Húsið tekið í gegn

Jæja þá hefur konan tekið til í heilan dag og það liggur bara við að það sjáist. Nú á ég ,,bara“ eftir að taka til í föndurherberginu og reyna að koma dótinu mínu í þann farveg að ég geti farið að stússast eitthvað.

það voru gerðar ýmsar róttækar breytingar á heimilinu í dag. Ég tók allar dollur og lok (sem finnast aldrei þegar nota á dollurnar), skrautmuni og drasl og dót sem er að gera Pál vitlausan þegar hann er að taka til greyið.

Því minna af dóti því líklegra er að hægt sé að halda í horfinu. Við skulum sjá hvernig það gengur ;-).

Fór ekki að synda því ég vildi svo mikið taka til og elda – en ég fer í sundleikfimi á morgun og svo ætla ég að reyna að synda alla daga í næstu viku en sleppa Styrk. Gá hvort það hjálpar hælnum eitthvað – sem vel að merkja er með skárra móti í dag þó ég viti meira en vel af honum. En ég held þetta sé allt á réttri leið.

Framundan er námsmatsvika – það er heilmikill handleggur en líka svolítið skemmtilegt. Systrahelgi um næstu helgi þannig að það er eins gott fyrir mig að standa mig í vikunni í þessu námsmati öllu saman.

Jibbití hí

Working girl

Oh það er svo gaman að vinna um helgar. Það er undursamlegt – maður hefur allan skólann fyrir sig og kertin loga í rökkrinu og það er hreinlega eins og manni verði eitthvað úr verki. Ég væri alveg til í að fara aftur á morgun. En það geri ég ef engum öðrum en mér hér á heimilinu finnst að það þurfi að taka til hérna eða þvo. Ef mönnunum mínum tveimur finnst þetta fínt þá er ég bara í minnihluta og hlýt því ;-). Hingað kemur hvort sem er enginn og það má bara vera allt það drasl hér sem fólk vill!

Ég sópa bara svefniherbegið og viðra sængurnar og er bara góð! Ég er hvort sem er of hölt til að vera eitthvað að ibba mig.

Annars er ég miklu skárri en í fyrrakvöld og mun betri en í gær. Verst að teipið er farið – sigh það var nú meira töffið að vera teipuð – híhí. Þetta er allt að koma hjá íþróttakonunni Ingveldi – kannski verða sterarnir bara næst – tíhíhí.

Já og ég gerði stöðvabækurnar og allt í dag – dísuss ég þarf að eiga fleiri svona vinnudaga. Ég verð náttúrlega bara að hálf drepa mig á vinnu til að vera ánægð.

Kannski ég bara dembi mér í það – þá er líka komin fullkomin afsökun fyrir því að vera ekki að hugsa um heimilið – það er einfaldlega of mikið að gera til þess að geta fengist við slíka smámuni ;-).

Tjú tjú og tralalala

Tribbití tí! Ég fór í blak í gær – og við vorum skoho mættar 7 – og það var náttúrulega og að sjálfsögðu alveg svakalega skemmtilegt ;-). ÉG var svona ægilega glöð að vera óhölt í gær – og því lét ég nú til mín taka í blakinu þó ég fyndi nú smá til. Ég synti fyrst 600 metrana í upphitun og þar sem ég var svona óskaplega hress þá hentist ég í af stað og bamm það var eins og hællinn væri rifinn undan mér. Síðan hef ég nú eiginlega ekki getað gengið. Og á köflum alls ekki ;-).

En ég á hauk í horni þar sem Baldur er og voila ég er sko búin að fara í laser og vera teipuð – eins og alvöru íþróttamaður skoho!

Þetta er náttúrulega bara snilld. Ég meina hversu mörg ykkar hafa verið teipuð af sjúkraþjálfara vegna meiðsla!? híhíhí.

Gott fyrir egóið en nú vil ég líka hætta að vera hölt. Spurning um að fara ekki í blak næst og ekki fara á háa hæla heldur – þetta tvennt getur hleypt öllu af stað aftur. Nú svo ætla ég ekki að fara í Styrk í næstu viku heldur taka sundspretti helst á hverjum degi og svo hjóla – það reynir ekki á hælinn minn.

Um helgina ætla ég að vinna – námsmat framundan og ný stöðvabók í burðarliðnum og þetta allt saman 😉 Ef ég get gengið og tala nú ekki um staðið þá tek ég líka til. Og hvíli mig ponsu pons…

Og í dag man ég eftir því hvað ég er heppin að eiga ykkur öll að, þennan makalausa sjúkraþjálfara sem nennir að sinna mér út í eitt, mann og börn, hund en blessunarlega engan kött. Skítt með það þó það gangi ekki allt eins og það eigi að gera.

Nú er bara að fylgja mjóa silkiþræðinum sem liggur þarna innan um hörinn og er oft svo lítt sjáanlegur. Í fullkominni vissu þess að ég er að gera það sem í mínu valdi stendur – svona mestan part, kveð ég að sinni 😉