Það er nefnilega það

Jæja nú hef ég tekið það rólega í ræktinni þessa vikuna. Ég fór í sundleikfimi á mánudag, hjólaði í gær og fór í sundleikfimi í dag. Árangurinn er eftirfarandi:

Ég er miklu mun betri í hælnum – lagaðist að vísu strax heilmikið við nálina á föstudaginn var – hef verið að batna hægt og bítandi síðan (muna að fara samt ekki í blak).

Ég er miklu mun betri í fótunum en ég var alveg ferleg í þeim um helgina og í byrjun vikunnar. Sem sagt allt að lagast á þeim bænum.

Ég hef alls konar tíma í allt mögulegt þar sem ég var ekki 3 tíma í ræktinn á þriðjudag (eða mánudag eins og áður).

Það skyldi þó aldrei vera að ég sé að gera of mikið…. Ja það kemur þá í ljós þegar ég byrja aftur.

Mataræði hefur verið með besta móti þó mér finnist ég vissulega vera að borða helst til mikið og í dag t.d. fékk ég mér margar kleinur og eitt hrökkbrauð um miðjan daginn þó ég hafi bara ætlað að fá mér appelsínu en við skulum sjá til.

Ég er farin að skrifa matardagbók – hef grun um að ég þurfi að setja Íslandsmet í léttingi þær tvær vikur sem lifir af þessum mánuði… Haga mér ekki alveg samkvæmt því en ég stefni á það ;-).

Ég er farin að lesa Jólastubb í skólanum – kannski svolítið klikkað en ég hef aldrei náð að ljúka honum fyrir jól og hann er svo yndislegur – þó hann sé e.t.v. svolítið barnalegur – en eigum við ekki öll að leggja rækt við barnið í okkur ;-).

Blues nóvember mánaðar er að ég sé geðveik og klikkaðri en mér sé hollt. Það snýst allt um það hjá mér.

Í fyrra var það að ég væri aumingi. Mér finnst þó skömminni skárra að halda að ég sé geðveik en aumingi en illt er það þó 😉

En sem sagt hér er allt í góðum málum enda ég ennþá í vinnunni og það þykir mér náttúrulega allra best – að geta dundað mér þar endalaust og von úr viti. Aldrei ánægðari en þegar ég hef eirð í mér til þess.

Færðu inn athugasemd