Hvöt 100 ára

Ungmennafélagið Hvöt hélt upp á 100 ára afmælið sitt í kvöld og mér var gerður sá heiður að vera veislustjóri þar. Það var mjög skemmtilegt og margar merkar ræður fluttar. Mér er náttúrulega ungmennafélagsandinn í blóð borinn þó ég hafi reynt mitt ítrasta til þess að gera sem minnst úr honum hin síðari ár.

Þetta var hin notalegasta veisla, borðhald og ég náði alveg að hafa stjórn á mér í mataræðinu sem er náttúrulega frábært – sé svo á morgun hvernig mér gengur í kaffinu í Valhöll þegar hún Aldís systir mín afhendir langsessuna sína handsaumaða (til margra ára).

Ég er fegin ég sagði já við veislustjórninni þó ég sé náttúrulega ekkert nema flumbrugangurinn og bullið. Maður á að leggja rækt við sjálfa sig og fara út á meðal fólks og reyna að gera eitthvað gagn. Öðruvísi þroskast maður lítt. Ég er að lesa stórmerkilega bók – man ekkert hvað hún heitir but beware þið eigið eftir að fá helling að frétta af þeim lestri öllum saman ;-).

Góða nótt elskurnar – jólastúss á morgun og Þingvallaferð. Nett þrif og tiltekt í sálinni.

Og svo er bara að taka sýninguna á vegum Sesseljuhúss með ró og maður gerir bara það sem maður getur Ingveldur – innan skynsamlegra marka takk 😉

I tend to overdo things I guess…

Ekkert svar við fádæma skemmtilega útfærðu bréfi til USA…

Færðu inn athugasemd