Oh það er svo gaman að vinna um helgar. Það er undursamlegt – maður hefur allan skólann fyrir sig og kertin loga í rökkrinu og það er hreinlega eins og manni verði eitthvað úr verki. Ég væri alveg til í að fara aftur á morgun. En það geri ég ef engum öðrum en mér hér á heimilinu finnst að það þurfi að taka til hérna eða þvo. Ef mönnunum mínum tveimur finnst þetta fínt þá er ég bara í minnihluta og hlýt því ;-). Hingað kemur hvort sem er enginn og það má bara vera allt það drasl hér sem fólk vill!
Ég sópa bara svefniherbegið og viðra sængurnar og er bara góð! Ég er hvort sem er of hölt til að vera eitthvað að ibba mig.
Annars er ég miklu skárri en í fyrrakvöld og mun betri en í gær. Verst að teipið er farið – sigh það var nú meira töffið að vera teipuð – híhí. Þetta er allt að koma hjá íþróttakonunni Ingveldi – kannski verða sterarnir bara næst – tíhíhí.
Já og ég gerði stöðvabækurnar og allt í dag – dísuss ég þarf að eiga fleiri svona vinnudaga. Ég verð náttúrlega bara að hálf drepa mig á vinnu til að vera ánægð.
Kannski ég bara dembi mér í það – þá er líka komin fullkomin afsökun fyrir því að vera ekki að hugsa um heimilið – það er einfaldlega of mikið að gera til þess að geta fengist við slíka smámuni ;-).