Vetrarfrí

Jibbí nú er ég alveg að komast í vetrarfrí – mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Ég ætla að föndra mig vitlausa. Það er nú ekki mjög leiðinlegt – nema kannski þegar ég fæ vöðvabólguna 😉 af öllu saman.

Ég er skárri í hælnum, komin með kvef og þetta fína slím í lungun amk er nógu gaman þegar ég hósta því upp ;-). Hafði líklega ekki nema hæfilega gott af sundsprettinum í gær. Aumingja litlu lungun mín. Jæja þau eru nú bara heilbrigð svo við hristum þetta af okkur!

Er enn að reyna að ákveða mig hvað ég eigi að gera í ræktinni í dag… Eða hvort ég fari yfirleitt…. Nú eða hvort ég syndi… Eða bara hviss bang ekki neitt – pakki bara og fari í bústaðinn….

Úff hvað lífið er flókið og snúið og margar ákvarðanir sem þarf að taka 😉

Life is good

2 athugasemdir á “Vetrarfrí

Færðu inn athugasemd