Month: október 2007
Fór ekki í sundleikfimi í morgun.
Er að drepast í kjálkanum – er með einhverja sýkingu í munninum. Veit ekki hvort það heitir tannpína eða hvað…
En verkur er það amk – þarf að fara á pencilín. Þá lagast þetta nú.
Stefnan er þá tekin á Styrk og svo kannski 40 mín hjólatúr…
Eða leikfimi á föstudag eða eitthvert kvöldið.
Jamm
Og helgin og helgin var ekki svo slæm. Nema ég drakk ansi margar hitaeiningar en þær voru nú svei mér skemmtilegar þegar þær runnu saman við mig 😉
Ætli ég þyrfit að gefa mér nýtt nafn eins og Blaðið gerði?
Verða skemmtilegri – tala um annað en sjálfa mig?
Taka smá spretti um kennslufræði 😉
8 gestir í dag er amk ekki mikið.
Ósköp hafið þið öll mikið að gera.
…og ég fékk mér Prins í morgunmat….
BÚMM
…legg ekki meira á ykkur
Engin mynd af því tilefni
Haldið þið að það sé nú stúss. Vakna fyrir allar aldir og horfa á Kínakappaksturinn sem er vel að merkja alla jafna leiðinlegasti kappakstur ever – sérstaklega þegar tekið er mið af því að þetta er ný braut og á að vera svo roooooooooosa flott. Fuss og svei.
En rigning bjargar miklu og mistök McLarenmanna hjálpa líka til. Annars er mér slétt sama um þetta – verð bara glöð ef Kimi vinnur og það eru sviptingar á brautinni. Og það var í morgun. Oh yeah
Vaknaði aftur í morgun og langaði í allan heiminn og helst úr sælgæti, sírópi og amerískum pönnukökum. Sigh – maður þarf víst bara að bíða svona lagað af sér og halda sjálfstjórn. Halda sjálfstjórn… Hafa sjálfstjörn…. væri líka ágætt. Híhíhí
Húsið mitt er fínt barasta – draslið alveg í lágmarki. Það er nú sálarbætandi.
Aðeins um íslensku og ensku og jafnan rétt þeirra.
Vitið þið að sumt er svo vitlaust að maður þarf alveg að rifja það upp fyrir sér – bíddu afhverju eigum við aftur að tala íslensku. Hrista smá hausinn til að skerpa hugsunina og …
Kannski afþví við ERUM Íslensingar? Útleningar tala ekki íslensku. Nema kannski einn og einn og þeir útlendingar hér á landi sem tala hana vilja gjarnan vera Íslendingar eða eru það hreinlega. Oh my god.
Þetta er eitt skýrasta dæmið um það að við höldum að veröldin sé bara við og svo hinir sem tala ensku. Miðað við það sem ég heyri í fréttum ættum við kannski frekar að læra kínversku. Eru ekki öll viðskiptafærin þar – amk myndu þau duga okkur ágætlega sem eru í boði þar. Það myndi slá í gegn ef við töluðum mál þeirra.
Svo má nú geta þess að enskunám þarf að bæta. Íslendingar standa ekki vel í ensku miðað við aðrar þjóðir í aldurshópnum 18+ þó við höldum að við séum rosa góð í henni vantar margt þar inn. Krakkar í dag koma í skólann og þykjast vera nokkuð fær en þau kunna bara frasa og hafa fæst þá máltilfinningu sem maður skyldi ætla af t.d. grunnorðafoðanum þeirra. Því þarf að vinna meira með þann þátt, lestur og ritun en gert er því þar vantar heilur bílhlössin. Ég úrskurða í leðinni að námsefnið Porfolio er ótækt námsefni í ensku og ætti að leggja af hið fyrsta. Það hendar vel fyrstu vikum enskunámsins en svo er það líka bara búið.
Alltof létt og íslenskumiðað. Enda er það notað í 7 og 8 ára bekk í Svíþjóð. Fuss og svei.
Stjörnuspáin:
After the rush of energy over the past few days, Inga, today you may feel a powerful letdown. Not every day can be filled with adventure and excitement. For now, you just need to take care of the routine matters that are a by-product of life on Earth. However, keep in mind that there are many social opportunities coming up, and with the right kind of planning, you can get excitement back into your life.
Ég er nú eiginlega alveg hætt að nenna að lesa þessa stjörnuspá en þetta er svoldið sniðugt því ég hef verið á einhverju flippi síðustu daga. Gaman í blaki, gaman að vinna námsefni, gaman í Styrk, gaman hjá okkur Palla, gaman og meira gaman. En svo í morgun þá – sigh var eins og lífið gerði vart við sig á ný – þetta venjulega.
Tiltekt, þvottur, matseld, stúss og svona. Og gamal kunnar hugsanir gerðu líka vart við sig í þann mund sem Kimi missti ráspólinn til Hamiltions bensínlétta.
,,Ummm mig langar í eitthvað gott! Ég hef nú staðið mig svo vel að mér er greinilega óhætt að leyfa mér eitthvað í dag! Bakaríiið á nú margt gott! Já og svo gæti ég haft nammidag…“
En þar sem ég er nú að verða svolítið sjóu-uð í sjálfri mér (því rétt eins og Baldur sagði í gær þá hef ég stundum áður haldið að ég væri á sléttum sjó og dottið kylliflöt með nefið í eigin vitleysu) – þá ákvað ég nú að fara í Styrk og vigta mig. Og viti menn ekkert lést síðan á þriðjudag og því varð það úr að ég keypti mér ekkert nammislikkeríis ógeð – enda á ég ekkert með það. Dró heim með mér blómkálshöfuð og smjatta á því sæl í mínu ;-). Þetta er ekki einnar viku project Ingveldur og hennar stúss. Mér er að verða það ljóst.
En þar sem ég nenni ekki að taka til og það allt – og ætla að fresta því um sinn er fínt að blogga smá og setja hugsanir sínar á blað – í stað þess að eyða orku í þetta dóterí hér þá ætla ég að gera aðeins upp Reductil notkunina mína. Ég sá nefnilega að það var einhver að fletta upp á því í gær og fann síðuna mína – en annars er það hælspori sem google vinur minn finnur mig oftast undir ;-).
Sem sagt svona er sagan um Reductilið og mig:
Mér var bent á það í vor að til væru pillur sem gætu hentað mér vel: Ég var búin að vera ár því að breyta um lífsstíl, hreyfði mig reglulega og væri alltof þung. Þær tækju hungurtilfinninguna og löngun í mat minnkaði.
Mig langaði nú ekki mikið í þetta hjálparmeðal í fyrstu en eftir því sem fótaverkir ágerðust og brennslan minnkaði fannst mér kannski ekki úr vegi að athuga þetta lyf. Ég sá að aukaverkanir voru allnokkrar og fannst nú satt að segja nóg um. En ég lét samt vaða og fékk lyfjakort frá TR því annars er þetta gríðarlega dýrt lyf. Baldur sagði að líklega væri þetta lyf ekkert fyrir mig, honum sýndist ekki vera vandamál lengur með mataræðið, það væri komin regla á það en það vantaði miklu frekar hraðari brennslu og sjálfstjórn til að fækka bombunum sem ég borða vitandi vits.
Fyrstu dagana sem ég tók þetta, var blóðþrýstingur mjög hár og púls sömuleiðis. En ég fann að mig langaði ekkert í mat. En mig langaði alveg jafn mikið í slikkerí og nammi – já eiginlega bara enn meira. Ég var gjörsamlega friðlaus fyrstu dagana því mig langaði alltaf í eitthvað gott.
En þar sem ég var búin að læra að borða reglulega og það allt saman hélt ég því inni en hafði ekki lengur þennan náttúrulega control takka sem ákvarðar hvenær maður hefur borðað nóg og hvenær á maður að borða næst?
Fyrir vikið hjálpuðu þessar töflur mér ekki neitt. Ég lærði þó af notkun þeirra að ég er fíkinn í nammi og sætt og það kemur hungri ekkert við. Eftir stóð vandamálið, ég sjálf alveg eftir sem áður og e.t.v. kristallaðist það sem ég hef nú stundum sagt – vandi minn er ekki sá að ég borði of mikið heldur hvað ég set ofan í mig – þetta eitthvað góða sem ég læt eftir mér því stundum er eins og ég ætli að verða fyrsta manneskjan í heimunum til að sigrast á 100 kg í + með því að gera bara það sem mér sýnist í mataræðinu. Svona upp að vissu marki.
Það yrði eins með magaaðgerðina – ég stæði eftir sama manneskjan og myndi á endanum alveg leita í sama farið – og ef ekki þá yrði það vegna átaks og breytingaferlis hjá mér – innra með mér og mínum huga. Það breytingaferli getur allt eins átt sér stað án inngripa skurðlækna. Þess vegna verð ég að gera þetta sjálf.
Ég vil heldur ekki nein hjálparmeðöl. Ég vil bara gera þetta fyrir eigin vélarafli – finnst það áreiðanlega fínna ;-). Ég vil geta sagt: Já ég náði af mér 50 kg með því að vera ég sjálf. Og ég er alveg að verða búin að ná 30 af þessum fimmtíu sem gæti kallast fyrsti áfangi ;-). Og ég er steinhætt að geta sagt að ég sé 100 kílóum of þung ;-).
Reductil hjálpar áreiðanlega þeim sem borða of mikið og seint á kvöldin. Reductilið tók af mér matarlystina fyrst á daginn – sem má ekki í mínu tilfelli – ég verð að borða á daginn annars hrópar líkaminn á orku um kvöldið. Reductilið svipti mig líka ábyrgðinni og það gengur ekki. Og svo líkaði mér ekki aukaverkanirnar – ég vil helst hafa sem mestan frið með mig og mitt hjarta, blóðþrýsting og púls.
Ég held líka krakkar að það sé engin önnur leið út úr þessu önnur en sú sem kom manni í þetta. Vinna í þessu hægt og rólega og breyta því til hins betra sem maður var lengan tíma að breyta til hins verra á árum áður.
Ég fann engan mun á mér þegar ég hætti á Reductilinu – ég borða bara minn mat reglulega og þá er ég í góðum málum. Með því að vigta ofan í mig og elda reglulega tekst mér að léttast því hlutföllin eru ótrúlega fjót að breytast þó magnið sem maður borðar sé e.t.v. það sama. Of mikið brauð – of mikið kjöt, of mikið hveit og þetta allt saman sem maður veit að er voði og vitleysa.
En nóg að sinni – nú fer ég og tek til
Hér hef ég bara heila helgi framundan af hreint engu. Yndisleg tilfinning. Ég elska að gera ekki neitt. Ég er líka ótrúlega góð í því ;-). Vel þjálfuð.
Ég fór í Styrk í dag – get bara ekki kallað þetta Toppsport – heilsulind. Algjörlega hallærislegasta nafn sem ég veit í þessu tilfelli. Fátt upp í Topp þar – nema náttúrulega dugnaðurinn minn 🙂 og starfsfólkið. Það er yndislegt. Þau gera áreiðanlega það besta úr þessum hjalli. Ég fór líka í nudd á herðar og mjóbak.
Einu sinni stökk ég út um glugga á annarri hæð og fór ekki sérlega vel út úr því. Braut eitthvað upp úr hryggjarlið. Hann hefur svo verið að safna í kringum sig bólgur og veseni sem leiða upp bakið og niður í mjaðmirnar. Frekar vont nú þegar fíni fitupúðinn sem hjúpaði þetta auma svæði er að minnka og því finn ég fyrir þessu þegar ég ligg og sit og svona eitt og annað – hef svo sem alltaf fundið fyrir þessu niður í fæturnar – sérstaklega þann hægri. En nú er Baldur farinn að fást við þetta – lagar þetta áreiðanlega eins og annað ef þess þarf og það er hægt.
En annars finnst mér eins og ANNAR KAFLI sé hafinn í mínu lífi. Ja amk er búið að skrifa fyrstu línurnar í inngangsorðum hans ;-).
Lítum aðeins á lífsstílsbreytinguna mína:
Í fyrra missti ég 19 kíló frá maí til áramóta á 8 mánuðum sem sagt.
Í ár hef ég misst 9 kíló á 9 mánuðum (huhummm….)
Ekki alveg að gera sig sem sagt… En jú þess vegna er nefnilega annar kafli hafinn!
Samtals eru þetta 27 kíló sem er nú bara allnokkuð.
Í júní 2006 byrja hálsverkirnir.
Í ágúst byrjar hælsporinn
Í september er það beinhimnubólgan
Þetta heldur síðan áfram allt saman fram í nóvember þegar þetta líka fína þunglyndi grípur dömuna! Hálsinn alveg frá og hælsporinn alveg að drepa mig.
Janúar 2007 þá fer hálsinn að lagast.
Í mars fer ég að finna fyrir fótunum á alveg nýjan hátt! Sem svo versna alveg fram í ágúst.
Í maí er ég orðin mjög slæm í mjöðmunum og alveg niður í tær.
Í júní fæ ég í lungun og er með það alveg fram yfir verslunarmannahelgina.
Nú svo aftur 12. ágúst og verð hundveik. Nú svo skipti ég um vinnu og það allt saman.
Þess vegna ætla ég bara að vera ánægð með kílóin mín níu í ár – 27 alls.
Þórunn vinkona segir að þetta sé allt saman meðganga – það sé ekki hægt að flýta ferlinu eða stökkva yfir eitthvað – alla níu mánuðina er best að ganga í gegnum.
Nú maður þarf náttúrulega bara að átta sig á ýmsu.
T.d. að ég vil gera þetta sjálf.
Ég þarf að hafa hvetjara í kringum mig.
Ég þarf að hafa afruglara í mínu horni.
Ég gæti þetta aldrei án faglegs stuðnings.
Ég þarf að skrifa allar leikreglur upp á nýtt og aðlaga þær að mér – sem skilar engu nema vandræðum þegar matur er annars vegar. Þar er bara ein regla – fara eftir danska kúrnum.
Ég get engu bætt þar við þó ég sé alltaf að reyna það.
Hreyfingin er mín og skiptir mig ÖLLU máli þess vegna þarf ég að gæta að skrokknum mínum – létta á honum sem allra fyrst og styrkja hann.
Engin leið er út úr þessu nema að hugsa og hugsa og hugsa um mataræðið. Dugar víst ekkert hálfkák þar.
Ahhh og áreiðanlega eitthvað fleira :-).
Baldur segir 135 kíló fyrir jól. ég segi 8 og helst 10 en það væri nú líklega of gott til að vera satt. En þetta eru engar tilviljanir. Danski á að skila manni kg á viku, tala nú ekki um með þessari hreyfingu minni.
Við sjáum til – höldum okkur við 135 og sjáum hvort við getum ekki farið heldur neðar. Þá mætir Baldur á blak æfingu að þjálfa okkur stelpurnar. Híhí
Það þarf nú eitthvað að tala við konur um liðsheild og að mæta á æfingar allra hinna vegna! Okkur vantar 4 hraustar konur – eruð þið ekki þarna úti. Æfing kl 17 á fimmtudögum – og það er hryllilega og ég meina ofboðshryllilega gaman. Og hörkubrennsla og líkamsrækt og ALLT. Fyrst ég get það þá getið þið það.
Pælið í – fólk er að keyra úr bænum til að æfa blak á Flúðum! Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því – einmitt – hryllilega skemmtilegt!
Við erum með 3 íþróttakennara á okkar snærum og þær eru æði og búa yfir ráði undir rifi hverju. Frábær aðstaða á Borg – og trust me það er ekki langt að keyra frá Selfossi þangað, sundlaug, og Allt. Fyrir nú utan hvað við erum skemmtilegar!
Í blaki brenni ég flestum kaloríum – er með púlsinn kannski í hærra lagi – þarf nú að fá leiðsögn með það. Sýndist Guðbjörgu ekki alveg lítast á tölurnar – en ég er viðræðuhæf allan tímann og ekki mjög eftir mig… Vil nú kannski ekki sprengja litla hjartað mitt – sem er væntanlega frekar stórt þó ;-). Fer alveg í 3000 kal á 90 mín – sem er allnokkuð!
Þvílík heppni að hafa látið sér detta í hug að stofna þetta blaklið.
Og ég held að ég sé enn að léttast -enda engin ástæða til annars er bara á góðu róli í þessu öllu saman.
Sem sagt geðveikt að vera til! og 6500 kal komnar þessa vikuna.
Vona að þið hafið það hálft eins gott og ég.



