666 færslur á blogginu mínu ;-)

Vel af sér vikið ekki satt. Það er svona að vera kjaftaskjóða.

En sem sagt nú er það opinberlega ákveðið hjá Ingveldi að hún er keppnismanneskja með sæmilega sjálfsvirðingu. Nú ég hef nú lengi reynt að neita því að vera keppnismanneskja því mér leiðist heldur að tapa og fást við verkefni sem krefjast úthalds og aga – en slíkt gengur ekki því ég þarf víst að virkja þetta keppnisskap og nota orkuna af því til þess að léttast.

Það er nefnilega ekki nóg fyrir mig að vera líkamsræktartröll og monta mig bara af því. Það er svo sem alveg ásættanlegt að léttast um 14 kg á ári og það allt saman (er samt skítaredding að vera sáttur við það – ég hefði náttúrulega bara átt að vera duglegri! (en það er ekki alltaf hægt að vera í botni og maður verður að taka tillit til þess bla bla bla )).

En sem sagt nú er það útgefið að ég ætla að sýna sjálfsstjórn og aga. Ég hef hann gagnvart ýmsu og nú þarf ég ,,bara“ að hafa slíkt gagnvart sjálfri mér. Allt og sumt.

Í veskinu mínu er súkkulaðistykki frá því á laugardaginn sem ég ætla að borða á eftir. Og á eftir ætla ég að borða það seinna. Og það á að vera í veskinu mínu þann 1. desember. Og þá ætla ég líka að borða það á eftir.

Ég ætla að sýna fádæma reglufestu með mat og nesti. Fita verður minnkuð verulega og sætindi tekin út eins og að framan er sagt.

Og ég er komin með ökklasokk sem er bara býsna gott bragð og hefur reynst mér vel í dag. Held ég sé að skána í fætinum – er þá ekki rétt að skella sér í blak á fimmtudaginn og byrja upp á nýtt. Drepst amk ef ég þarf að hætta í blaki þó ekki væri nema bara ein æfing.

Sem sagt set nú kapp og atorku í það að léttast svo liðirnir mínir fái ekki kast og verkirnir minnki. Ég finn bara hvað ég finn meira til í hælnum þegar ég held á íþróttatöskunni – úff munar sem sagt um hvert kíló ha?

Sérkennileg niðurstaða konu í djúpri afneitun ;-).

Færðu inn athugasemd