…með sín mörgu verkefni, svolítið stress og smá stingi yfir útgjöldum ;-). En þeir verða nú bara með minna móti í ár því ég ætla bara hreint að eyða sem allra minnstu! Alveg ákveðin í því.
Ég er líka alveg ákveðin í því að hafa gríðarlega hreyfiáætlun í gangi – ég hef ekki verið dugleg þessa viku en það var góður dagur í gær og í dag ætla ég í styrk – gera æfingar fyrir efri part – það er svoldið mikið langt síðan ég gerði þær… Það þýðir ekki að liggja yfir fortíðinni heldur bara horfa fram á veginn. Sjálfsvorkunnartímanum er lokið enda síðasti dagur nóvember runninn upp…
Í fyrradag var eins og ég fengi hugljómin og síðan hef ég verið að minna matarskammtana verulega og vonandi tekst mér að minnka í mér magann en ég er hreinlega að borða of mikið þó ég sé að borða á réttum tímum og búin að taka sætindi og óhollustu út – annars væri ég að léttast. Og ég er náttúrulega ekki að hreyfa mig alveg nógu reglulega þó það komi afbragðs vikur inn á milli. Ég ætla líka að vera glöð mataræðið – enginn smá áfangi að fá klígju þegar ég set sætt upp í mig!
Ég þarf að hugsa um hælana mína og því verð ég að taka brennsluna meira á hjóli eða í sundi – spurning hvort ég nenni að fara í sund og svo í styrk – eða hvort ég nenni að fara í styrk og svo í sund? Þarf líka að hafa í huga að ég fæ kvef í hvert sinn sem ég fer í sund og verður kalt…
Smá ókostur…
Ég ætla að hugsa hlýlega til desembers í fyrra og jólanna – ég var ekkert smá dugleg þá að hreyfa mig – synti á hverjum degi og labbaði svolítið í skóginum með Palla og Bjarti. Yndislegur tími. Það verður vonandi leikið eftir – enda þyngdist ég ekki neitt um jólin í fyrra – en ég man að janúar var eitthvað erfiðari 😉
En sem sagt æfingaáætlun í desember:
Mánudagur
Sundleikfimi
Styrkur
Þriðjudagur
Ákjósanlegt: Sund á Borg ellegar um kvöldið með Páli (bara um 2 – 400 metrar en sá hængur er á að þriðjudagar eru langir dagar í vinnunni).
Miðvikudagur
Sundleikfimi
Spinning
Fimmtudagur
Upphitun í sundlaug – blak
Föstudagur
Sundleikfimi ef ég fer ekki á mánudegi eða miðvikudegi (þarf t.d. að fara næstu tvo föstudaga til að bæta mér upp slór í þessari viku og síðustu held ég.
Styrkur
Helgar
Sund amk annan daginn og kannski má hugsa sér að fara í Styrk á laugardegi og hjóla svolítið á Zetornum
Markmiðið er að gera meira en minna í brennslunni, halda fótunum góðum með því að synda og hjóla og því kemur spinning inn – ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég fari á miðvikudögum en líklegra er að ég fari á miðvikudögum því þá hedl ég styrktaræfingunum inni á mánudögum í Styrk sem er mjög mikilvægt.
Breyting frá því sem nú er – áhersla á sund og taka spinning inn.
Hugsa svo um morgunbrennslu – kannski ætti maður að mæta í styrk og hjóla smá áður en maður fer í vinnuna – en ég held að ég ráði varla við svo mikla hreyfingu. Ég verð hins vegar að vera einbeittari í henni en ég hef verið – annars gengur þetta ekkert hjá mér svei mér þá.
Gangi mér vel og ykkur sömuleiðis að halda hreyfinga og mataræðismarkmiðum ykkar í desember.
flott plan!!>>sé glitta í mig e-sstaðar þarna inni.. jeij!>>Svo er bara að koma oft og reglulega í mat til múttu svo deksturs maturinn hjá helga og Hrafnhildi geri nú ekki útaf við mig. híhí>>Góðir tímar here they come 😉
Líkar viðLíkar við