Jæja þá hefur konan tekið til í heilan dag og það liggur bara við að það sjáist. Nú á ég ,,bara“ eftir að taka til í föndurherberginu og reyna að koma dótinu mínu í þann farveg að ég geti farið að stússast eitthvað.
það voru gerðar ýmsar róttækar breytingar á heimilinu í dag. Ég tók allar dollur og lok (sem finnast aldrei þegar nota á dollurnar), skrautmuni og drasl og dót sem er að gera Pál vitlausan þegar hann er að taka til greyið.
Því minna af dóti því líklegra er að hægt sé að halda í horfinu. Við skulum sjá hvernig það gengur ;-).
Fór ekki að synda því ég vildi svo mikið taka til og elda – en ég fer í sundleikfimi á morgun og svo ætla ég að reyna að synda alla daga í næstu viku en sleppa Styrk. Gá hvort það hjálpar hælnum eitthvað – sem vel að merkja er með skárra móti í dag þó ég viti meira en vel af honum. En ég held þetta sé allt á réttri leið.
Framundan er námsmatsvika – það er heilmikill handleggur en líka svolítið skemmtilegt. Systrahelgi um næstu helgi þannig að það er eins gott fyrir mig að standa mig í vikunni í þessu námsmati öllu saman.
Jibbití hí
