hvolfi

  1. Ohh þú ert svo dugleg Inga mín. Ekkert smá stolt af þér!!!!!Já ég vildi nú að ég væri svona dugleg að skreyta hjá mér. Nýkomin heim úr jeppaferð og allt jólaskraut upp á lofti. Allt bara í tómu kæruleysi. En hlakka til að sjá þig!!Steinunn Elsa

    Líkar við

  2. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvar þú værir stödd í veröldinn – það er svo langt síðan ég ,,heyrði“ í þér í bloggheimum ;-). Já og sömuleiðis.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd