Aðventan nálgast

…með sín mörgu verkefni, svolítið stress og smá stingi yfir útgjöldum ;-). En þeir verða nú bara með minna móti í ár því ég ætla bara hreint að eyða sem allra minnstu! Alveg ákveðin í því.

Ég er líka alveg ákveðin í því að hafa gríðarlega hreyfiáætlun í gangi – ég hef ekki verið dugleg þessa viku en það var góður dagur í gær og í dag ætla ég í styrk – gera æfingar fyrir efri part – það er svoldið mikið langt síðan ég gerði þær… Það þýðir ekki að liggja yfir fortíðinni heldur bara horfa fram á veginn. Sjálfsvorkunnartímanum er lokið enda síðasti dagur nóvember runninn upp…

Í fyrradag var eins og ég fengi hugljómin og síðan hef ég verið að minna matarskammtana verulega og vonandi tekst mér að minnka í mér magann en ég er hreinlega að borða of mikið þó ég sé að borða á réttum tímum og búin að taka sætindi og óhollustu út – annars væri ég að léttast. Og ég er náttúrulega ekki að hreyfa mig alveg nógu reglulega þó það komi afbragðs vikur inn á milli. Ég ætla líka að vera glöð mataræðið – enginn smá áfangi að fá klígju þegar ég set sætt upp í mig!

Ég þarf að hugsa um hælana mína og því verð ég að taka brennsluna meira á hjóli eða í sundi – spurning hvort ég nenni að fara í sund og svo í styrk – eða hvort ég nenni að fara í styrk og svo í sund? Þarf líka að hafa í huga að ég fæ kvef í hvert sinn sem ég fer í sund og verður kalt…

Smá ókostur…

Ég ætla að hugsa hlýlega til desembers í fyrra og jólanna – ég var ekkert smá dugleg þá að hreyfa mig – synti á hverjum degi og labbaði svolítið í skóginum með Palla og Bjarti. Yndislegur tími. Það verður vonandi leikið eftir – enda þyngdist ég ekki neitt um jólin í fyrra – en ég man að janúar var eitthvað erfiðari 😉

En sem sagt æfingaáætlun í desember:

Mánudagur

Sundleikfimi
Styrkur

Þriðjudagur

Ákjósanlegt: Sund á Borg ellegar um kvöldið með Páli (bara um 2 – 400 metrar en sá hængur er á að þriðjudagar eru langir dagar í vinnunni).

Miðvikudagur

Sundleikfimi

Spinning

Fimmtudagur

Upphitun í sundlaug – blak

Föstudagur

Sundleikfimi ef ég fer ekki á mánudegi eða miðvikudegi (þarf t.d. að fara næstu tvo föstudaga til að bæta mér upp slór í þessari viku og síðustu held ég.

Styrkur

Helgar

Sund amk annan daginn og kannski má hugsa sér að fara í Styrk á laugardegi og hjóla svolítið á Zetornum

Markmiðið er að gera meira en minna í brennslunni, halda fótunum góðum með því að synda og hjóla og því kemur spinning inn – ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég fari á miðvikudögum en líklegra er að ég fari á miðvikudögum því þá hedl ég styrktaræfingunum inni á mánudögum í Styrk sem er mjög mikilvægt.

Breyting frá því sem nú er – áhersla á sund og taka spinning inn.

Hugsa svo um morgunbrennslu – kannski ætti maður að mæta í styrk og hjóla smá áður en maður fer í vinnuna – en ég held að ég ráði varla við svo mikla hreyfingu. Ég verð hins vegar að vera einbeittari í henni en ég hef verið – annars gengur þetta ekkert hjá mér svei mér þá.

Gangi mér vel og ykkur sömuleiðis að halda hreyfinga og mataræðismarkmiðum ykkar í desember.

Ég saumaði nú ekki spor…

en ég kann samt gamla krosssauminn og er unglegri en þegar ég var 35 það er klárt ;-).

For ekki í sund, er alveg að missa tökin á mér en það er aðgerðaráætlun í gangi og hún lítur ekki svo illa út ;-).

Byrjuð á gjöf fyrir tengdó, búin að mála forstofuna svolítið, búin að elda og taka til í eldhúsinu og ég veit ekki hvað og hvað! Hvað með það þó maður sé að fara í gamla farið – var það ekki bara fínt

híhí – nei nei ég skal standa mig. Jafnvel bara strax á morgun.

En mataræðið það er sko ágætt. Þarf ,,bara“ að minnka skammtana svolítið svei mér þá ;-).

Þingvellir og meira til

Ah ég fór í kirkju á Þingvöllum í dag – heima. Komst að því að ég verð að hætta að vera sár og leið yfir því að hafa í raun aldrei flutt þaðan. Hvaða klikkun er það að láta mig ekki vera með í því að flytja frá Þingvöllum? Þvílíkt rugl að skilja unglinginn eftir með enga kveðjustund frá staðnum sem var hún? Sem sagt verkefni að vinna út úr því. Og ég held ég láti það vera að fara í kirkju á næstunni – við Guð verðum bara að hittast annars staðar. Ég var næstum dáin bara af að sitja þarna oh my god. Ég átti meira að segja erfitt þegar ég gifti mig – og börnin voru fermd. Ég bara ræð ekki alveg við þetta – ekki enn amk. Ferðir bernskunnar í kirkju voru líklega of margar og of mikið ákveðnar af öðrum en mér.

Á eftir var kaffi á Valhöll og þetta var dýðarinnar dagur þar sem verið var að afhenda brúðarbekk með langsessu sem hún systir mín Aldís var harla mörg ár að sauma með gamla íslenska krosssauminum. Jamm. Fljúgandi hálda á leiðinni heim.

Ég beint upp á stól og þvoði tvo glugga, setti upp seríur og þreif allt um kring. Ekki nóg með það – byrjaði að mála forstofuna og tæmdi forstofuskápinn. Forstofan verður blágrá – heitir áreiðanlega antikblátt – nokkuð ljós. Fallegt með hvítum húsgöngum sem ég ætla að fá mér þar inn þegar mér hefur áskotnast gamals aðdáenda – eða eitthvað…

Palli er búinn að missa 10 kíló síðan um miðjan september – á þeim tíma hef ég lést um 2 kíló og hef ég hreyft mig 100x meira í skiplagðri hreyfingu, borðað miklu skynsamlegar en samt er allt stopp. Hvað er í gangi? Ég skil ekki afhverju ég léttist ekki – bara skil það ekki. Er að hugsa um að minnka fæðu inntöku verulega næstu viku og gá hvort það sé hægt að koma einhverju efnaskiptum af stað. Borða bara sem mest grænmeti ef hægt er. Ég bara verð að koma mér af stað í léttingi á ný annars verð ég VITLAUS ef ég er þá ekki orðin það nú þegar.

En ég fékk mér kökur í dag og af því tilefni ætla ég ekki að borða neinan kvöldmat heldur dröslast til að ganga á þær kaloríur sem þar voru innbyrgðar.

Í næstu viku er dagskráin svona:

Mánudagur: Sundleikfimi, vinna til fjögur við að hengja upp verkefni í Sesseljuhúsi og koma síðan heim.

Þriðjudagur: Sýning í Sesseljuhúsi kl 14 – 16 fara samstundis heim og föndra og fara síðan að synda með Páli þegar hann er búinn að vinna

Miðvikudagur: Sundleikfimi og vera komin heim kl 16 og sunda svo um kvöldið

Fimmtudagur: Vefsíðuvinna og blak auk sundupphitunar

Föstudagur. Kannski kaupa mér föt í bænum? Hitta Baldur ef hælarnir eru leiðinlegir, fara síðan og huga að jólahlaðborðinu um kvöldið.

Laugardagur og sunnudagur – þrif á stofu og skreyta hana svona svolítið amk. Koma forstofunni í sæmilegt stand og kannski verður Páll búinn að mála klósettið.

Jólagjafavinna gengur vel sem og kortagerð þannig að ég er að mestu á áætlun nema hvað ég léttist ekki – en það hlýtur að koma. Hælarnir með besta móti – kannski ætti ég að fara aftur til Balla – kannski er líka nóg að fara einu sinni í viku í einhverja meðferð við þeim…

A lettter to usa – ábyrgist nú ekki starfsheitin né aldur ;-)

Hi Bob and Al – either adress is fine but my posts to you in the States goes safer with ingveld@simnet.is – don’t ask me why! Here I send you a picture of Eiríkur’s children – all grown up now, it was taken few years ago at my son’s confirmation party.(4 years ago)

Aðalsteinn is my oldest brother. He retired this year. He has been a headmaster in a highschool, and for the past years he has worked in the ministry of education.

Aðalsteinn is married to Guðrún and they have two children:

Eiíkur Kristján (41)og Brynhildur Kristín (26)

Jón (link) Geologist -63

Jón is married to Sjöfn and they have two sons Brjánn (38) og Steinn (34)

Hildur is a social worker and got 60 this year.

Hildur is married to Hreggviður – her second husband and has one girl Björk (38) who is four years younger than me and we were always like sisters and she stayed a lot at Thingvellir.

Ágústa a nurseing director (well that probably isn’t a word but she is the one who is the boss at her department ;-)) 59

Ágústa is Married to Snorri Björn and they have three children: Kristín Rannveig (the one that met Aldís and Jakóbína), Arnar Þór and Þorbjörg Þórhildur

Jónina – a librarian and a teacher 55

Jónina is married to Guðlaugur and they have 5 children: Hlín Helga (34), Rannveig (28) , Guðmundur(26), Björg (16) og Sigríður Kristín (14) (my mother’s name)

Magnús – engineer 54

Magnús is married to Ástþóra and they have two children: Hrafnkell Freyr (about 26) and Hjördís (12)

Guðmundur building engineer 52

He is married to Dagmar and they have one son Guðni Eiríkur (about 30)

Ásmundur – an electric engineer 48

He is married to Jóna .

Aldís a teacher 47.

Aldís is married to Jón and they have two sons: Sigfús (20) and Guðjón (12)

Ingveldur a teacher 42.

I’m married to Páll and we have two children. Ragnheiður (18 almost 19) og Aðalsteinn (16 almost 17)

More about some of us at: http://www.silfra.is

Hvöt 100 ára

Ungmennafélagið Hvöt hélt upp á 100 ára afmælið sitt í kvöld og mér var gerður sá heiður að vera veislustjóri þar. Það var mjög skemmtilegt og margar merkar ræður fluttar. Mér er náttúrulega ungmennafélagsandinn í blóð borinn þó ég hafi reynt mitt ítrasta til þess að gera sem minnst úr honum hin síðari ár.

Þetta var hin notalegasta veisla, borðhald og ég náði alveg að hafa stjórn á mér í mataræðinu sem er náttúrulega frábært – sé svo á morgun hvernig mér gengur í kaffinu í Valhöll þegar hún Aldís systir mín afhendir langsessuna sína handsaumaða (til margra ára).

Ég er fegin ég sagði já við veislustjórninni þó ég sé náttúrulega ekkert nema flumbrugangurinn og bullið. Maður á að leggja rækt við sjálfa sig og fara út á meðal fólks og reyna að gera eitthvað gagn. Öðruvísi þroskast maður lítt. Ég er að lesa stórmerkilega bók – man ekkert hvað hún heitir but beware þið eigið eftir að fá helling að frétta af þeim lestri öllum saman ;-).

Góða nótt elskurnar – jólastúss á morgun og Þingvallaferð. Nett þrif og tiltekt í sálinni.

Og svo er bara að taka sýninguna á vegum Sesseljuhúss með ró og maður gerir bara það sem maður getur Ingveldur – innan skynsamlegra marka takk 😉

I tend to overdo things I guess…

Ekkert svar við fádæma skemmtilega útfærðu bréfi til USA…

Víhí hvað ég hef mikið að gera!

Nú eru það björtu hliðarnar.

Ég á orðið máningu á forstofu og klósett – og ég á áreiðanlega eftir að mála það einhvern tímann fljótlega.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera beðin um að vera veislustjóri á 100 ára afmæli Hvatar – svei mér óvænt og skemmtilegt.

Ég fór í Styrk og var bara nokkuð dugleg.

Ég hef frábæran sjúkraþjálfara sem hugsar svo vel um mig að það er undursamlegt.

Leiser er æði á hælana

Gigtarlyfin virka á ofboðslega vel á ristarnar á mér og því eru það bara hælarnir sem eru aumir.

Mér finnst hroðalega gaman í blaki og í gær vorum við ÁTTA!

Súbarúinn minn er gjörsamlega frábær í hálku og slabbi

Það var svakalega gaman í vinnunni í dag

Ég lít betur út en fyrir tveimur árum síðan

Ég á í bréfaskiptum við fólk í San Diego sem er náskylt mér – ógó skemmtilegt

síðast en ekki síst – ég á ykkur öll að og er því barasta á grænni grein

og svo fer Rankan mín að koma heim og þá geta jólin barasta komið 😉

Margt í mörgu

Stundum skil ég ekkert í því hvað getur verið mikið að sýsla. Það er eins og dagarnir fyllist af öllu mögulegu bara ef maður svo mikið sem lítur við. Og svo eru nú jólin alltaf svolítið annasöm – amk aðdragandi þeirra.

Í gær var samverusíðdegi hjá okkur starfsfólki Ljósuborgar. Við leigðum okkur bústað hjá þeim frábæru aðiljum sem reka Minni-Borgir. Hvert og eitt okkar kom með eitthvað af matföngum og föndur ef vildi. Ég mætti á staðinn aðeins á undan og skreytti lítillega með seríum og dúkum í anda jólanna – því við kennararnir erum nú svolítið farin að hugsa um þau – þó kannski sumir meira en aðrir ;-).

Þetta var mjög ljúft og mjög mikilvægt fyrir starfsfólk að hittast og fara aðeins út fyrir rammann – hvort heldur sem vinnustaðurinn er lítill eða stór. Í gærkveldi og í fyrrakvöld fór ég í sund og synti smávegis – allt betra en ekki neitt því ekki fór ég í Styrk á mánudag né þriðjudag og ekki heldur fór ég í sundleikfimi á miðvikudaginn – var hálf svefnlaus þarna í þessum hristingi sem jarðskjálftar óhjákvæmilega hafa í för með sér. En ég ætla nú í sundleikfimina á morgun og stefni á styrk á morgun ef blakið fer ekki mjög illa með mig.

Ég er búin að gera tvær jólagjafir – tralalalalala – nei þrjár. Ógó ánægð með það. Um helgina ætlum við að líta á málningarvinnu og förum til Þingvalla þar sem hún Aldís systir mín afhendir kirkjunni útsaumaða brúðarsessu sem hún var ótrúlega lengi að sauma – allt með gamla íslenska krosssauminum – vóhó geðveikt flott eins og krakkarnir segja.

Nú og svo þarf ég náttúrulega að föndra líka og hreyfa mig eitthvað. Verð vonandi eitthvað líka á floti því mér finnst eins og sundið sé að koma inn og það væri frábært því það er lúmskt mikil hreyfing og hjálpaði mér t.d. mjög mikið í desember og janúar í fyrra að halda mínu.

Sem sagt allt í góðum gír – margt að hugsa um; opnir dagar í skólanum og náttúrufyrirbæravinna algjörlega á fullu.

Ykkar Inga sem er að fara í blak þó henni sé ótrúlega sérkennilega illt í hælnum og hælunum! En eitthvað skárri samt sem er nú harla gott.

Úff langur mánudagur

Ég segi ykkur það satt að allt frá því að ég steig öðrum fætinum á pallinn fyrir utan dyrnar hjá mér klukkan 6:30 í gærmorgun og skautaði þar um með ekki færri en þrjár töskur í hendinni í glæra hálku sem þar var sem annars staðar og allt þar til ég settist upp í bílinn kl 20:30 var ég á fullu á fundum, kennslu og pælingum – I kid you not!

Og ég þarf að muna eftir því að kaupa vínber á eftir… fyrir kennarasíðdegi í kósíheitum á morgun!

Ég er svo aum í hælunum (bara aum ekki svona eins og um daginn – en það er samt eiginlega ekki bara – því það er ógeðslega sárt) og ristunum að ég er að drepast. Hringdi fékk gigtarlyf – ætla að athuga hvort þau hjálpi mér eitthvað við þessa ristarverki eins og í vor.

Dagurinn í gær var nú ekki snilld í mataræði og grænmetið fer minnkandi en þá er bara að taka á því hið snarasta – en amk er nammi og óhollusta af því taginu alveg úti og það er gott og reglan á hvenær borðað er, er sömuleiðis ágæt.

Svo er ég farin að finna fyrir þessari góðu tilfinningu að finnast sykur hið versta viðbót og þoli lítið sætt – beit í vínarbrauð fyrir helgina og þótti það ekki sérlega gott. Jukk 😉

En best að drífa sig heim og líta á föndur og láta eins og manni komi Styrkur ekki við.

Sunnudagur í sælu

Oh það er svo gaman þegar sunnudagar eru góðir. Maður einhvern veginn býst ekki við því en svo hviss bang verða þeir bara stundum svo ótrúlega ljúfir og góðir. Við Palli erum að stússast í skápum og geymslum. Henda rusli – (hversu miklu rusli er hægt að henda af einu heimili alla daga, alla mánuði – alltaf? – Svarið héðan úr Heimahaganum er miklu!).

Við það skapast rými til þess að fást við eitt og annað og jafvel vita hvar eitthvað er ;-). Ég er að verða búin að koma mér upp vinnuaðstöðu og I kid you not ég er með tvo prentara uppsetta – dugir ekkert minna – annar er sko með skanna – hinn er betri í ljósmyndirnar. Sigh ég er svo mikil gella ;-).

Svo er það nú saumadótið og föndrið sem ég á einhvern veginn svolítið af – þetta er allt að komast á sinn stað og vaonandi verður það það er einhverja stund.

Mig rámar í að ég þurfi að undirbúa tal við foreldra á morgun vegna stærðfræði áherslna en ég einhvern veginn næ mér nú aldrei almennilega á strik fyrr en llt er á heiljarþröminni þannig að…

Í næstu viku verður mikið að gera í skólanum eg ég stefni á að halda vitinu og minni áætlun og verða helst þannig að ég geti föndrað í 1 klst þegar ég kem heim á degi – nema á fimmtudögum þá get ég lítið gert nema horft á sjónvarið – en þá eru ALLIR uppáhaldsþættirnir mínir nema Grace og afþví hún er ekki þá horfi ég bara ekkert á hana. Svo einfalt er það. Er meira að segja að hugsa um að hætta að borga af stöð tvö á nýju ári – ætla nú að hafa hana yfir jólin.

Ég er ekki að hugsa neitt sérstaklega merkilegt – nema í morgun datt mér í hug að fara að sækja kirkju – ég held mér veitti ekki af að stefna að einhverri ró og horfa inn á við. Guð er ágætur til að hjálpa mér við það hugsa ég. Ég finn bara einhvern veginn ekki frið, ég er hundóánægð með allt einhvern veginn sama hversu gott það er. Hvernig getur maður verið óánægður með að missa 30 kíló á 20 mánuðum eða svo – og halda því? Hversu margir vilja ekki missa þau heldur færri jafnvel og eiga í basli með það – hvað þá að halda þeim í burtu. AFhverju get ég ekki bara notið þess að sprikla og hreyfa mig – þess alls vegna? En nei – alltaf eru hlutirnir öðruvísi en þeir eiga að vera- þó ég verði að viðurkenna að líklega eru ákveðin atriði alveg að gera mig vitlausa og kannski ekki skrítið. En ég ætla nú ekki að tala um það núna – kannski seinna.

Ég sá að þau í USA hafa litið inn í dag – og einn lítur inn frá San Fransisco, og annar frá San Diego líka – vonandi var pósturinn minn hér á undan ekki móðgandi fyrir þau eða særandi. Þetta eru náttúrulega viðkvæm mál allt saman.
High Drama heitir skór dagsins. Sumum finnst ég helst til mikil dramadrottning. Það liggur við að ég sé sammála því – þó ég kunni betur við að ég hafi orð á því en aðrir.
Ég sá að Rannveig í Danmörku leit hér inn í dag – svo er ókunna konan komin til Ítalíu vænti ég – þó það séu svona ýmsar borgir sem sambandið frá Ítalíu virðist fara í gegnum. Oh þetta er svo skemmtilegt – verst að nú veit ég ekkert hvort eða hvenær Erla kemur því hún er komin heim en ég hef breska fánann í staðinn frá Ragnheiði sem kemur heim 10. des að undirbúa jólin með mér. Mikið verður það gaman.
Ykkar inga

Til hamingju með afmælið Al!

Ég veit ekki hvort hann Al les þessa síðu- og alls ekki hvort hann skilur það sem ég skrif en hann talar enn svolitla íslensku – þó það séu rúmlega 80 ár síðan hann gerði það síðast! En ég veit að ef hann lítur hingað inn þá veit ég að afmæliskveðja á íslensku gleður hann!

Til hamingju með 90 ára afmælið!