Tjú tjú og tralalala

Tribbití tí! Ég fór í blak í gær – og við vorum skoho mættar 7 – og það var náttúrulega og að sjálfsögðu alveg svakalega skemmtilegt ;-). ÉG var svona ægilega glöð að vera óhölt í gær – og því lét ég nú til mín taka í blakinu þó ég fyndi nú smá til. Ég synti fyrst 600 metrana í upphitun og þar sem ég var svona óskaplega hress þá hentist ég í af stað og bamm það var eins og hællinn væri rifinn undan mér. Síðan hef ég nú eiginlega ekki getað gengið. Og á köflum alls ekki ;-).

En ég á hauk í horni þar sem Baldur er og voila ég er sko búin að fara í laser og vera teipuð – eins og alvöru íþróttamaður skoho!

Þetta er náttúrulega bara snilld. Ég meina hversu mörg ykkar hafa verið teipuð af sjúkraþjálfara vegna meiðsla!? híhíhí.

Gott fyrir egóið en nú vil ég líka hætta að vera hölt. Spurning um að fara ekki í blak næst og ekki fara á háa hæla heldur – þetta tvennt getur hleypt öllu af stað aftur. Nú svo ætla ég ekki að fara í Styrk í næstu viku heldur taka sundspretti helst á hverjum degi og svo hjóla – það reynir ekki á hælinn minn.

Um helgina ætla ég að vinna – námsmat framundan og ný stöðvabók í burðarliðnum og þetta allt saman 😉 Ef ég get gengið og tala nú ekki um staðið þá tek ég líka til. Og hvíli mig ponsu pons…

Og í dag man ég eftir því hvað ég er heppin að eiga ykkur öll að, þennan makalausa sjúkraþjálfara sem nennir að sinna mér út í eitt, mann og börn, hund en blessunarlega engan kött. Skítt með það þó það gangi ekki allt eins og það eigi að gera.

Nú er bara að fylgja mjóa silkiþræðinum sem liggur þarna innan um hörinn og er oft svo lítt sjáanlegur. Í fullkominni vissu þess að ég er að gera það sem í mínu valdi stendur – svona mestan part, kveð ég að sinni 😉

Færðu inn athugasemd