Jæja þá er ég komin heim í heiðardalinn úr gamla heiðardalnum. Ég var í bústað uppi í Búrfelli og horfði yfir á Írarfoss – sigh. Mikið sakna ég Sogsins og alls þess sem þarna er – nema kannski akstursins með krakkana hingað og þangað ;-). Sigh – sigh – sigh
Nú þetta var náttúrulega alveg dásamlegt frí – heitur pottur – yndislegar samræður við Þórunni og ekki nokkur líkamsrækt ;-). Fór nú samt á föstudaginn en ég hef ekkert farið í sundleikfimi né Styrk – fyrr en ég kom heim í dag. Langaði nú ekki neitt, og nennti enn síður. En ég var svo geðvond eitthvað yfir öllu og engu að ég sá að það var réttast að hypja sig í ræktina – og reyna að þynna fýluna svolítið – svona gekk það fyrir sig 😉
- best að fara á stigvélina í 24 mínútur!
Ég klifra upp á helv… tækið sem þá var stillt á b en ekki a hvað svo sem það nú merkir… Kippti því í liðinn en ég fékk frekari skilaboð um að ég ætti bara að láta það vera því það var alveg frosið og ég varð að taka það úr sambandi til að koma vitinu fyrir það – með því að setja það aftur í samband þeassss….
Hmmm púlsinn bara í 108, það er nú svei mér lítið – líklega verð ég að hreyfa mig eitthvað hraðar….
…ætli ég sé bara í svona góðu formi? Mér líður nú ekki þannig í fótunum…. Svoldið erfitt satt að segja… Ætti ég ekki bara að vera í 10 mínútur á þessu og fara svo í Zetorinn? (sethjól fyrir gamlar kellingar 😉 eins og sumir orða það)…´
Úff erfitt… Ég verð nú samt eiginlega að fara hraðar – það er ekki hægt að vera á stigvél og vera með 110 í púls…
Ah loksins svitna ég – bara að ég kafni ekki í eigin svita..
15 mín eru alveg nóg – christ hvernig datt mér í hug að velja 24 mín prógramm…
Best að fá sér aðeins vatn… – stoppa í 30 sek…
Víhí – ég ætla að meika það.
Dj er ég nú hörð af mér! Ég held ég þurfi að setjast einhvers staðar!
Anda jafnvel… fara heim…
…fletti líkamsræktarbókinni minni og sé að ég á að gera æfingar fyrir efri partinn í dag… Svoldið illt í framhandleggjunum …“ En engu að síður henglast ég að lóðunum og 2×6 kg í brjóstvöðaæfingum reyndist meira en nóg svo ,,ég verð víst að gera fótaæfingar bara – en ég geri sko ekki Smith og ekki tvöfalda palla nóvei, of illt í hælunum til þesss og bara líka of þreytt….“
Og svona leið dagurinn í Styrk ég nennti engu og ég sendi svo miklar geðvonskuvíbrur í kringum mig að fólk tók stóran stóran krók fram hjá mér ;-). Skrönglaðist nú samt til að gera pallanan hratt en bara einfaldan pall – dugði mér fínt. Rétt skreið yfir 1600 hitaeiningar í dag – það er 500 jafnvel 800 minna en vant er – allt slóðaskapnum á stigvélinni að kenna. Zetorinn var nú samt þaninn í 30 mín – jah kannski ekki þaninn en samt…
Og ég var vinsamlegast beðin um að koma í góðu skapi í Styrk á föstudaginn -;-). Líklega betra. En vigtin lítur ekki svo illa út – opinber tala á föstudag – enda var þetta algjörlega frábær helgi og vika í mataræðinu. Ég held svei mér þá að þetta snúist um að ætla.
Og ef mig langar í eitthvað í kvöld þá ætla ég að hugsa – ég get alltaf fengið mér það í fyrramálið …
Þetta er spurning um að finna fjölina sína þar sem maður getur staðið og fundið að víst ætlar maður þetta einstigi – víst get ég, veit ég og ætla ég.
Og jafnvel líka veit ég hverju ;-).
Hæ pæ>Hrikalega var gaman að fá þig í heimsókn:-). Núna verð ég bara að drullast að koma til þín!!!!!>Annars verður þú að fara að átta þig á því í hversu góðu formi þú ert í !!!!!!Þegar maður er búin að vera að hreyfa sig í nokkurn tíma þá batnar alltaf líkamlega formi, og það skiptir ekki svo miklu máli hvernig þú lítur út. Held nefnilega að þú áttir þig ekki á því hversu frábær þú ert !!!!!>Knús og kossar Sigurlín
Líkar viðLíkar við