Þingvellir og meira til

Ah ég fór í kirkju á Þingvöllum í dag – heima. Komst að því að ég verð að hætta að vera sár og leið yfir því að hafa í raun aldrei flutt þaðan. Hvaða klikkun er það að láta mig ekki vera með í því að flytja frá Þingvöllum? Þvílíkt rugl að skilja unglinginn eftir með enga kveðjustund frá staðnum sem var hún? Sem sagt verkefni að vinna út úr því. Og ég held ég láti það vera að fara í kirkju á næstunni – við Guð verðum bara að hittast annars staðar. Ég var næstum dáin bara af að sitja þarna oh my god. Ég átti meira að segja erfitt þegar ég gifti mig – og börnin voru fermd. Ég bara ræð ekki alveg við þetta – ekki enn amk. Ferðir bernskunnar í kirkju voru líklega of margar og of mikið ákveðnar af öðrum en mér.

Á eftir var kaffi á Valhöll og þetta var dýðarinnar dagur þar sem verið var að afhenda brúðarbekk með langsessu sem hún systir mín Aldís var harla mörg ár að sauma með gamla íslenska krosssauminum. Jamm. Fljúgandi hálda á leiðinni heim.

Ég beint upp á stól og þvoði tvo glugga, setti upp seríur og þreif allt um kring. Ekki nóg með það – byrjaði að mála forstofuna og tæmdi forstofuskápinn. Forstofan verður blágrá – heitir áreiðanlega antikblátt – nokkuð ljós. Fallegt með hvítum húsgöngum sem ég ætla að fá mér þar inn þegar mér hefur áskotnast gamals aðdáenda – eða eitthvað…

Palli er búinn að missa 10 kíló síðan um miðjan september – á þeim tíma hef ég lést um 2 kíló og hef ég hreyft mig 100x meira í skiplagðri hreyfingu, borðað miklu skynsamlegar en samt er allt stopp. Hvað er í gangi? Ég skil ekki afhverju ég léttist ekki – bara skil það ekki. Er að hugsa um að minnka fæðu inntöku verulega næstu viku og gá hvort það sé hægt að koma einhverju efnaskiptum af stað. Borða bara sem mest grænmeti ef hægt er. Ég bara verð að koma mér af stað í léttingi á ný annars verð ég VITLAUS ef ég er þá ekki orðin það nú þegar.

En ég fékk mér kökur í dag og af því tilefni ætla ég ekki að borða neinan kvöldmat heldur dröslast til að ganga á þær kaloríur sem þar voru innbyrgðar.

Í næstu viku er dagskráin svona:

Mánudagur: Sundleikfimi, vinna til fjögur við að hengja upp verkefni í Sesseljuhúsi og koma síðan heim.

Þriðjudagur: Sýning í Sesseljuhúsi kl 14 – 16 fara samstundis heim og föndra og fara síðan að synda með Páli þegar hann er búinn að vinna

Miðvikudagur: Sundleikfimi og vera komin heim kl 16 og sunda svo um kvöldið

Fimmtudagur: Vefsíðuvinna og blak auk sundupphitunar

Föstudagur. Kannski kaupa mér föt í bænum? Hitta Baldur ef hælarnir eru leiðinlegir, fara síðan og huga að jólahlaðborðinu um kvöldið.

Laugardagur og sunnudagur – þrif á stofu og skreyta hana svona svolítið amk. Koma forstofunni í sæmilegt stand og kannski verður Páll búinn að mála klósettið.

Jólagjafavinna gengur vel sem og kortagerð þannig að ég er að mestu á áætlun nema hvað ég léttist ekki – en það hlýtur að koma. Hælarnir með besta móti – kannski ætti ég að fara aftur til Balla – kannski er líka nóg að fara einu sinni í viku í einhverja meðferð við þeim…

3 athugasemdir á “Þingvellir og meira til

  1. 10 kíló¨! stóóórt knús til pabba frá mér :*2 kíló eru betri en ekki nein, svo er pabbi örugglega bara með meiri vöðva en þú og þessvegna byrjar hann strax á að grennast á meðan þú ert alltaf að byggja þig smátt og smátt upp :*Ég elska þig og hef trú á þér!

    Líkar við

  2. Já takk fyrir það – mér veitir ekki af trúnni – en ég er nú alveg að gefast upp á þessu svona inn á milli! En áfram töltum við þó. Pabbi þinn sko – hann er algjör raketta – nú þarf hann ,,bara“ að halda þessu

    Líkar við

Færðu inn athugasemd